Er Alþingi ekki rúið trausti núna...

Það myndi ég halda eftir þennan fund VG og niðurstöðu hans að Alþingi sé endanlega rúið traustri...

Ég segi bara hvernig er hægt að halda áfram samvinnu eftir þennan fund....

Það er ekki marktakandi á einu orði sem kemur út úr munni þessa manns vegna þess að logið hefur hann að okkur, haldið upplýsingum leyndum eins og hægt er fyrir okkur, að ógleymdum þessum stóru lygum hans þar sem lofað var að slá skjaldborg utan um heimili og fyrirtæki Landsmanna, logið að okkur um að óreiðuskuld eins og Icesave sé ekki okkar að greiða, og laug líka blákallt upp í opin andlit Landsmanna og sagði inn í ESB vill ég ekki fara....

Hafðu vit á því Steingrímur Jóhann að segja af þér þó ekki sé nema vegna þessa sem talið er upp hér að ofan áður en Þjóðin rekur þig með SKÖMM....


mbl.is Fjáraukalög rædd í næstu viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hvað kemur flokkstjórnarfundur Vg Alþingi við? Sorry það voru þarna fulltrúar Vg að ræða málin. Það voru þarna bornar upp tillögur varðandi ESB og sumar samþykktar og aðrar feldar. Það er óvart lýðræðislegt að meirihluti flokkstjórnar ræður og þar voru þingmenn ekki nema innan við 10% af þeim sem greiddu atkvæði. Og þú gætir kannski sagt honum hvernig hann á að slá skaldborg um fyrirtækin. Þau óvart eru ekki með lán hjá ríkinu. Þau eru með sín lán hjá bönkunum og Steingrímur hann óvart ræður þeim ekki. Var Árni Páll ekki að segja að samkomulag væri nú um það að fyrir næsta vor væru um 6000 fyrirtæki búin að fá tilboð frá bönkunum varðandi skuldamál sín. Og svo væri gott að þú upplýstir okkur um hvaðan Steingrímur á að finna peninga til a bjarga öllum heimlum í landinu á einu bretti.  Svona án þess að skera heilbrigðisþjónustu sem allir vilja að verði ekki, skóla sem allir eru að mótmæla núna eða með skattahækkunum sem enginn vill?

Magnús Helgi Björgvinsson, 21.11.2010 kl. 00:45

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Hvað stoðar að lofa ef hann veit að það er ekki hægt.

Helga Kristjánsdóttir, 21.11.2010 kl. 04:42

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Magnús Helgi þú átt bágt, að þú skulir styðja það hörðum höndum að koma þjóðinni á hausinn er ljótt og alveg óskyljanlegt nema sekur sé...

Ég veit ekki betur en að VG sé annar armur Ríkisstjórnarinnar og að henni Jóhönnu sé að takast að rassskella Steingrím til hlíðni.... 

Eftir þennan fund er komið stórt skarð í samstarf VG og menn ekki sammála um leiðir, það er líka öllum ljóst að VG eru ekki að fylgja stefnu sinni sem hingað til hefur verið ekki í ESB.....

Það á ekki að gefa fögur loforð vítsvitandi að  þau verði ekki efnd, bara til að komast til valda, það er auma sálin sem er svo valdasjúk að allt er lagt í sölurnar til að ná völdum....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 21.11.2010 kl. 08:48

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Akkúrat Helga, það er ekki að ástæðulausu að við höfum boðorð sem segir að það sé bannað að ljúga...

Ég held að það ætti að fara að vekja upp refsingar við því að brjóta boðorð...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 21.11.2010 kl. 08:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband