Skrýtin staða...

Já það er óhætt að segja að það sé skrýtin staða uppi vegna þessa mála og fær hún mig til þess að velta því fyrir mér hvort Ríkisstjórninni hafi nokkurn tíma verið alvara með að hjálpa okkur Þjóðinni...

Við Þjóðin erum fólkið, við erum líka vinnuveitendur Ríkisstjórnarinnar sem var kosin til þess að bjarga Þjóð og Landi...

Það voru mikil læti síðustu daga á Alþingi vegna frumvarpa um sjávarútvegin okkar sem komu allt of seint inn á þing til meðferðar en áttu að samþykkjast fyrir þinglok hvað sem raulaði og tautaði...

Hvernig væri staðan ef Ríkisstjórnin hefði unnið af jafn miklum ákafa fyrir velferð okkar Íslendinga eins og hún er búin að gera fyrir ESB...

Hvernig fólki reiðir af og velferð þess er það sem málin eiga meðal annars að snúast um hjá Ríkisstjórninni og þessi málefni sem Bjarni Benediktsson nefnir hafa með þann þátt að gera...

Þótt 30, 40 eða 50,000 krónur hafa ekkert að segja fyrir Guðbjart Hannesson í launaumslagið þá hefur sú upphæð mikið að segja fyrir fullt af fólki og ætti Guðbjartur að skammast sín fyrir orð sín vegna þess að hjá meirihluta þjóðarinnar mætti segja manni að það hefði jafnvel mikið að segja...

Drekasvæðið og það málefni finnst mér nauðsynlegt að við Íslendingar séum þátttakendur í og gæti verið mikið í húfi fyrir okkur sem þjóð þar vegna þess að þar eru miklar Auðlindir...

Ekki má gleyma að svo sannarlega er ég hlynnt því að ESB umsóknin verði dregin tafarlaust til baka...


mbl.is Þingið eyði óvissunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband