Takmarkið sem lagt var af stað með að koma segir maðurinn...

Ég verð ekkert annað en reið yfir þessum orðum hans Steingríms þar sem hann segir að það sé búið að takast svo vel með bankana og stóru fyrirtækin... 

EN HEIMILIN STEINGRÍMUR OG ÖNNUR FYRIRTÆKI...

Það má ekki gleymast að flest þessara stóru fyrirtækja ef ekki öll eru búin að fá sinn þvott hjá endurreistu bönkunum...

Hann segir líka að með þessum fjárlögum sé TAKMARKINU sem stefnt hafi verið að í upphafi að takast...

Orðið takmark fær mig til þess að staldra við vegna þess að hann Steingrímur J. var kosinn meðal annars til þess að bjarga heimilum og fyrirtækjum Landsmanna án þess að það yrði gerður greinarmunur á stórum eða litlum heimilum eða fyrirtækjum...

Það er alveg ljóst að skattgreiðendur sem erum við fólkið erum ekki á lista hjá þessum manni þó svo að hann viti að þangað þurfi hann að ná í stóran hluta af innkomu Ríkissjóðs...

Mér finnst allt hafa snúist um að bjarga fjármálafyrirtækjunum sem og stóru fyrirtækjunum hjá fjármálaráðherra eins og hann segir reyndar og hrósar sér fyrir en hann gleymir að láta það koma fram að það sé nú reyndar allt á kostnað heimilana sem hann var kosin til þess að bjarga sem og smærri fyrirtækjunum leyfi ég mér að segja vegna þess að það eru svo margir búnir að missa heimili sín og fyrirtæki vegna þess að þeim hefur ekki staðið þessi sama hjálp til boða og bankarnir og stóru fyrirtækin fengu sem greinilega hefur reynst vel eftir orðum Steingríms að dæma, og er ekki laust við að mér hafi fundist hlutunum stillt þannig upp fyrir fólkið með heimilin og smærri fyrirtækin að ef það sættir sig ekki við að skulda 110% í eign sinni þá getur fólkið átt sig og komið sér úr eigninni eða fyrirtækinu vegna þess að eignin eða fyrirtækið sé þá ekki þeirra lengur...

Það er allt í upplausn hér vegna þess að það er ekkert búið að gera til þess að koma hjólum þjóðfélagsins í gang eða leiðrétta eðlilega leiðréttingu til fólksins með skuldsettu heimilin eða fyrirtækin leyfi ég mér líka að segja og það eina sem við fólkið fáum að heyra er að það er ekki til peningur og vegna þess að þá er ekkert hægt að gera nema skera meira niður, en á sama tíma þá koma fréttir af ferðalögum Ríkisstjórnarinnar erlendis yfir 9 mánaða tímabil og reiknast mér þær ferðir vera rúmar 14 flugferðir á dag, já kæra fólk rúmar 14 flugferðir á hverjum einasta degi í 9 mánuði... 

Mér finnst að það verði að snúa þessari forgangsröðun á skattfé okkar við og það verður ekki gert ef þessi fjárflög fyrir árið 2012 verða samþykkt vegna þess að í þeim er ekkert annað en um meiri niðurskurð til samfélagsins að ræða á sama tíma og útgjöld til ráðuneyta eru aukin...

Svei þér Steingrímur Jóhann Sigfússon fyrir að stinga kjósendur þínar svona íllilega í bakið segi ég bara...

 


mbl.is Viðunandi heildarniðurstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband