Hvað segir skynsemin okkur að gera...

Það er með ólíkindum hvað þessi maður kemst upp með að bulla...

Hann er búinn að koma fram hvað eftir annað og segja að það séu bara viðræður í gangi og ekkert annað, engu verði breitt fyrr en Þjóðin verði búin að segja hvað hún vill í þessu ESB máli...

Það er mikil og dúp gjá í þessu máli á milli Þjóðar og Alþingis og engin skynsemi í þessari aðferðarfræði sem er notuð af Ríkisstjórninni sem greinilega gerir allt til að fá sínu fram hvað sem við vinnuveitendurnir segjum...

Þjóðin var plötuð af Össuri Skarphéðinssyni með því að um ESB viðræður væri bara og eingöngu að ræða, og mér persónulega finnst þetta mjög alvaraleg staða og full ástæða til þess að það verði hafin rannsókn á þessum lygum og blekkingum sem búið er að bera á borð fyrir okkur Íslensku þjóðina í þessu ESB máli...

Skynsemin segir mér að réttast væri vegna þessara stöðu sem uppi er núna og vegna þessa vantrausts sem ríkjandi er í garð Ríkisstjórnar að það fari fram Þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort við Íslendingar viljum áframhald á þessar ESB aðildarviðræður eða draga umsóknina til baka...

Með því þá kæmi í ljós hvort Ríkisstjórnin hafi umboð og stuðning frá Þjóðinni fyrir þessum viðræðum sem urðu að aðlögun og málið þar með úr sögunni.

Þetta er að kosta okkur Íslendinga gífurlega mikla peninga og svo sannarlega gætu þeir verið betur komnir í verkefni innanlands í uppbyggingu á hagvexti sem nauðsynlega verður að koma í gang sem allra allra fyrst myndi maður halda...

Verum skynsöm Íslendingar og krefjumst þess að rétt röðun verði á hlutunum...


mbl.is Engin áhrif á ESB umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Sammála þér.

Guðrún Sæmundsdóttir, 22.3.2011 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband