Þroski og virðing.

Að þessi Guðs blessaði formaður Jenis av Rana skuli sýna vanþroska sinn með þessum látum sínum að afþakka kvöldverðarboðið á þeirri forsendu að hann væri að samþykkja hjónaband samkynhneigðra með því að mæta í þetta boð fær mig til að hugsa um hvað snérist þessi heimsókn hjá Forsætisráðherra Íslands Frú Jóhönnu Sigurðardóttir og frú eiginlega...

Snerist þessi heimsókn hennar um að fá samþykki fyrir samkynhneigð.!

Hitt er annað mál að um orðið HJÓNABAND þá er sérstaklega tekið fram að það sé orð fyrir samruna karlmanns og konu, hef ég áður bent á það og teldi ég að það þyrfti að finna annað orð sem hefði þá sömu lagalegu þýðingu og orðið Hjónaband hefði fyrir karlmann og konu, en væri fyrir samkynhneigða. 

Varðandi Þroska og virðingu sem ég vil meina að Jenis av Rana skorti, þá á ég við að það eiga allir sinn tilveru rétt í lífinu og allir sína virðingu skilið algjörlega burt séð frá því hvort þú ert lítil eða stór, feit eða mjó, með eitt auga brúnt og annað grænt, eða með fæðingargalla af einhverju tagi, hafir aðra trúarskoðun en meðbróðir þá ber að virða það að það er engin okkar eins, og að ætlast til þess að sá sem er ekki alveg eins og maður sjálfur sé ekki húsum hæfur sér og sínum, er mikill vanþroski að sýna og mikil vanvirðing við allt og alla í umhverfi sínu... 

Það er til Boðorð sem hljóðar á þá leið, að koma skaltu fram við náungann eins og þú vilt að komið sé fram við þig...


mbl.is Danir blása Jenis-málið út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Furðulegt hvað fáir geta valdið yfirgnæfandi fjölda kristinna manna sem er iðulega þögull hópur miklum óþægindum með allskonar rugli eins og þessi blessaði Færeyingur. Kristur sagði: Elska skaltu náunga þinn eins og SJÁLFAN þig. Þá var spurt hver er náungi minn? Framhaldið þekkja allir sem lesið hafa.

Sveinn (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 00:23

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sveinn mikið er ég sammála þér og þá er gott að hafa fólk sem bendir á ósamræmið... Þessi hegðun hans er ekki í samræmi við trúarboðskap Krists segi ég.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 8.9.2010 kl. 00:38

3 identicon

hvaða máli skiptir þessi færeyingur, við eigum bara að taka þessu rólega og vera ekkert að styggja vini okkar þarna. Ef þið eruð ykkur sjálfum samkvæm þá vil ég benda ykkur á nokkur mál sem eru verri en þetta litla mál.
Morð á samkynhneygðum í Mið-Austurlöndum, 2-4 milljónir barna frá aldrinum 4-15 ára sem búa á götunni í Rússlandi sem er nb. auðugasta land í heimi.

Mannréttindabrot um allan heim, líka á Íslandi en, nei, nei aðalmálið er að einn maður vill ekki sitja við hliðina á lesbíu! Big issue sko.

ingolfur (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 03:11

4 identicon

Ingólfur

Það sýnir bara hvað við höfum það gott hér á Íslandi :)

CrazyGuy (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 08:07

5 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sælir strákar og takk fyrir innlit ykkar. Ingólfur þetta er það sem er að gerast í dag og það er málið núna... Allir eiga að koma fram við aðra eins og þeir vilja að það sé komið fram við sig...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 8.9.2010 kl. 08:53

6 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sammála þér CrazyGuy með það að samkynheigðir hafa það gott á Íslandi.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 8.9.2010 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband