Verði þeim að góðu...

Það liggur við að ég segi verði þeim að góðu....

Ég veit ekki til þess að við höfum verið að landa makríl á þessum ESB stöðum...

Annað sem  þessi frétt fær mig til að líta til og það eru þessar hótanir sem virðast vera notaðar sem stjórntæki...

En og aftur segi ég við höfum ekkert inn í ESB að gera og það besta sem að við gerðum núna myndi ég ætla eins og staðan er erlendis sem og hér heima fyrir er að draga þessar aðildarviðræðu-umsókn tafarlaust til baka og fara að snúa okkur að þeim vanda sem fyrir liggur hér heima....

 


mbl.is Vill frekari refsiaðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Vilja þessir andskotar ekki líka banna okkur að veiða t.d. fugla sem koma frá Evrópu af því að "Ebbi frændi" er með forræðið yfir þeim? Ég veit ekki til þess að makríllinn hafi sérstakt ríkisfang og ekki spyr hann um leyfi hvort hann megi éta átuna frá "íslensku" fiskunum í fiskveiðilögsögunni. Éti þessir Skotar, Norðmenn og hitt yfirráðahyskið hjá Ebba, bara andskotann og í eftirrétt það sem úti frýs.

corvus corax, 26.1.2011 kl. 11:11

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Ég veit nú ekki alveg hvort ég óska þeim andskotann, þó svo að þeir myndu eflaust banna okkur ýmislegt sem við erum vön að hafa. Fyrir mér er aðalmálið hvað er það sem er okkur til góðs í þessu, og það er náttúrulega þær tekjur sem við fáum.

Það er líka staðreynd að ESB er búið að þurrka meira og minna út sín veiðisvæði og þar af leiðandi augljóslega mikið í húfi...

Sem og mikið í húfi á sama tíma að við Íslendingar endum í ESB vegna þess að þá fær ESB yfirráð yfir því hvað verður veitt og hverjir veiða á okkar miðum...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 26.1.2011 kl. 12:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband