Er þetta brandari eða hvað....

Ég tek heilshugar undir með Advice hópnum.

Ég vil ganga lengra og segja að Ríkisstjórnin verði að fara frá vegna þess að henni var mikið í mun að skella þessari skuld á bak okkar Íslendinga alveg sama hvað og það er enginn búinn að gleyma því því miður fyrir Ríkisstjórnina.

Ríkisstjórn sem er búin að haga sér eins og þessi Ríkisstjórn er búin að gera í þessu máli er ekki stætt með þetta mál fyrir okkar hönd segi ég, Ríkisstjórn sem var hótandi okkur Þjóðinni öllu íllu ef við samþykktum ekki bara að borga alveg sama hvað þó svo að okkur bæri ekki skylda til getur aldrei borið trúverðuga vörn fyrir okkar hönd eða hag í þessu máli. 

Að láta þetta mál í hendurnar á Össuri Skarphéðinssyni segir allt um álit Ríkisstjórnarinnar á þjóðinni sinni og er nauðsynlegt að það verði kallað eftir kosningum sem allra allra fyrst vegna þessa...

Össur Skarphéðinsson vissi ekki neitt um þetta mál þó svo að hann hafi rómað það hæðstu hæðum á sínum tíma og vantaði ekki talandann á hann þegar hann varð skyndilega í miðri umræðu á Alþingi að viðurkenna það að samning þann sem hann var að róma sem þann besta hafði hann ekki lesið...

Össur Skarphéðinsson er ekki menntaður til þess að geta verið með þetta mál og að Ríkisstjórninni skuli finnast það allt í lagi segir líka allt sem segja  þarf um hæfni þessara gjörsamlegu vanhæfu Ríkisstjórn...

Ég kalla eftir því að Forseti vor blandi sér inn í þetta mál og setji þessa Ríkisstjórn út vegna vanhæfni hennar...


mbl.is Össur gæti ekki hagsmuna Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þú skilur þetta greinilega ekki... Ísland hefur verið dregið fyrir dómstóla .... sem ekki væri ef þessi ríkisstjórn hefði fengið að klára þessi mál með samningum.

Ábyrgðin er annarra.

Jón Ingi Cæsarsson, 20.12.2011 kl. 19:34

2 Smámynd: Óskar

Það er ekki séns að þetta náhirðarkvendi skilji það.  Skaðinn af Nei-inu verður væntanlega margfaldur miðað við samninginn og því miður þarf öll þjóðin að gjalda þess - ekki bara þeir sem létu lýðskrumarana í heykvíslahjörðinni plata sig til að segja nei.

Óskar, 20.12.2011 kl. 20:58

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Heyr í landsöluliðinu,greyjum sem láta ginnast. Össur mun ekki frekar en fyrri daginn,verja landið sem ól hann, sem menntaði hann,allan þann tíma sem hægri menn stjórnuðu. Þessi stjórn mun ekki verjast af viti.Bæði hefur hún það af skornum skammti í svona málum og væri vís til að kæra sig kollótta. Sumir hafa leitt að því líkum að hún hafi róið undir með þessa fáránlegu kæru. Hvað þykist þetta bráðum "endanlega" Efta,geta gert þeir hafa ekki dómsvald,enda er okkar ástsæla Ísland með allt sitt á hreinu varðandi Icesave.. Aðeins skálkar geta í krafti vilja síns og stærðar kúgað okkur til hlíðni, Það sannaðist þá að við erum nær NORÐUR-KÓREU,í krumlunum á ESB. svo maður vitni í Proffann Gylfa.

Helga Kristjánsdóttir, 20.12.2011 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband