Hversu heimskt væri það.

Hversu heimskt yrði það hjá Hollendingum sem og Bretum að stíga fram núna og gefa eftir í þessum nauðungar-lánasamningi sem hefur þessa gæða vaxtarprósentu á sér...

Það sem við Íslendingar þurfum að vakna betur upp með er það að þetta er nauðunga-lánasamningur sem er verið að neyða á okkur til greiðslu. Nauðungar segi ég vegna þess að það er verið að neyða honum á okkur hvort sem hann er okkar eða ekki.  Neyða þessum vaxtarkjörum...

Það sem er kannski annað mál í þessu og jafnframt mikilvægt fyrir okkur að skoða og horfast í augu við, er það að núverandi Ríkistjórn er í þessari samvinnu með Bretum og Hollendingum, og það er stór biti fyrir þjóðina að tyggja og hvað þá að kyngja. Það varðar brot á vinnueið Ríkistjórnar sem á að hugsa um og vernda hag okkar Íslendinga. Það er svo margt sem er komið fram sem segir okkur að við Íslendingar eigum alveg hiklaust að stíga fram og fara dómstólaleiðina, krefjast réttar okkar í þessu máli. Það skal engin segja manni annað en að Bretar og Hollendingar viti ekki af broti sínu þarna, og séu jafnvel farnir að verða smeykir svo ég taki vægt til orða yfir þessari átt sem þetta Icesave er komið í hérna á Íslandi.

En á meðan þeir eru ennþá með loforð um fulla greiðslu á því sem að þeir vilja fá, á þeim kjörum sem þeir óska sér frá Ríkistjórn Íslands þá segi ég hversu heimskt yrði það að bíða ekki eftir svari Íslendinga sem kæmi úr niðurstöðu Þjóðaratkvæðagreiðslunar sem segði þeim þá hvort við Íslendingar viljum gefa Fjármálaráðherra Íslands leyfi fyrir okkar hönd um Ríkisábyrgð handa Landsbankanum til greiðslu þeim til handa á þessum Icesave nauðungarlánasamning, sem er samin einhliða af Bretum og Hollendingum með samvinnu AGS og ESB og samþykki ríkistjórnar Íslands um að setja þessa nauðungarrukkun sem þetta er á okkur Þjóðina sína, frekar en að taka þeim afleiðingum sem allir áttu að taka þarna sem hlut áttu að máli. Það má setja þetta upp eins og það hafi verið á okkar ábyrgð að fylgjast með að rétt hafi verið farið að í Löggæslu á þessum Einkafyrirtækjum, og ekki man ég eftir að hafa fengi símtal eða bréf sem segði mér að það væri mitt að fylgjast með að lög verði ekki brotin og ég gerð ábyrgð ef ílla færi, það er verið að refsa okkur íslendingum fyrir þetta meðal annars með greiðslu á þessu Icesave.

Verum óhrædd við að standa á rétti okkar, og svo mikið vitum við að það eru ekki við sem tókum þessa peninga frá þessu fólki sem treysti í sakleysi sínu þessum fjárglæframönnum sem áttu og stjórnuðu þessum Einkabönkum... Höldum vöku okkar í meðvitund um mun á réttu og röngu. 

Við erum Þjóðin og Landið er okkar.   Kveðja


mbl.is Hollendingar gefa sig ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alþingi samþykkti samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Samkvæmt honum hefur tilskipun Evrópusambandsins um innlánatryggingakerfi lagagildi hér á landi.Innlánatryggingakerfin tryggja að samanlögð innlán hvers innstæðueiganda séu tryggð upp að 20.000 evrum ef innlánin verða ótiltæk.Útibú þarf ekki lengur að fá leyfi í gistiríki, því allsherjarleyfið gildir alls staðar í bandalaginu, og lögbær yfirvöld í heimaríkinu fylgjast með gjaldhæfi þess. (Ath. ekki Bretar eða Hollendingar heldur lögbær yfirvöld í heimaríkinu, okkar yfirvöld.)Þegar gjaldþrota lánastofnun er lokað verða innstæðueigendur í útibúum í öðrum aðildarríkjum en þar sem lánastofnunin hefur höfuðstöðvar að njóta verndar sama tryggingakerfis og aðrir innstæðueigendur í stofnuninni. (Þannig að Bretar og Hollendingar gætu gert kröfu um að Íslenska ríkið borgaði allt, eins og það gerði á Íslandi. En ekki bara upphæð tilskipunarinnar.)Þannig að það er kristal tært að Tryggingasjóður innistæðueigenda á að borga þessa Icesave skuld og Íslenskum yfirvöldum bar að sjá svo um að hann gæti það. Það var á ábyrgð Íslenska ríkisins að setja lög og reglur sem tryggðu að Tryggingasjóður innistæðueigenda geti staðið við 20.000 evrurnar. Íslenska ríkið gerði það ekki.

Árið 2004 var þýska ríkið var dæmt til að greiða innistæðueigendum þessar 20.000 evrur á grundvelli tilskipunarinnar. Þýskaland hafði ekki staðið sig í lagasetningunni, hinn Þýski Tryggingasjóður innistæðueigenda gat ekki borgað. Þýska ríkið bar ábyrgð á að hinn Þýski Tryggingasjóður innistæðueigenda stæði við tilskipun Evrópusambandsins. Og Þýska ríkið þurfti að borga.

Ábyrgðin liggur öll hjá okkur. Okkar stjórnvöldum sem ekki stóðu sig sem skyldi í lagasetningu og eftirliti. það var á okkar ábyrgð að fylgjast með þessum fyrirtækjum, þau störfuðu undir okkar lögum og okkar eftirliti.

sigkja (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 02:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband