Skýr skilaboð...

Staðreyndir tala það er alveg ljóst. Það er líka allveg ljóst að okkur ber engin skylda til að borga þennan Icesave reikning.

Hvernig Bretar og Hollendingar afgreiða þetta Icesave í heimalöndum sínum á okkar kostnað er ljótt að sjá. Það er mikið í húfi fyrir mannorð þessara manna að verja Fjármálaráðherra og Forsætisráðherra þessara landa, sem og stjórnvöld. Að þessi lönd verði uppvís að því að hafa sofið á verðinum við að gæta hagsmuni og aðhalds í fjármálaheiminum í löndum sínum og jafnvel tekið þátt í þessu sukki, og landsmenn þessara landsmanna tapað innustæðum sínum þess vegna yrði skandall fyrir stjórnvöld þar og þeim sagt upp tafarlaust. 

Nei þá var greinilega betra fyrir Breta og Hollendinga með Íslenska Ríkistjórn innanborðs sér við hlið að ljúga til um sannleikann og segja við fólkið sitt að við Íslendingar allir sem einn höfðum mætt á staðin og rænt þá innistæðum sínum sem þeir áttu í þessum Einkabönkum, sem voru Einkabankar með enga Ríkisábygð með sér og það vissu allir að þetta voru áhættu reikningar með góða ávöxtun... reyndar svo góða að hún átti ein og sér að senda ákveðin skilaboð um að ekki væri allt í lagi. Það vissu líka allir að þetta voru Einkabankar, en ekki Ríkisbankar.

Hvað veldur því að Ríkistjórn Íslendinga vil þjóð sinni svona mikið óréttlæti eins og þetta Icesave er er alveg óskiljanlegt fyrir mig og sjálfsagt fleiri, svo með þessa stefnu ennþá, stefnu sem Ríkistjórnin er að fara þá er hún ekki að vinna með hag og velferð okkar Íslensku þjóðarinnar að leiðarljósi leyfi ég mér að segja. Að segja svo að stjórnarandstaðan sé ekki að vinna með, þá er það ekki rétt... vinna fyrir hverja aðra en þjóðina sína á Ríkistjórnin að vinna... HAAA

Stjórnarandstaðan er að vinna með hag okkar í fyrirrúmi það skulum við átta okkur á strax. Ef ekki væri fyrir hana þá værum við kannski komin í hendur Breta og Hollendinga vegna þess að við munum ekki geta ráðið við þetta það er ljóst.... Algjörlega fyrir utan það að okkur ber ekki lagaleg skylda til greiðslu á þessum reikning.... Höldum vöku okkar það er mikilvægt ef við ætlum ekki að vakna upp einn góðan veður dag við það að það sé búið að setja okkur öll sem og landið í skuldarfangelsi vegna þessa reiknings...   Kveðja.


mbl.is Skýr skilaboð í Icesave-könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skeggi Skaftason

Hvernig stendur á því að ítarleg lögfræðiálit sem fengin voru mæltu eindregið gegn því að farið yrði með þennan ágreining fyrir dóm?

Hvernig stendur á því að enginn þjóðarleiðtogi eða ríkisstjórn hefur tekið undir þetta sjónarmið?

Getur verið að þessi 60% hafi rangt fyrir sér?

Skeggi Skaftason, 10.3.2010 kl. 09:53

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Getur þú ekki svarað því...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 10.3.2010 kl. 10:12

3 Smámynd: Sævar Guðbjörnsson

Skeggi, af því að Alþíngi er skrípaleikur. þeir sem vinna fyrir ríkisstjórnina eru handvaldnir af þeim sem hentar best. Aðrir lögfræðiálitsmenn hafa sagt andstæða og ríkisstjórnin vil ekki "rifakjaft" við evrópubandalagsþjóðir þar sem ríkisstjórnin vilja vera meðlimir af þessari glæpabandalag. Mér skilst að Framsókn og hreifingin hafi viljað fara dómstólaleiðina svo vertu ekki að reyna rugla fólk í ríminu með því að LJÚGA!! Svona gera bara kommar!

Sævar Guðbjörnsson, 10.3.2010 kl. 11:48

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Skeggi vitum við nema að þetta lögfræðiálit sem þú ert að tala um hafi verið keypt... Ég vil fá að vita hvaða ítarlegu lögfræðiálit þú ert að tala um...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 10.3.2010 kl. 12:14

5 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sævar ég er allveg föst á því að við eigum að leita réttar okkar í hver ábyrgð okkar skattgreiðenda er varðandi greiðslu á þessum Icesave reikningi og leita eftir því í gegnum Dómstóla, það táknar ekki að viljum ekki borga það sem að okkur ber ef að okkur ber. Eins með Skaðabætur varðandi þessi hryðjuverkalög sem var skellt á okkur, og hefur haft alveg skelfilegar afleiðingar fyrir okkur Íslendinga. Mér skilst að það sé leið sem Sjálfstæðismenn vilja líka fara.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 10.3.2010 kl. 12:22

6 Smámynd: Sævar Guðbjörnsson

Við MUNUM borga fyrir icesave, það er engin spurning það hafa allir á alþingi verið sammálu um en það verður bara ekki borgað með RÍKISSJÓÐ(frá skattborgara vösum) Auðvitað á að fara dómstólaleiðina, það er bara common sense þegar ágreningur er milli landa. Það að bretar ekki vilja fara sá leið sýnir bara að staða okkar er MJÖG STERK lagalega séð. Það sem bretar og hollendingar eru að seiga núna er að við eigum að standa við lovorð okkar að borga þessar 20 000 evrur . En við lovuðum að borga 20 000 evrur já en með eignir landsbankans og tryggingasjóðs innistæða. Það sem er umfram það meigum við ekki borga því að það MÁ ekki fara í Ríkissjóð (okkar) til að borga fyrir skuldir einka banka. AUÐVITAÐ eigum við að kæra Breta fyrir hryðjuverkalögin og ummælin um að við værum gjaldþrota, ég meina afhverju er það bara einhliða að við eigum að borga fyrir icesave en þeir ekki fyrir stórskaða okkar banka og trúverðuleika. Það bara stenst ekki og mér finnst að Jóhanna alltaf tala um okkar skuldbindingar en svo vill hún bara fá afsökunarbeiðni frá Gordon Brown, sem hún reyndar ekki fengið !

Sævar Guðbjörnsson, 10.3.2010 kl. 12:39

7 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sævar ef að lágmarks innistæður eru borgaðar þannig að eignir og innistæðutryggingasjóður dekki þær þá er það að gerast rétta leið. Ef eftirstöðvar verða eftir á kröfu til að ná þessari upphæð þá verða þeir sem töpuð að sækja það á réttan aðila sem er ekki við Íslenskir skattgreiðendur eins og þú bendir á að ólöglegt sé að krefja okkur til greiðslu um.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 10.3.2010 kl. 16:57

8 Smámynd: Sævar Guðbjörnsson

sammála!

Sævar Guðbjörnsson, 10.3.2010 kl. 17:28

9 Smámynd: Sævar Guðbjörnsson

"Þeir sem töpuðu" er breska ríkið. Því að þeir hafa þegar borgað alla innistæður til viðskiptavini Icesave. Þannig að breskir innistæðueigendur geta ekki lögsótt okkur af því að þeir hafa þegar fengið útborgað frá breska ríkinu. Reyndar gerði gordon brown mistök með því að borga þessar innistæður án samþykki Íslenska ríkið þannig að málið ætti að vera dautt. En auðvitað á eignir landsbankans og tryggingasjóðurinn að fara upp í þetta. Svo meiga bretarnir elta restin af Útrásaglæpamennina og rukkað þá um restina enda búa þeir í London.

Sævar Guðbjörnsson, 10.3.2010 kl. 17:36

10 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Akkúrat Sævar og greyið þeir þegar þeir fatta hvernig staðan er í raun. Það væri bara óskandi þeirra vegna að þeir næðu í rassskatið á þessum útrásarvíkingum því þeir hljóta að eiga rétt að háum skaðabótum. Gætu verið komnir með ævilanga götusópara ef að því væri að skipta. Það er spurning hvort undirskriftin sem Steingrímur gaf fyrir greiðslu sé ekki líka fallin úr gildi þar sem að Bretar og Hollendingar felldu sjálfir samning 1. og þess vegna var samningur 2 gerður, og við feldum hann... svo vonandi fyrir hann að svo sé. Vonum það besta. En við eigum að fara með það að hryðjuverkalögunum var beitt á okkur fyrir dóm...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 10.3.2010 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband