Rýnivinnu lokið...

Úr því að rýnivinnu er lokið þá ætti að liggja ljóst í hvaða atriðum hverju þarf að breyta og þar af leiðandi hægt að kynna það fyrir okkur þjóðinni svo við getum sagt vilja okkar í Þjóðaratkvæðagreiðslu áður en lengra er haldið...

Það er mjög mikilvægt vegna þess að það er mikil andstaða við þessa umsókn og ekki að ræða það að öllu verði breytt bara til að sína ESB að Þjóðin geti...

Þjóðin þarf að vilja í heild sinni og svo er ekki í þessu máli og úr því að rýnivinnunni er lokið þá ætti eins og ég segi að kynna fyrir okkur hverju hún skilaði og við Þjóðin svo að taka ákvörðun áður en lengra er haldið...

Það er ekki lengur hægt fyrir ESB sinna að segja að við andstæðingar séum hrædd við niðurstöðu vegna þess að svo er ekki, við erum bara skynsöm...

Skynsemin segir að það er betra að hafa leyfi meirihluta og ef svo reynist að meirihluti Þjóðarinnar vilji í ESB samfélag þá er hægt að halda ótrauð áfram þeirri vegreið sem er í gangi...

Ef meirihluti vill ekki þá ber að hlusta á það...

Að afsala öllu og breyta áður en Þjóðin fær að taka ákvörðun er ábyrgðarlaust fram úr hófi og ber vott um mikinn dómgreindarbrest ef ekki heimsku. Hvað stjórnar því að þjóðin skuli ekki fá að segja hug sinn er erfitt að skilja nema ef ótti við að þjóðin sé ekki sammála sé að ráða för, og ef svo er þá er það enn þá frekar nauðsynlegt að þjóðin fái að segja hug sinn.

Þannig er til dæmis hægt að byrja að byggja trúverðugleika á milli þjóðar og Ráðamanna hennar á ný...

 


mbl.is Viðræður um aðild að ESB að hefjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við þurfum að safna undirskriftum og senda þær síðan til ESB. Össur vill ekki kosningu!

anna (IP-tala skráð) 27.6.2011 kl. 00:22

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Anna sammála með að það verður að gera eitthvað...

Það verður að fara að tala hátt um þetta vegna þess að þetta er mjög alvaralegt fyrir þjóðina...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 27.6.2011 kl. 00:28

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Sæl ingibjörg,held ég fari með rétt mál,að Jóhönnu stjórn,er ekki skyldug að fara eftir úrslitum atkvæðagreiðslunnar. Svo er það öryggis ventill okkar, forsetinn,hvort hann verður enn þá við völd,þegar til þess kemur,sem sé spurning hvort hann gefur kost á sér aftur í forsetaembættið. Það er all svakalegt að geta ekki treyst á alla stjórnarandstöðuna,Framsókn er flokkur sem stendur fast á andstöðunni. Við erum nú þegar að borga vegna slæmrar stöðu Grikklands,Össur lætur Ísland greiða í sjóð (man ekki nafnið á sjóðnum),sem styrkir þá. Skrifa þetta eftir minni því ég veit, að inn til þín líta þeir sem geta gert því betur skil. 

Helga Kristjánsdóttir, 27.6.2011 kl. 12:18

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já þú segir það Helga ég myndi vilja heyra meira með þennan sjóð sem Össur er að láta okkur borga í og á hvaða forsendu hann gerir það...

Við erum ekki farin í ESB og hann var að stæra sig á því að hann hefði nú fengið stjórn ESB til þess að fallast á að það verði engu breytt hér á Landi fyrr en Þjóðin hefði fengið að segja vilja sinn á því hvort hún vilji í ESB eða ekki...

Það er eitthvað að segja mér að við Íslendingar eigum að fá það skriflegt frá ESB vegna þess að það hefur ekkert annað en froðusnakk og steypa komið frá Utanríkráðherra því miður......

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 30.6.2011 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband