Ljóta bullið...

Þetta er ljóta bullið sem er að gerast hérna á sama tíma og það eru á annað þúsund fjölskyldur að missa heimili sín á næstunni vegna þess að þau geta ekki lengur mætt þessarri fjármálasprengju sem átti sér stað í verðlagi, og Ríkistjórn búin að gefa það út að það er ekkert meira hægt að gera í að hjálpa heimilum í vanda...

Ef að þetta fólk, það er stjórnmálamenn og hvað þá vinir og vandamenn, og er alveg sama í hvaða flokki þau eru, ef að það er hægt að gera svona fyrir þau, þá er hægt að rétta öllum þeim sem eru búnir að missa eign sína, eða við það á næstu vikum, eign sína aftur með nýjum lánasamningi með 60% aföllum allavega miða við núverandi verð.

Þetta er svívirða af verri endanum sem er að eiga sér stað hérna, af Ríkistjórn sem ætlaði að bjarga heimilunum í landinu...

Það er varla hægt að horfa upp á þetta lengur, og myndi ég halda að til róttækra aðgerða þyrfti strax að koma svo þessi vit-leysa fái ekki að ganga lengra. Eins og ég segi ef þetta er hægt að gera á sama tíma og ekkert er hægt að gera fyrir heimilin sem eru í vanda þá er mikið að í siðmenningunni okkar, og það sem verra er að það virðist liggja alfarið hjá Ríkistjórninni þessi siðblinda. Stöndum saman Íslendingar þetta eru heimili okkar þó öll séu ekki í vanda, þá eru þetta samt heimili okkar, og það fer mikið þegar það losnar upp....  Kveðja.


mbl.is Segist hafa keypt hús á yfirverði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þeir sem skulda mest,fá niðurfellingu, aðrir ekki skömm að þessu.

Helga Kristjánsdóttir, 22.1.2010 kl. 01:56

2 Smámynd: Jón Sveinsson

Já þetta er ljóta bullið að sjálfsögðu er þetta mál allra landsmanna það þarf einhverjar rótækar aðgerðir og það sem allra firrst hvað við þurfum að gjöra,er ekki gott að sega ekki má hrista þessa hræsnara þó þeir niðurlægi þjóðina á erlendum vetfangi því við irðum dæmd firrir helst vildi ég húðstrýkja þau á austurvelli en fólk þarf að ummkrínga alþingi og hleypa þeim ekki út firr en þau hafa bjargað heimilum landsmanna og sagt bresku og hollenskum stjórnvöldum að þeir eigi sjálfir þennan ísklafa,Við þurfum að vakna sem heilsteift þjóð hingað og ekki lengra.

Jón Sveinsson, 22.1.2010 kl. 02:11

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Helga það er bara ekki hægt að lesa svona frétt án þess að láta í sér heyra úr því að maður hefur tök á því. Ef eitthvað er sem ég hef aldrei geta sætt mig við og horft á steinþegjandi og hljóðalaust þá er það óréttlæti og niðurtroðsla á þeim sem hafa ekkert annað en dugnað sinn og heiðarleika að leiðarljósi og að verja.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 22.1.2010 kl. 02:31

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sæll Jón og sammála er ég þér hérna, það verður að fara að efna til almennilegra mótmæla hérna, ég get svo svarið fyrir það að það hefur kvarlað að mér hvort það sé verið að hrekja Íslendinga sem eru Sjálfstæðir og duglegir í sér í burtu, þetta er ekki að ná nokkri átt, allur sveigjanleikin sem bankarnir eiga að hafa til að mæta heimilunum sem eru í vanda er jafnvel að fara í þetta sem að við erum að lesa í þessarri frétt. Ljótt mál þetta ef svo er. Sammála því að Þjóðin öll verður að fara að vakna ekki seinna en núna...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 22.1.2010 kl. 02:38

5 identicon

Ég er 100% sammála þér, Ingibjörg mín.

Jóhann Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 03:07

6 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Sammála öllum - það er ólíðandi að það sé verið að ljúga upp á einhvern sem er ekki Sjálfstæðismaður - Páll verður valtur á valdastóli RÚV ef hann fer að stunda svona vinnubrögð.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 22.1.2010 kl. 03:54

7 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sælir Jóhann Ingi og Ólafur Ingi, já Jóhann Ingi það verður að gera eitthvað, og Ólafur Ingi alveg sama í hvaða flokki það er, þjóðin er með allt í hendi sér núna til að geta tekið á þessarri vit-leysu. Eftir öll mótmælin í fyrra sem enduðu ekki vel, og sem er ekki lokið en, og eiga ekkert eftir nema að versna núna með þessu gengdarlausa rugli og spillingu, á sama tíma og sagt er við fólkið.. bara missa eigur sínar, rugli og spillingu sem hefur svei mér þá aldrei verið eins opin upp á borðum og núna það má þessi ríkistjórn eiga, spillingastjórn út í eitt með spillinguna upp á borðum og bliknar ekki gagnvart fólkinu sem kaus hana í góðri trú til að bjarga heimilunum og fyrirtækjunum í landinu.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 22.1.2010 kl. 09:35

8 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ágæta Ingibjörg ( amma mín hét Ingibjörg og þess vegna þykir mér rosalega vænt um þetta nafn ) -

Þetta er rétt sem þú segir - það er sorglegt að stjórnvöld berjist um á hæl og hnakka - hafni öllum ábnedingum og keyri allt í niðurnjörvaða skattheimtu og verðhækkanaskriðu..

Loforð núverandi stjórnarflokka voru stór og mikil en hafa öll eða flest snúist upp í andhverfu sína. Og Steingrímur gleypir. Gleypir öll loforðin - gleypir allar yfirlýsingar áranna sem hann var í stjórnarandstöðu. Þá skorti ekki lausnir á ollum málum.

Vonandi fer stjórnin að sleppa fyrirtækjunum úr gíslingunni sem og að leyfa eðlileg gjaldeyrisviðskipti og samskipti við umheiminn. Á EÐLILEGU GENGI

Ólafur Ingi Hrólfsson, 22.1.2010 kl. 09:52

9 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Ólafur þú segir það með nafnið mitt, vonandi er ég því til sóma, hef það frá Langömmu minni Sem var Ólafsdóttir. Ríkistjórnin virðist ekkert ætla að gera, enda er ekki allt í biðstöðu vegna Þjóðaratkvæðagreiðslunnar og veltur allt á niðurstöðu hennar væntanlega hvað næsta skref verður. En vonum að það rétta og besta fyrir Íslandshönd í þessu Icesave máli verði ofan á, sem allir vita að er ekki að troða óréttlæti á okkur... Kveðja.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 22.1.2010 kl. 15:36

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hlustaði á Steingrím í viðtali á útvarpi Sögu,Jón Valur fjallar um það.            Hjó eftir þeirri viðurkenningu hans (Steingríms) að V.G. væri á móti E.S.B. Ósk um aðild sé Samfylkingarinnar,í samsteypustjórn væri samið um að hvor flokkur hefði sína stefnu óáreitt,fyrir samstarfsflokknum,eða studdir af samstarfsflokknum. Þar er ein skýring á snú,snúinu hans. kveðja.

Helga Kristjánsdóttir, 22.1.2010 kl. 23:13

11 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Helga, hann Steingrímur er búinn að svíkja flokkinn sinn ílla. það er mikil ólga þar innandyra enda ekkert skrítið, hann krossar út og suður eftir því sem hentar honum í hvert og eitt skipti virðist vera, þannig kemur það fyrir sjónum almennings allavega, og það myndi maður kalla tækifærissinni...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 23.1.2010 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband