Stopp á þessa ESB umsókn...

Í fyrsta lagi á að stoppa þessa umsókn tafarlaust vegna þess að meirihluti Íslendinga er ekki að fara í ESB...

Í öðru lagi þá er Utanríkisráðherra búinn að ljúga upp í opið geðið á Íslendingum varðandi þessa ESB umsókn sem komst ekki öðruvísi í samþykkt á Alþingi, samþykkt þar sem flestir voru látnir halda ásamt allri Þjóðinni að það væri eingöngu verið að fara í viðræður og gekk Utanríkisráðherra svo langt í lýgi sinni til að ná þessu fram að hann líkti þessu við að fara í kaffiboð til frænku þar sem umræðan snérist bara um daginn og veginn...

Það er verið að snúa öllu samfélaginu við til þess að uppfylla reglugerð ESB, og þrátt fyrir að þær henti okkar samfélagi enganvegin þá er það samt gert, og núna horfum við á það að kúgunum og hótunum er beitt af hálfu ESB til þess eingöngu að ná fram sínu og er ég þá að tala um Makrílinn sem er komin meira og minna innfyrir okkar Landhelgissögu og ef að þetta er það sem koma skal í þessum pakka sem Utanríkisráðherra hefur svo mikið talað um og viljað að við fáum að sjá í eða kíkja þá má hann sjálfur eiga þann pakka vegna þess að hann er ekki það sem er okkur Íslendingum til hins betra og hvað þá til góðs...

Íslendingar eru duglegir og Sjálfstæðir að eðlisfari og vandamál okkar Íslendinga í dag er að Ríkisstjórnin gengur ekki erinda meirihluta Þjóðarinnar í einu eða neinu og vegna þess þá er mikilvægt að stoppa þessa umsókn tafarlaust í það minnsta þar til Þjóðin hefur sagt sitt orð um hvort þetta er það sem hún vill ESB eða ekki...

Ég vil fá þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort við Íslendingar viljum áframhald á þessum ESB samningum eða ekki þegar Forsetakosningar fara fram í Júní næstkomandi vegna þess að Þjóðinni er að blæða í dag vegna þessara ESB umsóknar segi ég...

Kv.góð

 


mbl.is Aðild hafi ekki áhrif á eignarhald á auðlindum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Sammála með að fá að kjósa um þetta í sumar, og ég vona að við fáum að kjósa um sem flest í leiðinni og að slíkt sé komið til að vera. Það kostar ekki það miklu meira að kjósa um fleira en eitt atriði í hverri kosningu.

Kveðja ;)

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 21.3.2012 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband