Sér ekki tilgang...

Mikið hlítur þetta að vera erfitt hjá þeim að sjá ekki tilgang, en þá geta þau sett sig í spor meirhluta þjóðarinnar sem er ekki að sjá neinn tilgang í lífinu ef að þessar byrðar verða settar á herðar okkar hvort sem við getur tekið þeim eða ekki.

Það er sorglegt að lesa þessi orð þeirra og að segja að þau sjái ekki tilgang segir allt sem segja þarf. Þau vilja þjóð sinni ekki einu sinni svo vel að fá betra og leyfi ég mér að segja þetta því ef svo væri þá myndu þau hvetja alla til að segja nei. Steingrímur gefur meira að segja í skyn að núna fyrst sé verið að vinna í þessu Icesave af vilja og heilindum í að fá þetta mál á hreint. Fjármálaráðherra á að segja af sér tafarlaust sem og fleiri innan Ríkistjórnar, það sem hann gæti alveg sagt er að honum komi ekki velferð okkar Íslendinga við, Íslendinga sem að kusu hann vegna orða hans um að halda skjöld og vörð um þjóð sína sem og land.

Að þessum manni sem að falið hefur verið það hlutverk að vera Fjármálaráðherra Íslendinga skuli ekki vera með meiri metnað eða þroska til að vilja þjóð sinni betur en þessa ánauð á að víkja tafarlaust. Bara það að verða uppvís að setja nafn sitt undir fyrir hönd þjóðarinnar án þess að vita hvað hann er eða var að skrifa undir er nóg til að lýsa hann vanhæfan í starfi. Svo erum við með Forsætisráðherra sem að hefur látið það frá sér að henni komi ekki fjármál Íslendinga við, svo ég fer að spyrja mig hvað erum við að gera með Ríkistjórn sem hefur engan áhuga á okkar velferð sem og hagsmunum...

Nei verður það hjá mér og er mikilvægt að allir mæti og kjósi. Þetta Icesave er ekki tilkomið vegna okkar svo þess frekar ekki okkar að borga, nægar eru skuldir þjóðarbúsins fyrir. Nú ef að Bretar og Hollendingar geta sannfært okkur um að þetta hafi verið aleigan þeirra og þeir eigi ekki til fyrir mat í dag vegna þessa kæruleysi sem varð hjá þeim í þessari fjárfestingu og ef að þeir eru og alveg við að missa eignir sínar vegna þessa þá er aldrei að vita hvað við Íslendingar erum ekki tilbúnir að leggja á okkur til að hjálpa. En það er ekki svo held ég, hef ég hvergi lesið það eða heyrt að Bretar eða Hollendingar séu komnir í ánauð vegna þessa. Höldum vörð um okkur og verum vakandi.  Kveðja.


mbl.is Jóhanna ætlar ekki á kjörstað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband