Ekki okkar að borga...

Að staðan skuli aftur vera eins og hún er varðandi þetta Icesave mál er alveg ótrúlegt...

Þjóðin sagði orð sitt um þennan óreiðureikning og er alveg með ólíkindum að Ríkisstjórnin skuli ekki vinna fyrir okkur að þessu máli...

Það er afsal á lögsögu Íslands í þessum samningi og ef sú staða kæmi upp að við eigum ekki fyrir greiðslu þá hvað...

Það er farið fram á að ensk lög gilda ef... 

Hvað þýðir það fyrir okkur....

Ríkisstjórn Íslands ber að gæta hag og velferð okkar Íslendinga númer 1. 2. og 3....

Þetta er siðleysa út í eitt og vegna fyrri aðkomu Ríkisstjórnarinnar þá hefði maður haldið að Ríkisstjórnin væri óstarfhæf í aðkomu á þessu máli og reyndar öllum málum vegna viðbragða sinna í þessu sem eru allt önnur en þau sem Þjóðinni var lofað...

Það að okkur ber ekki skylda til að borga þennan óreiðureikning segir það sem segja þarf finnst mér og hvet ég alla til að skrifa undir á KJÓSUM.IS


mbl.is Atkvæði um Icesave í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband