Ég vil Ríkisstjórnina burt...

Það sem er ljótast í þessu öllu saman er að það skuli vera sjálfsagt að Íslendingar missi eigur sínar.

Eigur og eignir sem margir hverjir eru búnir að leggja allt sitt...

Að það skuli þykja sjálfsagt að setja Íslenska skattgreiðendur á hausin og þeir látnir missa allt sitt til þess eins að bjarga Bönkunum á ekki að vera hægt.

Að það hefði verið gripið til þess ráðs að bjarga einum Banka svo kerfið gæti rúllað áfram og þeim kostnaði kastað á bak okkar væri eitthvað sem allir gætu skilið og sætt sig við....

Að Íbúðalánasjóður skuli ekki hafa verið í þeim björgunar forgangspakka sem Ríkisstjórnin taldi eiga heima í forgangi í björgun sinni er alveg óskiljanlegt.

Þessi Ríkisstjórn var kosin til þess að vinna að okkar hag og velferð, Þessi Ríkisstjórn getur ekki einu sinni komið fram fyrir fólki sínu og sagt því leiðina sem hún hyggst fara vegna þess að það er ekki sú leið sem þessi Ríkisstjórn var kosin til að fara...

Komið ykkur frá Ríkisstjórn þið eruð svika Ríkisstjórn...

Bara þessi forgangsröðun ykkar gerir ykkur ekki stætt lengur...

Ef að sú staða er uppi eins og mér sýnist ætla að verða að Íslendingar verði að missa allt sitt, allt sitt vegna þessa forgangs-aðgerða ykkar,  þá verður það ekki gert með ykkur Ríkisstjórnina innanborðs vegna þess að þið stunguð Þjóðina í bakið með þessum svika kosningarloforðum ykkar og ykkur þar afleiðandi ekki treystandi fyrir einu eða neinu sem frá ykkur kemur...

Ég vil Ríkisstjórnina burt tafarlaust....


mbl.is Skuldir fyrnist á tveimur árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Æ hvað þetta er sárt fyrir ykkur í náhirðinni..  ..ég vorkenni ykkur svakalega ,,auðvitað vissum við að um leið og eitthvað yrði raunverulega gert fyrir almenning þá mundi náhirðin gráta og  það hátt,,margir vasaklútar blotna þessa klukkutímana HAHAHAH

Óskar, 19.10.2010 kl. 16:32

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Óskar hvaða náhirð ert þú að tala um...

Hvaða þið ertu að tala um, og að kalla þetta raunverulega gert fyrir almenningin er nú meiri vitfyrran, Heldur þú að Fólkið í landinu sem er að missa sitt og er búið að missa sitt þykji þetta raunverulega gert fyrir það...

Ég held með fullri virðingu fyrir hverjum sem er og í hvaða flokki sem viðkomandi er að engum finnist allt í lagi að fara í skuldaránauð bara vegna.... 

Kallar þú þetta að gera fyrir fólkið það sem búið er að gera....

Óskar þú átt bátt vegna þess að þú kemst ekki uppúr þinni skotgröf....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 19.10.2010 kl. 17:15

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Óskar ef að ég mætti ráða þá færi engin úr eign sinni, allir hefðu mannsæmandi afkomu svo þeir ættu ofan í sig og á hvort sem það er vinnandi manneskjan öryrkin eða ellilífsþegin eða þeir sem atvinnulausir eru, þeir sem vinnu hafa fengju náttúrulega meira en sá sem atvinnulaus er, en markmiðið er að fólk eigi ofan í sig og á hvor megin sem það er........

Allir ættu kost á því að geta samið þannig um skuldir sínar að þeir ráði við þær svo ég nefni nú sitt lítið af því sem mér finnst að ætti að vera í okkar kerfi og flokkast undir mannréttindi...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 19.10.2010 kl. 17:22

4 Smámynd: Óskar

Þú skilur greinilega ekki málið- lifandi í þinni öfgahægri útópíu.  Það er því miður útilokað að koma í veg fyrir að einhverjir verði gjaldþrota í kreppunni en þetta frumvarp hjálpar þó þeim svo sannarlega sem þurfa að ganga þessa leið.  Þegar bankinn hefur hirt íbúðína af fólki vegna 20 milljón króna skuldar, selt sjálfum sér hana á 5 milljónir þá eltir hann vesalings fólkið út æfina fyrir 15 milljónunum.   Með þessum lögum er fólk hinsvegar laust eftir 2 ár og getur byrjað upp á nýtt án þess að hafa handrukkara bankans á eftir sér. ... En kæra Ingibjörg, mér dettur ekki í hug í hálfa sekúndu að þú skiljir þetta.

Óskar, 19.10.2010 kl. 19:40

5 identicon

Mikið er ég hræddur um að þú hafir eitthvað misskilið málið Ingibjörg!

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 20:29

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég vil auðvalds-svika-bankamafíuna burt, því það er sú mafía sem hótar ríkisstjórninni lífláti ef hún vinnur ekki eftir uppskrift heims-mafíunnar!!!

Vaknið þið Íslendingar, því annars svífið þið sofandi að alvöru-feigðarósnum, og að synda aftur upp á fossbrúnina myndi líklega ekki Grettir hafa afrekað, hvað þá við aumingjarnir sem kunnum ekki einu sinni að skilja á milli réttlætis og óréttlætis í þjóðfélagi sem telur sig meðal siðmenntaðra þjóða? Svei okkur öllum!!!

Siðmenntaðar  þjóðir hafa lög og réttarkerfi til að halda uppi réttlæti og framfylgja því bæði fyrir "Jón og séra Jón"!!!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.10.2010 kl. 21:30

7 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Óskar, ég er hálf orðlaus yfir orðum þínum, þér er svo sem frjálst að kalla mig ýmsum nöfnum ( náhirða eitthvað, öfgahægri útópía ) ef að það lætur þér líða betur,en ég skil alveg fullkomlega um hvað þetta mál snýst um og svo þú vitir það Óskar þá munu bankarnir hafa smugu með lagaklægi sinni til að geta elt þig yfir gröfina með skuld, svo hversu mikil hjálp þetta verður þegar uppi er staðið verður að koma í ljós...

Það er líka alveg ljóst að hrun varð á heilu kerfi, ekki bara einum banka og þegar svo gerist þá eru meira að segja til lagar-rammi sem bannar skattgreiðendum að borga tapið þegar heilt bankakerfi hrinur....

Það er líka vitað að það verða alltaf svartir sauðir innan um hina, og að láta hina sem að eru komnir í vanskil vegna þessa hruns, en ekki kæruleysi missa sitt allt bara vegna þess er alveg skelfilegt...

Ríkisstjórnin sjálf ákvað að það yrðu aðrir en við almenningur sem bjarga skyldi eftir að hún komst til valda og vegna þeirra ákvörðunar hennar er staðan eins og hún er í dag..... Svei og skömm bara og komi Ríkisstjórnin sér frá hið snarasta...

Hvar er leiðréttingin okkur almenningi til....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 19.10.2010 kl. 22:18

8 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Svavar hvernig misskilið hvað....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 19.10.2010 kl. 22:20

9 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Anna Sigríður ég tel mig hafa ágætis skilning á réttlæti og ranglæti og viti til þess að greina þar á milli þakka þér fyrir...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 19.10.2010 kl. 22:24

10 Smámynd: Hallur Þorsteinsson

Það þarf nú ekki annað en skoða greinarnar þínar hér að framan til að sjá hvar í flokki þú stendur Ingibjörg, mér sýnist flest upphrópin hans Óskars eiga við.

Væri ekki rétt fyrir þig að fara aðeins að taka fyrir þá frjálshyggjuflokka sem komu okkur í þessa stöðu heldur en að úthúða þeim sem eitthvað eru að reyna að gera af mjög svo veikum mætti!!

Auðvitað eru þessar tillögur til að gera einhverjum kleift að hefja nýtt líf eftir 2-3 ár, fólki sem ekki hefur haft fótum sínum forráð í peningamálum. Öllum getur orðið á í messunni, en það þýðir ekki endilega að það eiga að hundelta það ævina út. Gott frumvarp sem örugglega mun hjálpa einhverjum.

Hallur Þorsteinsson, 19.10.2010 kl. 22:57

11 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Halli ég hef aldrei leynt því að hægra-megin er ég vegna þess að sjálfstæð er ég....

Frjálshyggjuflokka talar þú um að hafi komið okkur í þessa stöðu, það fær mig til að reyna að muna hvort það voru þeir sem að áttu þessa einkabanka og rændu þá öllu því fé sem þar var til og gerði það að við erum í þessari stöðu í dag...

Ég fæ bara nöfn upp í huga mér á þeim sem að áttu þessa einkabanka, en ef þú ert að tala um regluverkið þá er alveg ljóst að það var hægt að fara á bak við það og það íllilega...

Hallur það er betra að lýsa sig vanhæfan til verks en reyna að gera af mjög svo veikum mætti....

Það þarf að lesa þetta frumvarp vel og vandlega af þeim sem munu þurfa að láta á það reyna hjá sér vegna þess að frumvarpið hefur sína vankanta ef ég er að skilja það rétt, svo sem að bankarnir geta viðhaldið gjaldþrotaskuldinni með því að minna á tilvist skuldarinnar reglulega á tæp 2 ára fresti...

Ég vil sjá réttlæti til fólksins, ekki að það sé gert að skuldarþrælum án þess að hafa nokkuð gert af sér...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 19.10.2010 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband