Endurtekið efni...

Það er ekki laust við að maður fái það á tilfinninguna að við Íslendingar höfum verið í þessum sporum að mótmæla...

Mótmæla því að græðgi og spilling í fjármálaheiminum verði okkar skattgreiðenda að borga og man ég ekki betur en að það hafi verið eitt af stærri kosningarloforðum okkar Ríkisstjórnar að óreiðuskuldir annara eins og Icesave væri ekki okkar að greiða.

Heimili og fyrirtæki átti að slá skjaldborg um fyrir Landsmenn.

Skjaldborgin hér á Íslandi var gerð þannig að heimilin og fyrirtækin eru fjármálastofnanirnar að eignast og fólk borið út, það er öll hjálpin sem fæst hér á landi fyrir þá Íslendinga sem eru ekki tilbúnir að skuldsetja sig 110% og yfir....

Það væri óskandi að þessum mótmælendum gangi betur en okkur Íslendingum sem létu PLATA okkur FEITT með fögrum loforðum um hitt og þetta bara ef við kjósum rétt...


mbl.is Mótmælum bægt frá Wall Street
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Landsdómur fær nóg að gera þegar pakkið fer frá !

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 18.9.2011 kl. 08:42

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Segðu!!!!

Helga Kristjánsdóttir, 18.9.2011 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband