Komið nóg...

Hverslags aðferðarfræði er í gangi hjá Ríkisstjórninni eiginlega...

Það endarlaust skorið niður og skattar og gjöld hækkuð vegna þess að það er ekki til peningur er okkur sagt en á sama tíma þá er til peningur til þess að hækka laun og fríðindi Ríkisstjórnarinnar...

Þjóðin horfir á að það er til peningur í þau gæluverkefni sem Ríkisstjórninni langar að gera á sama tíma og það er ekki til peningur til þess að rétta hlut þeirra sem ekki eiga ofan í sig og á....

Við erum með Ríkisstjórn sem á að ganga erinda Þjóðarinnar en gengur erinda fjármálastofnana sem þjóðin fær ekki einu sinni að vita hverjir eiga...

Það er komin tími á að koma þessari glötuðu Norrænu Velferðar Ríkisstjórn frá og fá aðila sem vilja ganga erinda Þjóðarinnar...

Það er komin tími á að við fáum aðila sem þora að koma með nýtt Hagkerfi sem og nýtt bankakerfi.

Bankakerfi sem er byggt upp á einfaldan hátt og mætir getu einstaklingsins sem og stöðugleika og trausti.

Hagkerfi sem yrði byggt upp á raunverulegri stöðu Þjóðarinnar...

Hagkerfið og bankakerfið sem er í dag er ekki rekið á réttum forsendum og frekar en að taka á því þá þykjir ráðamönnum Þjóðarinnar betra að að segja að þetta sé allt saman vegna þess að KRÓNAN sé ónýt...

Það eru stjórnendurnir sem eru vita-gagnlausir í að koma þessu á réttan kjöl og ættu þeir að sjá sóma sinn í því að viðurkenna vanmátt sinn í að endurreisa Land og Þjóð og koma sér frá...


mbl.is Líknardeildinni á Landakoti lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæl ég er hjartanlega samála þetta er komið gott! Jón Ólafsson fékk 68 þúsund milljónir afskrifaðar svo hann geti haldið áfram að arðræna okkur en um leið er tekin af okkur líknardeild þar sem við gátum dáið sársukalítið og sparnaðurinn eru 50 milljónir! Þetta er búið hjá þessari helferðarstjórn daga hennar má telja niður en um leið kemur það ekki til greina að gömlu flokkarnir taki við aftur því þeir eru ger spilltir og einkavinavæddir í flokksræðinu!

Sigurður Haraldsson, 13.10.2011 kl. 09:56

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sigurður hverjir taka við verður undir kjósendum komið. Það sem mér finnst aðal málið er að þeir sem taka við verði látnir standa við það sem þeir verða kosnir fyrir og segja...

Það er nauðsynlegt að við fáum aðra peningastefnu sem og hagkerfi...

Þjóðin horfir á þvílíkt sukk hjá Ríkisstjórninni að það hálfa væri nóg...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 13.10.2011 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband