Drögum umsóknina til baka tafarlaust...

Eina vitið fyrir okkur er að draga þessa aðildarumsókn til baka tafarlaust.

Við Íslendingar höfum engan vilja til að fara þarna inn í fyrsta lagi, og sína allar niðurstöður í könnunum það með meiri hluta nei. Í öðru lagi þá er hvorki til fjármagn til að hjálpa heimilunum eða fyrirtækjunum í landinu. Í þriðja lagi þá er ekki til fjármagn til að halda uppi heilbrigðisþjónustu sem skildi. Ekki til fjármagn til að takast á við atvinnuleysið í landinu sem hefur aldrei verið eins hátt og svo mætti áfram telja. EN það eru til 2 til 3. milljarðar til að henda í þetta ESB verkefni...

Þetta verkefni að koma Þjóðinni inn í ESB er greinilega skemmtilegra að takast á við fyrir Ríkistjórn Íslendinga en að takast á við skuldavanda og erfiða stöðu þjóðarinnar. Af skuldavanda heimilana og fyrirtækja vill Ríkistjórnin helst ekkert vita af, þvílík hafa vinnubrögðin á þeim bæ verið þar. Steingrímur orðin svo þreyttur eftir þessa miklu rúmlega árs vinnu sem fór í að endurreisa bankana sem og Sjóvá að við erum bara vanþakklát fyrir honum. Heimilin sem og fyrirtækin eru búin að bíða í gott ár og að bíða lengur á einhverjum loforðum er heimska að gera. Þessi tími sem er farin kemur ekki aftur og hver dagur sem að bætist við í þessari vitleysu telur hjá heimilunum og fyrirtækjunum þess vegna verður að gera rótækar breytingar tafarlaust. Ef við ætlum ekki að ganga að þessum skilyrðum Breta og Hollendinga í Icesave og setja okkur í ánauð án þess að leita réttar okkar með hver ábyrgð okkar til greiðslu á þessari skuld er og ef við ætlum okkur að geta leitað réttar okkar gagnvart þessum hryðjuverkalögum sem Bretar settu á okkur þá verður Ríkistjórnin að víkja tafarlaust. Ef við göngum í ESB þá getum við gleymt þessu öllu saman að vera sjálfstæð og Fullvalda þjóð, gleymt því að láta okkur dreyma um að við munum ráða yfir landi okkar vegna þess að hvað við gerum og hvernig við gerum þarf fyrst að samþykkjast út í Brussel....

Ekkert ESB segi ég og ekkert Icesave. Höldum vörð um Íslandið fagra það er landið okkar en í dag.  Kveðja.


mbl.is Ræddi við þingnefnd um ESB-umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband