Sláum met í mætingu...

Forsetinn sínir okkur Íslendingum virðingu og fær hann heiður í hatt sinn frá mér fyrir það. Hversu gott væri það fyrir okkur ef við Íslendingar gætum sett met í mætingu á þessa mikilvægu Þjóðaratkvæðagreiðslu sem fer fram á morgun, þar sem að við fáum að segja vilja okkar með hvort við viljum eða viljum ekki gefa Fjármálaráðherra okkar Ríkisábyrgð fyrir greiðslu á þessum Icesave reikningi sem er eign annara en okkar Íslenskra skattgreiðenda.

Notum þennan mikilvæga rétt okkar. Hann mun hafa mikið að segja um framtíð okkar og Lýðræði .

Látum ekki beita okkur svona kúgunum eins og er verið að gera í þessu máli hérna og segjum nei. Þessi van-virðing sem að Ríkistjórnin sínir okkur þjóð sinni með að ætla ekki að mæta á kjörstað segir það sem segja þarf um hug hennar til þjóðar sinnar.  Kveðja. 


mbl.is Ólafur Ragnar ætlar að kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kosningin snýst ekkert um það sem þú heldur að hún snúist. IceSave fer ekkert í burtu þótt úreltum lögum verði hafnað.

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 22:31

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Lymskan í þessu stjórnarliði,ég væri ekki hissa að þau læddu að bretum og hollendingum;gefið smá eftir svo við getum slegið þjóðaratkv.greiðsluna af,eðs gert hana marklitla".Við bætum ykkur það,því þá höldum við völdum. 

Helga Kristjánsdóttir, 5.3.2010 kl. 22:34

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

"Notum þennann mikilvæga rétt okkar. Hann mun hafa mikil áhrif á framtíð okkar og lýðræði".

Ybbar gogg talar undir dulnefni - - eins og ólyginn sagði mér -

Kosningarnar snúast NÁKVÆMLEGA UM ÞAÐ SEM BLOGGARINN SEGIR  -

LÝÐRÆÐI - FRELSI - KOSNINGARÉTT - RÉTTINN TIL ÞESS AÐ VERJAST OFBELDI NÝLENDUKÚGARANNA -BÆÐI ÞEIRRA BRESKU - HOLLENSKU OG ÍSLENSKU ÞJÓNANNA ÞEIRRA.

Mætum og kjósum NEI  

Ólafur Ingi Hrólfsson, 6.3.2010 kl. 06:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband