Þetta er að verða óskiljanlegt...

Hvað breyttist á milli Borgarstjórna spyr ég...

Eftir orðum fyrrverandi Borgarstjórnar þá eru aðrar leiðir til og kalla ég eftir þeim... Það sem við erum búin að verða vitni að er að það eru búnar að vera inn og út ráðningar á þessum bæ og hvað eru þær að kosta...

Það vita flest allir að þessi nýja bygging utan um OR kostaði sitt og eins að það er mikið bruðl innan dyra á þessum bæ og þar þarf að taka til og það er ekki gert með því að ráða nýja menn á svimandi háum launum eins og við höfum orðið vitni að hafi verið gert hér...

Er bara ekki málið að það er verið að búa til grundvöll til að geta selt þessa Auðlind úr landi sem og hinar sem búið er að selja.....


mbl.is Tveggja stafa hækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Orkuveitan skuldar 240 milljarða króna. Langstærstur hluti þeirra skulda er til kominn vegna fjárfestinga fyrirtækisins í virkjunum og veitum, sem ákvarðanir voru teknar um á síðasta kjörtímabili R-listans 2002-2006.

 

Þegar Sjálfstæðisflokkurinn komst í meirihluta árið 2006 hafði fráfarandi meirihluti R-listans mótað stefnu um gífurlegar virkjanaframkvæmdir á Hellisheiði, gert bindandi orkusölusamninga og hafið byggingu Hellisheiðarvirkjunar. Ekki var annað að gera en klára virkjunina og standa við skuldbindingarnar. Stærstur hluti lánanna var því tekinn á síðasta kjörtímabili en ákvarðanir voru að mestu leyti teknar á valdatíma R-listans og undir borgarstjórum Samfylkingarinnar.

 

Á árunum 2001-06 áttu sér stað mikil uppkaup OR á veitum og dreifikerfi á Suðurlandi og Vesturlandi. Lítil arðsemi hefur verið af þessum veitum og sumar beinlínis reknar með tapi.

 

Bág staða OR skrifast því á R-listann - (Samfylkinguna ) sem hvergi segist hafa komið að málum.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 23.8.2010 kl. 20:49

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sæll Ólafur og takk fyrir þessar upplýsingar. Það er ekki að ræða það að selja OR segi ég, svo hækkun skal það vera og örugglega allir Reykvíkingar sammála því frekar en að hún fari hendur fyrirtækja eins og Magma Energy... En mig langar að svo vita hverjar hugmyndir fyrrverandi Borgarstjórnar voru til að mæta þessum greiðslum sem eru að falla á þessu ári... Þetta er allt saman meira ruglið að verða þarna innandyra finnst mér og er ég óörugg fyrir hönd Reykvíkinga á meðan ekkert heyrist hvernig þeir ætla að mæta þessari greiðslu... Og hvaða EIGENDUR eru það sem eru að kalla saman stjórn OR... er verið að segja okkur fínt og pent að það séu kannski Einkaeigendur komnir þarna... Ég man ekki eftir því að hafa lesið að OR væri seld einhverjum...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 23.8.2010 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband