Trúverðugleiki...

Það situr í mér þessu spurning... Hversu trúverðug er Ríkistjórn Íslands gagnvart Íslendingum ?

Fyrir mér þá er enginn trúverðugleiki þar gagnvart okkur Íslendingum. Íslendingar eru með Ríkistjórn sem er algjör gunga út á við. 

Inná við er Ríkistjórnin að berja á þjóðinni sinni, berja hana til ánauðar vegna þess að hún Ríkistjórnin hefur ekki kjarkinn annarsvegar til að standa á rétti þjóðarinnar. Ekki kjarkin til að láta reyna á lagalega hlið í þessu Icesave máli fyrir hönd okkar Íslendinga, og vitnar endalaust í viðræður sem áttu sér stað hjá fyrri Ríkistjórn, fyrri Ríkistjórn sem er búinn að stíga fram og gera grein fyrir þátttöku sinni í samningsviðræðum sem höfðu átt sér stað. Það hefur engin sagt að við munum ekki standast lagalegar skuldbindingar, en fyrst þarf að fá að vita hvort við Íslenskir skattgreiðendur séum ábyrgir fyrir þessu ráni sem framið var, og hverjar lagalegar skulbindingar okkar eru hérna.

Að heilu Þjóðirnar skuli geta komið sér undan ábyrgð sinni með því að skella ábyrgðarleysi sínu  á okkur Íslendinga, er ekki hægt að líða.

 Bretar og Hollendingar vísa til þess að Íslensk stjórnvöld hafi oft sagst myndi virða þær skuldbindingar sem þeim ber.

Að virða það sem okkur ber, er allt annað en að neyða okkur til alveg sama hvað. Að virða það sem okkur ber gæti verið niðurstaða frá Dómstólum.

Ég finn að ég treysti ekki Ríkistjórninni okkar, sem er leiðinlegt að finna en er. Hún ætlaði sér að keyra þessa ránsskuld til greiðslu í gegnum Alþingi á okkur Íslendinga helst þannig að við áttum ekki að vita neitt. Samanber meðferðin á þessu Icesave í Alþingi. Ég finn líka að ég treysti henni ekki lengur til að fara með þetta mál fyrir hönd okkar Íslendinga þar sem hún Ríkistjórnin hefur sýnt okkur ótvírætt að hagsmuni Breta og Hollendinga hefur hún haft í fyrirrúmi hjá sér en ekki okkur Íslendinga. (besti samningur sem hægt er að gera)

Þegar svona mikið traust er brotið, (og er ég ekki eina sem finn að þetta traust er brotið) þá er stoðin undir setu Ríkistjórnar farin, og er stoðin reyndar farinn fyrir löngu í þessu máli, hvað þá í öðrum málum sem fólust líka í þessum fögru kosningarloforðum hennar, sem reyndust svo ekkert annað en innantóm orð sem vorð notuð til að koma sér til valda, og nægir að nefna skjaldborgina sem átti að slá um heimili Íslendinga, en gleymdist að segja þjóðinni fyrir kosningar að um heimili Breta og Hollendinga væri að ræða vegna þess að vinir hennar Ríkistjórnarinnar fóru aðeins óvarlega. Að það skuli vera viðræður í gangi núna sem er þá 3 tilraun er ekki nógu gott. Forsetinn er búinn að setja þetta Icesave mál í hendurnar á okkur þjóðinni og hvað þýðir það... Jú næsta í þessu máli er að fá vilja þjóðarinnar í þessu, og þegar hann er komin þá á að taka næsta skref. Þessi Ríkistjórn á að víkja tafarlaus vegna lyga sinna til okkar. Ríkistjórnin er búinn að segja þjóðinni sinni að betri samning fær hún ekki svo hvað er hún að reyna núna í þessu máli... Hversu mikið er hún að eyðileggja fyrir okkur núna með þessu klóri sínu í bakkann í von um aðeins betri... Það er gott að lesa það að öll stjórnarandstaðan er föst á sínu, stjórnarandstaðan sem hefur miklu meira verið að berjast fyrir hönd okkar Íslendinga í þessu en Ríkistjórnin sjálf. Höldum vörð um rétt okkar við eigum hann í þessu máli, og látum ekki svona óréttlæti verða troðið á okkur án þess að við fáum að njóta réttarstöðu okkur í þessu ljóta máli. Þessi Icesave skuld er ekki okkur Íslenskum skattgreiðendum að kenna, og þess vegna getur hún aldrei verið okkar að greiða. Kveðja.


mbl.is Svara líklega um helgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Lúðvíksson

Nú er bara að hvetja alla til að mæta á austurvöll í dag kl 15.

www.nyttisland.is

Lúðvík Lúðvíksson, 23.1.2010 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband