Nýtt upphaf fátæktar og ánauðar...

Nýtt upphaf talar Fjármálaráðherra um að sé vonandi að sjá dagsins ljós með þessum samþykktu fjárlögum 2011...

Nýtt upphaf fátæktar og eymdar hjá Íslenskum skattgreiðendum já vissulega, sem og nýtt upphaf á því að þjóðin verði næstu áratugina í ánauð, ánauð vegna þess að þessi Norrænavelferðar Ríkisstjórn ákvað að fórna Þjóð sinni og auð til þess að fá aðgöngumiða í samfélag sem heitir ESB gegn meirihluta Þjóðarinnar...

Það sem ég myndi vilja er að Þjóðin sjálf fái að segja sitt orð um þessi fjárlög. Það er við Þjóðin sem munum þurfa að punga út fyrir þessum fjárlögum. Þjóðaratkvæðagreiðslu um 3 atriði vil ég....

1. Um þessi fjárlög 2011 vegna þess að það hefur bersýnilega komið í ljós að aðra leið er hægt að fara sem kallar ekki á þessa gífurlegu ánauð...

2. Um það hvort Þjóðin vilji borga þennan óreiðureikning Icesave eða ekki...

3. Já eða nei spurningu um það hvort Þjóðin vilji halda áfram þessum ESB viðræðum eða ekki,  þar sem það hefur margítrekað komið í ljós að meirihluti Þjóðarinnar vill ekki þessar viðræður og hvað þá að ganga í ESB...

Ef að Þjóðin samþykkir þá er Ríkisstjórninni stætt áfram, annars víkji hún.

Af hverju ég legg þetta til er jú vegna þess að þessi leið sem Ríkisstjórnin er að fara er allt önnur leið en sú sem að  þessi Ríkisstjórnin var kosin til og lofaði...


mbl.is Fjárlagafrumvarpið samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband