Sammála.

Ég er svo sammála honum í því að við höfum engu að tapa en allt að vinna.

Það er sorglegt að sjá fjármálaráðherra Íslendinga Steingrím J. Sigfússon réttlæta það að samningur sé betri. En hann á ekki annan kost þar sem hann er margoft búinn að láta í ljós gleði sína yfir því að geta landað þessum BESTA samning sem hefði sett Þjóðina í ánauð um ókomna tíð. Jafnframt hefur hann gefið það út í heimsfréttum að Íslendingar eigi bara að borga alveg sama hvað, vegna þess að lífið er ekki alltaf réttlátt eins og hann svaraði fyrirspurn frá Norskum spyrjanda á sínum tíma.

Það að Þjóðin er búin að segja sitt orð um vilja sinn til að greiða þennan óreiðureikning Icesave ber að virða alveg sama hvað honum Steingrími J. Sigfússyni Fjármálaráðherra langar til, þá ber að virða vilja Þjóðarinnar.

Að þjóðin sé sett í ánauð án þess að láta á Dómstólaleiðina reyna er ekki hægt að líða, frekar en að það sé verið að setja skellinn af þessu öllu saman á okkar Þjóðarinnar herðar.

Þetta er Landið okkar fagra Ísland og við erum Þjóðin í dag sem og afkomendur okkar framtíðin. Hvernig erum við að sjá Afkomendur okkar eiga sína framtíð. Við eigum ekki að óska henni neins annars en alls þess besta og ánauð getur aldrei verið það besta.

Dómstólaleiðina segi ég ef að Bretar og Hollendingar eru ekki tilbúnir að semja upp á ný þar sem skaðabætur til Íslensku Þjóðarinnar yrðu samningsmálið. Segi ég þetta vegna þessa framferði með þetta Icesave mál þar sem það er svo augljóst að Skattgreiðanda á Íslandi er ekki að borga innistæðutryggingasjóði Fjármálaheimsins, en Bretar og Hollendingar með Ríkisstjórn Íslands innanborðs eru búin að vinna hörðum höndum að því gera allt sem að í þeirra valdi stendur til að klína þessu á okkar herðar til greiðslu þó svo að lögin segi annað...


mbl.is Engin ástæða til þess að óttast dómstólaleiðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband