Þjóðararkvæðagreiðslu takk...

Ég verð að segja það að ég varð fyrir vonbrigðum...

Það er ljóst að þetta er skuld sem við almenningur komum okkur ekki í og eigum engan þátt í að varð til og þar af leiðandi ekki okkar að greiða....

Það liggur líka ljóst að við Íslendingar höfum orðið fyrir ráni...

Það er ekki hægt að við Íslenskir skattgreiðendur séum sett í þessa ánauð bara vegna, og að allir þeir sem að áttu að tryggja það að svona gæti ekki gerst sleppi undan allri ábyrgð...

Það koma engin rök fyrir því af hverju það sé betra að við borgum bara...

Þetta ætti og á að vera mikið réttlætismál fyrir okkur...

Ég vil að við Þjóðin köllum eftir Þjóðaratkvæðagreiðslu tafarlaust vegna þess að það virðist sem allar aðgerðir Ríkisstjórnarinnar hangi á því að þessar klifjar verði settar á herðar okkar til greiðslu þrátt fyrir að það sé ólöglegur gjörningur...

Þjóðaratkvæðagreiðslu segi ég um 2 hluti tafarlaust...

Icesave og ESB...

Vilja okkar þjóðarinnar í ESB vegna þess að ef að það er staðreyndin að það sé verið að láta okkur borga Icesave á þeirri forsendu að annars fær Jóhanna Sigurðardóttir ekki í ESB þá er mikilvægt að vilji okkar í ESB komi fram núna....

Einhvern vegin þá fær maður þá tilfinningu að það sé auðveldara að láta eina litla þjóð bera fjármálaskaðan í heild sinni frekar en að fjármálakerfið allt í heild sinni viðurkennist gallað...

Látum ekki kúga okkur til greiðslu á því sem er ekki okkar, stöndum á rétti okkar Íslendingar það er velferð okkar og framtíð afkomenda okkar í húfi...


mbl.is „Sætti mig við þessi málalok“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sammála þér Ingibjörg, það vantar öll rök fyrir því að þjóðin borgi icesave önnur en að það þjóni ESB umsóknaraðild.  Því er þjóðaratkvæðagreiðsla um þessi mál sjálfsögð.

Magnús Sigurðsson, 6.2.2011 kl. 08:45

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Mér finnst það mjög mikilvægt Magnús áður en lengra verður haldið á þessari vegreið Ríkisstjórnar...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 6.2.2011 kl. 11:39

3 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Að sjálfsögðu er þessi gjörspillti óskapnaður sem kallar sig Sjálfstæðisflokkin, fyrir löngu dauður. Jarðaförin hefur hinsvegar ekki farið fram og líkið rotnar bara á meðan.

Guðmundur Pétursson, 6.2.2011 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband