Ríkisstjórnin sækir um styrk til að breyta stjórnsýslunni að hætti ESB...

Þetta er að verða eitt alsherjar rugl og vittleysa allt saman segi ég. Ríkisstjórnin vill ekki kannast við að umsóknin inn í ESB sé komin frá sér, heldur leggur Steingrímur Jóhann Sigfússon sérstaka áheyrslu á að það sé ekki Ríkisstjórnin sem sé að sækja um inngöngu í ESB heldur Alþingi...!!!

Segir hann að einungis sé um ákvörðun ALÞINGI Íslendinga að ræða og að Ríkisstjórnin væri eingöngu að framfylgja skipun þaðan...

Ríkisstjórn Íslands er komin í stríð við Íslendinga sem vilja ekki inn í ESB (afgerandi 70%) vegna þessa aðildarumsóknar sinnar í ESB sem hún vill samt ekkert kannast við að eiga... og þarf hún Ríkisstjórnin að leita sér stuðnings fyrir utan Land sitt í von um að henni takist að snúa yfir 70% þjóðarinnar við þó að hún Ríkisstjórnin vilji ekki þarna inn ef maður er að skilja Steingrím J. rétt...

Vanhæf Ríkisstjórn sem veit ekkert í sinn haus segi ég og á hún að koma sér frá hið snarasta, það er ekki hægt treysta einu eða neinu sem frá henni hefur komið. Við Íslendingar höfum ekki lengur efni á að hafa þessa Ríkisstjórn sem er að fórna Landi sínu og okkur Þjóð sinni fyrir þessa umsókn sem hún vill svo ekkert kannast við að sé sín..

Ekkert ESB segi ég, höldum Sjálfstæði okkar og Fullveldi það er okkur afar mikilvægt sem og lýðræðið sem við höfum...


mbl.is Sótt um styrki til að breyta stjórnsýslunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Olíufélögin voru líka sektuð fyrir ólögmætt samráð á sínum tíma.

Stjórnendur þeirra sluppu auðvitað enda vissu þeir að sjálfsögðu ekkert um þessi skelfilegur samráð!

Árni Gunnarsson, 25.8.2010 kl. 12:59

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Er ekki best að róa sig aðeins og anda með nefinu. Við Íslendingar getum sagt NEI þegar samningurinn lyggur fyrir.

Einnig missum við ekki sjálfstæði, fullveldi eða lýðræðið ef við göngum inn í ESB. Það lyggur alveg ljóst fyrir.

Sleggjan og Hvellurinn, 25.8.2010 kl. 13:32

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Hver segir að þessi ofbeldisstjórn ætli að bera þetta undir þjóðaratkvæði?

Viljayfirlýsingin er lítið skárri og hún var ekki einu sinni rædd þrátt fyrir að þúsundir fjölskyldna lendi á götunni til þess að þóknast AGS og ESB.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 25.8.2010 kl. 15:38

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þú vilt kannski útskýra fyrir okkur hvernig ESB og AGS hefur neytt þúsundir fjölskyldna á götuna?

Sleggjan og Hvellurinn, 25.8.2010 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband