Einhverstaðar verður að byrja.

Ég er sammála Pétri Blöndal með það að unga fólkið okkar þarf að geta eignast þak yfir höfuð sitt...

Hvort fólk vilji leiga húsnæði eða eignast á að vera val.

Það sem ég vil sjá í þessum málum er raunveruleg lausn...

Raunveruleg lausn fyrir mér á húsnæðislánum er tildæmis lán á föstum vöxtum og ekkert meira....

Fastir vextir og ekkert annað.

Við skulum athuga það að húsnæði eldist eins og annað, hvort sem það er bíll húsgögn eða annað þá eldast hlutir og undir venjulegum kringumstæðum þá fellur verð á því sem eldra er, það er réttur lífshringur.

Ég vil sjá þróunina hér hjá okkur fara á þá leið að þeir sem vilja kaupa sér húsnæði geti það án þess að setja sig í ævarandi skuldarfangelsi og eftir því sem árin líða þá eignast fólk húsnæði sitt...

 


mbl.is Hjálpi ungu fólki að kaupa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Fastir vextir, hvað segir það. Ég er tilbúinn að lána þér á föstum 30% ársvöxtum. Finst þér það of hátt kanski? Ert þú tilbúinn að lána mér á föstum 2% ársvöxtum?

Ef þú gerir kröfu um langtímalán á föstum vöxtum verður lánveitandinn að áætla hver verðbólgan á tímabilinu verður síðan bætir hann við sinni ávöxtun og síðan áhættuþóknun því það er enginn að lána til að tapa á því.

Ef þú vilt fá lán þá þarftu að borga það sem það kostar nema þú getir látið einhvern annan borga eins og var í gamla daga. Annars færðu bara ekkert lán.

Landfari, 27.8.2011 kl. 22:28

2 identicon

Unga fólkið okkar þarf að geta eignast þak yfir höfuð sitt. Unga fólkið okkar þarf að geta borgað fyrir það húsnæði. Allar eftirgjafir og ívilnanir kosta peninga. Vilt þú borga hærri skatta svo Íbúðalánasjóður geti gefið eftir af sínum endurgreiðslu kröfum? Vilt þú setja megnið af þínum uppsafnaða sparnaðar hjá lífeyrissjóðunum í útlán sem brenna upp í verðbólgunni og verða að engu á nokkrum árum? Bankarnir munu náttúrulega hætta öllum langtímalánum, enda ekki góðgerðarstofnanir eða fyrirtæki sem eigendur vilja reka með tapi.

Hver sem lausnin verður þá er það alltaf einhver sem borgar brúsann. Verður það þú eða verður það sá sem kaupir fasteignina.

sigkja (IP-tala skráð) 28.8.2011 kl. 15:28

3 Smámynd: Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir

Landfari, ég hef nú haft það fyrir sið að vera ekki að skrifast á við nafnlausa bloggara sem þora ekki að koma fram undir sínu rétta nafni, einhvers staðar kallaði ég þessa nafnlausu "aumingjabloggara" og stend við það. Það virðist mjög oft vera sammerkt með þeim að þeir telja sig hafa vit á öllu og sérstaklega hefur mér þótt bera á því að þeir sem vilja koma okkur inn í Evrópusambandið. Hvers vegna að skrifa nafnlaust um það sem maður trúir að sé það eina sanna og rétta fyrir Íslenska framtíð, skildi það vera vega þess að þú skammast þín fyrir það sem þú ert að skrifa eða ert eins og sagt er "leigupenni" og skrifar undir nokkrum leyninöfnum eins og heyrst hefur að sé í gangi.

Varðandi lánamálin hér á landi og framtíð þeirra virðist þú ganga út frá því sem vísu að það verði óðaverðbólga hér áfram og lán beri okurvexti, annað hvort falda í verðtryggingu eða í okurvöxtum sem eru beintengdir verðtryggingunni eins og þessir svokölluðu óverðtryggðu vextir eru framkvæmdir hér á landi.

Það sem verið er að byðja um er fjármálastjórn landsins sé í lagi og eins og á hinum norðurlöndunum og lánakerfi eins og á hinum norðurlöndunum þar sem lán til heimiliskaupa eru óverðtryggð og með þaki á vöxtum sem er oftast á milli 4 til 6 % sem þýðir það að allir aðilar hafa hag af því að halda verðbólgunni í lágmarki en ekki eins og þetta er núna hér á landi þar sem fjármálastofnanir hafa beinlínis hag af því að hækka verðbólguna, sem hækkar verðbæturnar sem aftur hækkar skuldirnar okkar og eignir þeirra.    

Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir, 29.8.2011 kl. 16:59

4 Smámynd: Landfari

Vilhjálmur, ef umræðan er málefnaleg sé ég ekki allan mun á því hvort þú skrifar undir blogg nafni eða þínu eigin. Nema þú ætlir út í einhverjar persónunjónsir um viðmælandann. Mér finnst skipta meira máli hvað sagt er en hver segir það. Ég er hinsvegar ekki að koma hér inn nafnlaus frekar en þú. Til að vita nafn mitt þarf viðkomandi að vísu að vera læs, en það gildir líka um þitt nafn.

Varðandi lánamálin þá sé ég ekki hvernig þú getur dregið þá ályktun af mínum skrifum að ég geri ráð fyrir óðaverðbólgu hér áfram. Ég var einfaldlega að benda á að "fastri vextir" segja ekki neitt. Þeir geta verið hvort heldur sem er okurvextir eða hrein gjöf.

Auðvitað viljum við hafa hér alvöru efnahagsstjórn þar sem ekki eru gerð endalaus mistök sem svo eru alltaf látin bitna á krónunni. Nýasta dæmið eru síðustu kjarasamningar ASÍ. Hreint bull sem skilar okkur engu nema veikari krónu. Leiðin hans Vilhjálms á Akranesi hefði getað skilað okkur einhverju en á hann var ekki hlustað.

Með góðri efnahagsstjórn breytir litlu hvort lán eru verðtryggð eða ekki. Vextirnir ættu þó að geta verið lægri á verðtryggðu lánunum en raunvextirnir á hinum því verðbólguáhættan er hjá lántakandanum. Lántakandinn er hinsvegar miklu betur tryggður gagnvart því að geta staðið í skilum við að hafa lánið verðtryggt ef eitthvað klikkar í efnahagsmálunum og verðbólguskot á sér stað.

Það er mikil firra að fjármálastofnanir græði á að verðbólgunni. Eins og staðan er í dag er það ríkið eitt sem getur hagnast á verðbólgunni því fjármagnstekjuskattur er þeim mun hærri sem verðbógan er meiri.

Bankarnir liggja með ómælt fé inni í Seðlabanka sem er ekki verðtryggt. Það er að vísu óvenjulegt ástand en alla jafna hafa þeir meira út úr breytilegu vöxtunum en verðtryggðu lánunum. Þess utan eru þeir aðeins að litlu leiti að lana út eigið fé heldur að stærstum hluta fé sem þeir eru sjálfir með að láni. Þeir þurfa því að passa að hlutföllin séu svipuð lána og skulda megin á milli verðtryggra og óvertrygðra lána.

Landfari, 29.8.2011 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband