Drögum umsókn okkar tafarlaust til baka.

Drögum umsóknina tafarlaust til baka. Það er ljóst að stór hluti þjóðarinnar vill ekki inn í ESB. Þetta ferli er ekkert annað en að kosta okkur Íslenska skattgreiðendur óþarfa pening á sama tíma og það er ekki til fjármagn eða geta hjá sitjandi Ríkistjórn í að gera eitthvað fyrir sitt eigið fólk sem kaus Ríkistjórnina í góðri trú til góðra verka. Þjóðin hefur ekkert að gera þarna inn. Það er ljóst að krónan á eftir að koma okkur til góða í framtíðinni og að taka evruna inn yrðu hin mestu mistök sem við gerðum. Það skiptir máli vegna þess hversu einangruð við erum að við höldum Sjálfstæði okkar sem og Fullveldi.

Það er eitt sem við Íslendingar munum aldrei eða seint sætta okkur við og það er að einhverjir út í Brussel geti sagt okkur hvað við meigum og getum, og hvað ekki. Það mun ekki fara eftir því hvað okkur og landi okkar er fyrir bestu hvað við meigum, heldur hvað hentar heiminum innan ESB og hvað vantar honum sem við eigum, hvernig getur ESB nýtt sér Ísland til bjargar ESB löndum á okkar kostnað en yrði þeirra hagur.

Það er líka ljóst að þessi Ríkistjórn nennir ekki að vinna verkin sem þarf að gera í landinu, allt snýst um að taka lán ofan á lán til einhverra framkvæmda sem koma til með að skila einhverju í þjóðarbúið eftir mörg ár, á sama tíma og það þarf að auka framleiðsluna á öllum þeim afurðum sem við getum svo velta fari í gang á réttan hátt. Bull og vitleysa segi ég, og er nóg að líta til þess hvernig ESB er að fara með fiskimið Skotlands núna og það er ekki það sem ég óska okkar framtíð, að vera komin í stríð yfir því hverjir eigi forgang á að veiða við okkar strendur. Og hvað þá að lenda í því eins og Skotar að allur veiddur fiskur komi ekki einu sinni að landi og skili þjóðarbúinu þeirra verðmætum.

Nei segi ég við ESB og vil að við fáum  þessa auka þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort við viljum í þessar viðræður eða ekki... Forsætisráðherra lofaði þjóðinni fyrir kosningar að tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla yrði það ef að það væri það sem að við þjóðin vildum...

Standa verður Forsætisráðherra við orð sín, það er mikilvægt að hún haldi einhverjum trúverðugleika í orðum sínum. Höldum vöku okkar í þessu mikla máli sem mun hafa allt með framtíð okkar að gera.  Kveðja.


mbl.is Umsókn Íslendinga rædd í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: The Critic

Ekki gleyma því að það eru nú þegar aðilar í Brussel að segja okkur hvað við meigum að hvað við getum því við erum partur af EES. Við þurfum að fylgja 75% allra reglna sem koma frá Brussel án þess að geta tekið þátt í að móta þær eða andmæla því við erum ekki með mann við borðið, við erum alveg gjörsamlega áhrifalaus núna því við erum ekki í sambandinu.  Þessi 25% sem eftir standa snúast um tolla og gjöld sem myndu stór lækka matvælaverð í landinu.

Reyndu svo ekki að verja það að veik króna sé af hinu góða, laun á íslandi eru með þeim lægstu í vestrænum heimi og kaupmáttur er mjög lítill. Svona veikur gjaldmiðill eins og íslenska krónan er í dag er fátæktargildra og mun gera íslenskan almenning mjög fátækan á komandi árum og lífskilyrði verða á við mörg lönd Suður Ameríku.

Bæði þess rök þín gegn aðild eru innantóm og vanhugsuð.

The Critic, 24.2.2010 kl. 11:00

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þú gleymir því kona góð að við erum nú þegar aðilar að EES samningnum sem hefur margt gott haft í för með sér fyrir almenning í þessu landi.

Í dag er mikill hátíðisdagur á mínu heimili því lagt verður til að formlegar aðildar viðræður hefjist alveg á næstunni. Þá fyrst mun það koma í ljós hvaða ákvæði verða í þeim samningi. Við erum komin það langt að ekkert vit er í að hætta við á þessum tímapunti. Þegar samningur liggur fyrir, veður hann kynntur þjóðinni og þá fyrst er tími kominn til að taka afstöðu með eða á móti. Þó ég sé einlægur stuðningsmaður aðildar, þá tek ég mína lokaákvörðun þegar ég hef kynnt mér samninginn.

Það skulum við öll gera.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 24.2.2010 kl. 11:24

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sæl þið bæði tvö. Ég veit ekki hvað það er sem að þið sjáið svona gott við ESB. Það virðist vera að einhverstaðar er búið að prenta það að við verðum ekki menn með mönnum nema að ganga í ESB. Critic ég veit ekki hvað er svona gott í þessum ESB löndum í dag að það sé eitthvað sem okkur langar inn eða þá eftirsóknarvert, að heyra í Össuri í dag, þá fékk maður á tilfinningua að þessi maður myndi ganga að hvaða aðlögun sem honum yrði sagt að þyrfti alveg sama hvað. Og þó að við fylgjum vissum ees reglum í dag þá táknar það ekki að við getum það ekki áfram þó að við förum ekki í ESB, og varðandi vægi okkar í áhrifum þá yrði það ansi lítið vægi sem við munum hafa þarna innandyra vegna þess hversu fámenn við erum á miklu landsvæði. Fyrir utan það þá er skuldarstaða okkar Íslendinga ekki það góð að við höfum nokkuð þarna inn að gera nema þá til að láta taka fjáráðin af okkur í ljósi skuldarstöðu okkar, og þá mundi ég halda að það bæri betra fyrir okkur að vinna okkur útúr henni sjálf, við erum jú ennþá Sjálfstæð þjóð. Það er gott Hólmfríður að þú þínir getið fagnað yfir þessum áfanga. Að ganga í ESB á ekki að gerast á þessari forsendu. Kveðja.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 24.2.2010 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband