Er búið að snúa honum í átt að ESB....

Ég velti því fyrir mér hvort Ögmundur sé orðin ESB sinni...

Hann hefur verið andstæðingur hingað til síðast þegar ég vissi, og það sem fær mig til þess að velta þessu fyrir mér er þetta nýjasta orðalag Ráðamanna okkar í Ríkisstjórn gagnvart AUÐLINDUM okkar og kom það fram á Alþingi í gær nokkru sinnum hjá Ráðherrum okkar þegar verið var að tala um mikilvægi þess að Auðlindirnar yrðu ALMANNAEIGN....

Það er ekki lengur talað um ÞJÓÐAREIGN....

Ég hef nefnilega heyrt að orðið Þjóðareign verði að fara út og orðið Almannaeign koma í staðin ef farið verður í ESB...

Þetta er mikilvægt fyrir okkar Íslendinga sem viljum ekki í ESB og þykjir vænt um Sjálfstæði okkar og Fullveldi og teljum hag okkar betur borgið þar en innan ESB að Auðlindir okkar í hvaða formi sem þær eru að þær verði Þjóðareign en ekki Almannaeign. Þetta er mikilvægt fyrir Land og Þjóð...


mbl.is Mikil eftirsjá að Ásmundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

Það er ekkert verðmætara í huga og gjörningum VG þingmanna, en ráðherrastólarnir. Þeir eru búnir að sýna það og sanna...

Birgir Viðar Halldórsson, 14.4.2011 kl. 18:20

2 Smámynd: Birnuson

Athyglisvert. Hver er munurinn á þjóðareign og almannaeign?

Birnuson, 15.4.2011 kl. 14:51

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Það þyrfti þá ekki að breyta Almannagjá á Þingvöllum. Nei Ingibjörg,þegar veðrið lagast og vora fer,tökum við okkur til og mótmælum,við erum þó að reyna.

Helga Kristjánsdóttir, 16.4.2011 kl. 02:55

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Birnuson fyrirgefðu hvað ég kem seint inn en munurinn er að Þjóðareign er okkar Þjóðarinnar Íslendinga og það gengur ekki ef i ESB verður farið. Almannaeign er heildarinnar eins og með fiskinn okkar í sjónum innan 200 mílna sem við höfum ráðið yfir og verið Þjóðareign má ekki vera Þjóðareign heldur þarf að vera almannaeign ef við förum í ESB vegna þess að þar inni yrðum við eitt af ríkjum ESB og þurfum þar af leiðandi að fara eftir því sem þeir segja og ákveða eins og með úthlutanir á kvóta til dæmis þá mun það verða ESB sem segir okkur Íslendingum hversu mikið við sjálf meigum veiða innan okkar lögsögu......

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 20.4.2011 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband