Fyrsti farin.

Spilaborgirnar byrja að falla. Spilaborgir sem hafa verið efstar á taflborði í að troða þessari Icesave óreiðuskuld á herðar okkar. Þetta er staða sem gæti hjálpað okkur Íslenskum skattgreiðendum í þessu mikla óréttlætismáli sem þetta Icesave er og ættum við að nýta okkur hana í að reyna að láta siðferði vera ofar sem og réttlæti.

Spilaborgir segi ég vegna þess að þetta hefur ekkert verið annað en leikur á borði. Holland fallið, Bretar sem önnur spilaborgin titrar, og þá Ríkistjórn Íslands þriðja. Segi ég Ríkistjórn Íslands en ekki Íslenska Ríkið vegna þess að Ríkistjórn Íslands hefur verið 3. aðilinn sem hefur verið að krefjast þess að við sættum okkur bara við þetta Icesave klúður sem varð, borgum þennan reikning með öllu tilheyrandi sem honum fylgjir hvort sem það er súrt eða sætt. Ríkistjórn Íslands á að víkja tafarlaust vegna vinnubragða sinna í þessu máli. Það er alveg sama hvað hún mun gera í þessu þá munu allar aðgerðir hennar mótast af að bjarga eigin skinni en ekki okkar þjóðarinnar.

Að við Íslendingar förum fram á að það verði farin dómstólaleiðin í þessu Icesave máli táknar ekki að við séum að hafna að standa ábyrgð á skyldu okkar, heldur erum við að segja.. það eru aðrir ábyrgir fyrir þessari stöðu en við Íslenskir skattgreiðendur. Þá finnst mér og fleirum ekki rétt að við séum látin gjalda fyrir misgjörðir annara, og tel ég að það sé verið að brjóta á mannréttindum okkar Íslendinga með þessari framkomu við okkur af Bretum, Hollendingum sem og Íslensku Ríkistjórninni án þess að vita það nákvæmlega, og er þetta mikið og alvaralegt mál. Bretar sem og Hollendingar vissu að þetta voru áhættureikningar sem þeir voru að fjárfesta í og Einkafyrirtæki þar að auki. Það getur aldrei verið rétt siðferðislega að við Íslenskir skattgreiðendur verðum gerð ábyrg fyrir þessari vitleysu. Höfnum þessu Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslu tafarlaust þann 6.mars næstkomandi, og krefjumst þess að þessi Ríkistjórn víkji tafarlaust. Drögum umsókn okkar um aðild í ESB til baka, það má alltaf taka þær viðræður upp seinna en núna er ekki rétta forsendan hjá okkur. Það verður að fara að byggja upp framleiðslu í landinu og láta atvinnuhjólið fara að snúast. Það er ekki að byggja upp framleiðslu að reisa álver eða virkjun, það er kostnaður í hugsanlega eitthvað í framtíðinni sem ætti að skila arði seinna meir eða eftir nokkur ár, og það er ekki það sem kemur okkur til bjargar núna. Höldum vöku okkar það er mikilvægt. Ég er alltaf að segja að þetta er landið okkar Ísland og við þjóðin. Okkur sem þjóð ber að vernda landið okkar og ef við gerum það ekki þá hver...   Kveðja.


mbl.is Afþökkuðu lokatilboð Bos
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Og telur! Verjumst lýðræðið er að veði!

Sigurður Haraldsson, 23.2.2010 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband