Ekkert annað að gera...

Það er nefnilega það. Þetta er það sem maður er búinn að segja og halda fram allan tímann, fara dómstólaleiðina, það mun engin sátt nást hjá okkur Íslendingum nema að dómstólaleið lokinni.

Er alveg ljóst á svari Fjármálaráðherra þegar hann var spurður um grein Jón Steinars Gunnlaugssonar og Sigurðar Líndal sem birtist í gær að þetta er ekki sú leið sem honum hugnast, og er greinilegt að hann svarar ekki spurningu blaðamanns hér, heldur snýr sér útúr með því að svara að það vekji athygli hans hverjir skrifi þessa grein, að starfandi hæstaréttadómari skrifi greinar um málefni af þessu tagi...

Hann er ekki að útskýra af hverju hann eða núverandi Ríkistjórn vilji ekki fara aðra leið, hann eða Forsætisráðherra hafa ekki einu sinni viljað ræða aðra leið en þessa sem þau hafa valið, valið á þeirri forsendu að þetta sé besti hugsanlegi samningur sem hægt er að fá. Fyrir þá sem eru sekir þá er þetta kannski besti hugsanlegi samningur sem hægt er að ná í, en fyrir þá sem eru saklausir og sitja í þeim sporum að þurfa að fara í ánauð vegna þessa, þá er þessi leið óskiljanaleg sem Ríkistjórnin er að fara hérna í að reyna að þröngva okkur saklausa Íslendinga til greiðslu.

Gæti það verið að við Íslendingar séum búnir að eyða kröftum okkur í vitlausar aðgerðir í mótmælum okkar núna upp á síðkastið ?

Það hefur komið skýrt fram að þetta er leiðin sem sitjandi Ríkistjórn ætlar sér að fara, og engin önnur leið verður farin af hennar hálfu. Þess vegna spyr ég mig núna hvort við mótmælendur erum búnir að vera á villigötu með mótmæli, mótmæli sem ættu kannski að snúast um VANHÆF RÍKISTJÓRN... BURT MEÐ HANA. Samvinna milli flokka er ekki að spila einleik. Verum vakandi öllsömul það er ekki okkar að bera ábyrgð á fjármálakerfi heimsins, það er ekki okkar að borga fyrir sofandahátt Breta eða Hollendinga sem greinilega sváfu á sinni vakt, sem og Íslensk eftirlit. Dómstólaleiðina á að fara í þessu, við Íslendingar sem saklausir erum verðum aldrei sáttir við annað.  Kveðja.


mbl.is Samið á nýjum forsendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Höldum vöku okkar Ingibjörg,að lokum rís upp nýja Ísland.

Helga Kristjánsdóttir, 26.1.2010 kl. 07:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband