Fyrir hönd Íslands...

Þetta er nú orðið meira bullið allt saman segi ég bara...

Það verður að kalla alla Ríkisstjórnina hingað heim og gera henni grein fyrir því að meirihluti Þjóðarinnar er ekki á leiðinni í ESB.

Það væri gott að gera Ríkisstjórninni grein fyrir því í leiðinni að við Íslendingar viljum Ríkisstjórn sem hefur hag okkar hér á Íslandi að leiðarljósi, ekki hag ESB eða AGS á okkar kostnað...

Hann Össur mun flytja ræðu á mánudaginn fyrir hönd Íslands, mér leikur hugur á því að fá að vita um hvað sú ræða mun fjalla vegna þess að ræða sú sem hann mun flytja verður flutt fyrir hönd Ríkisstjórnarinnar en ekki Íslands...

Það er ekki meirihluta stuðningur fyrir þessari aðild í ESB hjá Íslendingum sem voru plataðir í þetta ferli á þeirri forsendu að um viðræður væru eingöngu að ræða og bara viðræður, það hafa orðið nokkrar heitar umræður hér á Landi vegna þessa sem urðu til þess að Utanríkisráðherra okkar Össur Skarphéðinsson hefur sjálfur stigið fram og sagt þjóðinni að það væru bara viðræður í gangi og engar breytingar yrðu gerðar fyrr en Þjóðin hefur sagt orð sitt með Þjóðaratkvæðagreiðslu um vilja í ESB eða ekki.

Þjóðin horfir á allt annað en bara viðræður, þjóðin upplifir breytingar vegna ESB þó svo að þjóðin hafi ekki fengið að segja vilja sinn í þessu máli...

Þjóðin upplifir ekkert annað en svik og aftur svik frá þessari Ríkisstjórn...

Mér finnst komið nóg af þessari svika framkomu Ríkisstjórnarinnar. Framkomu þar sem hún má ekki orðið vera að því að hugsa um hvað þarf að gera hér á Landi til þess að koma hjólum samfélagsins í gang og reyndar hefur þessi Ríkisstjórn ekki mátt vera að því frá því að hún komst til valda vegna þess að hjá Ríkisstjórninni þá er eins og ég segi allt búið að snúast um að koma Þjóðinni í ESB þó svo að meirihluti Þjóðarinnar vilji ekki....

Össur Skarphéðinsson mun ekki flytja ræðuna fyrir hönd Íslands heldur Ríkisstjórnarinnar og finnst mér mikilvægt að það komi fram þarna úti....


mbl.is Lýsti stuðningi um umsókn Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flottur pistill og mæl þú manna heilust.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.9.2011 kl. 20:19

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Alltaf heil og sönn baráttukona.

Helga Kristjánsdóttir, 24.9.2011 kl. 21:54

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það eru tæplega 70% Íslendinga sem vilja klára ferlið skv nýlegri marktækri skoðanakönnun.

Svo er VG að hindra alla atvinnusköpun... ekki flokkurinn sem vill inn í ESB.

Sleggjan og Hvellurinn, 25.9.2011 kl. 01:34

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Takk konur Ásthildur og Helga.

Sleggjan og Hvellurinn hvaða skoðanakönnun eru þið að vitna í...

Þegar fólk er spurt hvort það vilji klára viðræður þá segja flestir já, og svo sannarlega væri gott að vita hvað er í boði... En til þess að fá að vita hvað er í boði þá verður að ganga í ESB og þar liggur hundurinn grafin sem er verið að fela fyrir almenningi...

Þegar spurt er hvort  fara eigi í ESB þá segja fleiri nei...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 26.9.2011 kl. 09:00

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

"En til þess að fá að vita hvað er í boði þá verður að ganga í ESB"

þessi fullyrðing á ekki við rök að stiðjast.

Við göngum ekki inn fyrr en þjóðin samþykkir samninginn í þjóðaratkvæðisgreiðslu.

Sleggjan og Hvellurinn, 26.9.2011 kl. 09:53

6 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sleggjan og Hvellurinn ég hefði átt að orða þetta öðruvísi og fyrirgefið mér.

Það sem ég átti að segja er að til þess að Þjóðaratkvæðagreiðsla geti farið fram þá verður að vera búið að taka upp regluverk og starfshætti ESB til þess að Íslendingar geti vitað hver munurinn er...

Það er allt annað en viðræður...

Í viðræðum þá er talað saman og það er ekki og aðlögun. Í viðræðum er hægt að sjá margt...

Trúið þið því í raun og veru að það verði Þjóðin sem muni ráða þegar í enda er komið....

Hvað hafið þið í hendi ykkar fyrir því....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 26.9.2011 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband