Ég krefst þess að réttlætis verði gætt fyrir okkar hönd...

Það er með ólíkindum að heyra í Ráðherrum okkar og lesa eftirmæli þeirra um þessa óreiðuskuld Icesave ef hliðsjón er höfð á kosningarloforðum þeirra fyrir síðustu kosningar....

Það hljómaði vel og fallega að segja "Við ætlum að gera allt í okkar valdi til að tryggja Það að það verði ekki þjóðarinnar að borga óreiðuskuldir annarra eins og Icesave....

Þessi Norræna velferðar-Ríkisstjórn komst til valda vegna þessa fögru kosningaloforða sinna, þau voru fleiri loforðin sem hljómuðu vel BARA EF...

Svo sem að það átti líka að bjarga heimilum og fyrirtækjum Landsmanna...

Allt upp á borðum...

Núna eru rúmlega 2. ár síðan þessi Ríkisstjórn tók til valda og hvar erum við Íslendingar staddir með þetta Icesave í dag....

Við eru komin í stríð við eigin Ríkisstjórn vegna þess að hún er ekki búin að gera neitt annað í 2 ár en að reyna allt sitt til að koma þessum ólöglegu skuldum á herðar okkar. ALLT SITT...

Það er spurning hvort við Íslendingar stöndum frammi fyrir því að þurfa að auglýsa eftir Lögfræðingum okkur til...

Lögfræðingum sem eru tilbúnir að vinna að þessu mikla óréttlætis máli RÉTTLÆTISINS vegna fyrir okkar hönd...

Það er ekki okkar að borga ÞESSA óreiðu Íslendingar, nægar eru skuldir okkar fyrir...

Að fara Dómstólaleiðina er alltaf áhætta. Enda er aldrei neitt fyrr en í hendi er komið. En eins og staðan er í dag þá segi ég að höfum við engu að tapa og ættum ekki að óttast það...

Þetta er og á að vera mikið Réttlætismál fyrir okkur vegna þess að okkur ber engin skylda til að borga þessa óreiðuskuld Icesave...

Þjóðaratkvæðagreiðsla á ekki að vera spurning vegna þess sem á undan er gengið... 


mbl.is Forystufólk í stjórnarflokkunum vill ekki þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Hvenær förum viðniður á þing? Kíkja á liðið .

Helga Kristjánsdóttir, 8.2.2011 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband