Er þetta það sem þjóðin vill...

Ég spyr bara hvort þetta sé það sem þjóðin vill...

Að selja Landið okkar fagra Ísland í smáskömmtum til útlendinga...

Ég segi nei við því að Landið okkar sé selt svona og mundi ég vilja að það verði sett í lög að útlendingar geti ekki komið og keypt upp jarðir hér á Landi smá saman bara vegna þess að það eru erfiðir tímar hjá okkur í fjármálum. Það er ekkert að því að leyfa útlendingum að kaupa sér húsnæði í blokkum og eigum við að leyfa svo...


mbl.is „Sumar jarðir virðast heilagri en aðrar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ellert Júlíusson

Þetta er hræsni og væll á hæsta stigi. Það er í lagi að Íslenskir auðkýfingar kaupi allt og láti það grotna niður, loki vegum og hindri aðgang manna að náttúruperlum. 

Ég efast um að þeim erlendu sé stætt á því að gera það miðað við það regluverk sem að þeim snýr.

Einnig virðist það vera allt í lagi þegar Íslendingar kaupa jarðir og lönd erlendis, það er bara flott og allir fara og spila golf.

Fólk þarf að fara að hætta þessum sorglega molbúa og þjóðernisrembing, mosinn, fjöllin og grasið okkar er ekkert merkilegra en annað.

Ellert Júlíusson, 27.8.2011 kl. 12:15

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Ellert ég veit ekki til þess að Íslendingar geti farið hvert sem er út í heim og keypt jarðir...

Ellert ég segi hvergi í þessum skrifum mínum að það sé í lagi að Íslendingar hagi sér eins og þú segir. Mér finnst ekkert í lagi við það og væri nær að taka á svoleiðis hlutum.

Landið okkar Ísland er Auðlind okkar Íslendinga og það getur engin neitað því, þess vegna væri miklu frekar nær að passa Auðlindina frekar en að selja hana í smá skömmtum. Það er það sem mér finnst vera að gerast, Landið er selt í smáskömmum... 

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 27.8.2011 kl. 12:31

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Ellert! Af hverju þarf fólk að hætta að telja landið sitt mikilvægt og elska það og virða. Fjöllin vatnið og grasið eru djásn í okkar augum og merkilegri en annað.   Það stirnir ekki á það eins og gull og demanta,en þar er blóð okkar,sviti og tár,þjóðin og frelsið um ókomin ár.

Helga Kristjánsdóttir, 27.8.2011 kl. 14:00

4 Smámynd: Hvumpinn

Je minn eini, helgislepjan sem fram kemur hér er ótrúleg.

Hvumpinn, 27.8.2011 kl. 16:40

5 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

 Já sæl Helga þetta er Það sem mér finnst, það er verið að selja landið í smá skömmtum og það er ekkert í lagi við það.

Hvumpinn hver er hvumpinn núna...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 27.8.2011 kl. 17:37

6 identicon

Það minnist engin á það sem þó er líklegast stærsta atriðið í þessu öllu saman. Á hverju ætla Íslendingar að lifa ef allar jarðir fara í eyði eða verða seldar erlendum auðmönnum og bröskurum og landbúnaður leggst af í landinu. Dettur einhverjum í hug að ES eða einhver aðrir aðilar úti í hinum stóra heimi muni niðurgreiða ofaní okkur matvæli ef hér er engan markað eða samkeppni að vinna. Ekki munum við eta fiskinn því hann þurfum við að selja til að komast yfir gjaldeyri sem við munum þurfa meira af ef matvælaframleiðsla leggst af.

Vissulega er landið fallegt á að líta en fegurðin er afstæð og háð smekk og gildum hvers tíma. Eða eru menn búnir að gleyma lýsingu Bjarna og Eggerts á einhverjum fallegasta stað á Íslandi: "Þegar við komum ofan af heiðinni, blasti Mývatnsveit við okkur, svört og ljót tilsýndar" (Ferðabók Eggerts ólafssonar og Bjarna Pálssonar, Örn og Örlygur 1981). Líklegast hefur þeim þótt Mývatn rýrt til ábúðar. Þannig held ég að sveltandi þjóð muni þykja kálgarður eða rekinn hvalur í fjöru fegurri en Þingvellir eða Gullfoss takist mönnum að ganga að landbúnaði dauðum.

Við þurfum engar áhyggjur að hafa að jarðasölum ef Íslenskum bændum verður búinn aðstaða til að lifa af landinu og stunda eðlilegan búskap. Hver króna sem sett er í það verkefni kemur margföld til baka í formi gjaldeyrissparnaðar, afleiddrar vinnu, verkefna og skatta.

Þorsteinn Svavar McKinstry (IP-tala skráð) 28.8.2011 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband