Samtök fjármálafyrtækja kvarta...

Það er ekki laust við að sú spurning komi upp í huga manns fyrir hverja aðra en Íslendinga á kerfið hérna á Íslandi að vera ef ekki fyrir okkur fólkið sem búum hér...

Í fréttinni segir að samtök fjármálafyrirtæja telja engin rök fyrir því að Ríkið þurfi að annast almenn íbúðarlán í einu af ríkasta landi heims og að íbúðalánasjóður sé íþyngjandi fyrir lánsmat Ríkissins...

Ríkasta Landi heimsins segja þau og Þjóðin á hausnum...

Fréttin segir líka að Íbúðalánasjóður og Lífeyrissjóðirnir eigi rúmlega helming útlána fjármálafyrirtækja til heimila landsins sem segir mér og okkur öllum væntanlega að sá möguleiki á að vera fyrir hendi að ríkið sjálft eigi að geta gert breytingu til hins betra fyrir fólkið sem býr hér og eru Íslendingar líka og eina sem þarf þar er vilji...

Það sem þjóðin á að kalla eftir og er nauðsynlegt er breyting á þessu peningakerfi okkar öllu og stýringu þess vegna þess að það er það sem er að kollvarpa öllu, breyting þarf að koma svo það sé möguleiki fyrir alla að geta staðið við sín loforð og sína samninga ásamt því að eiga ofan í sig og á og er eitt af því fyrsta sem þarf að gera þar er að koma með fast verðlag...

 Hversu raunhæft er borga í vexti fyrir Húsnæðislán hjá fólki sem vill koma sér fyrir í öryggi hefur til dæmis sótt mikið á huga minn og sú mynd sem kemur aftur og aftur í huga mér og er skynsöm ætla ég að setja hér fram og er ég þá með 20 milljóna króna lán í huga til 40 ára og það sem var mest að veltast fyrir mér voru þessir vextir og hvað er sanngjarnt í því og hvað ekki...

Það sem Þjóðin ætti að kalla eftir og krefjast er að öryggi komi hér á Landi í peningamálum fyrir hana sjálfa...

20 milljóna króna lán til 40 ára gera 480 mánaðarafborganir og ef við tökum þessar 20 milljónir og deilum þeim niður á 480 mánuði þá gera þessar 20 milljónir það að hrein mánaðarafborgun án nokkra þátta er 41,666.67 kr, og uppfært á aurum 41,667 krónur. Ef við tökum það sem nemur 2 mánaðarafborgun á ársgunvelli í vexti sem yrði þá 83,334 kr. í vexti sem við þá tökum og deilum í 12 mánuði sem gera þá að við bætist á 41,667 kr.mánaðagreiðslu kr.6944,50 aurar í vaxtarkostnað sem gerir þá að heildar mánaðargreiðsla af 20 milljóna króna láni yrði 48611,50 aurar. 

6944,50 í vexti á mánuði af 41,667 afborgun er góð ávöxtun til 20 ára og er það ekki slæm ávöxtun í vaxtarkostnað og getur hver og einn reiknað það út í þessu dæmi...

Það sem ég vil sjá koma fyrir okkur fólkið hér á Landi er að Ríkið og Lífeyrissjóðirnir taki öll húsnæðislán til sín og sjái um þau vegna þess að heimili Landsmanna er ekki eitthvað sem á að vera hægt að gambla með eins og búið er að gera og er verið að gera...

Við skulum athuga það að eftir 40 ár er eign orðin gömul og að ætlast til þess að hún sé alltaf á verði nýrra eignar alveg sama hvað hún eldist er fyrra...

Lífeyrissjóðirnir eiga að sjá um húsnæðislán Landsmanna með hjálp Ríkisins vegna þess að íbúðarhúsnæði er fjárfesting og öryggi fyrir hvern og einn og því viss lífeyrisfjárfesting til frambúðar...

Með þessari aðferð þá færi allt sem heitir vaxtarbóta-endurgreiðslukerfi Ríkissins í burtu og þar myndu sparast margir milljarðar á ári fyrir Ríkið að greiða og fyrir utan þá staðreynd að svona dæmi er eitthvað sem flestir ef ekki allir ættu að ráða við og nokkuð öruggt að mjög góðar endurheimtur yrðu til baka á lánunum og lánastofnunin hefði til öryggis lánið 1. veðrétt á eigninni sem tryggingu fyrir því að fá sitt til baka ef þetta stóra ef yrði að veruleika hjá einhverjum...


mbl.is Útlán ríkisins óæskileg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæl!! Er einhver von til þess að þetta gerist í tíð þessarar ,,Norrænu velferðrstjórnar,,??

Helga Kristjánsdóttir, 28.7.2012 kl. 03:15

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Nei Helga mín því á ég ekki von á, en því betur sem ég leyfi mér að skoða þetta svona því stærri verður spurningin um að þetta sé það sem ætti að vera eða koma vegna þess að annað er græðgi og ómannlegt...

Ómannlegt að koma fólki í svona stöðu eins og gert hefur verið...

Því betur sem ég leyfi mér að skoða þetta orð verðtryggingu því sannfærðari verð ég á því að ólöglegt sé að setja verðtryggingu á húsnæðispeningalán sem er líka með veðsetningu fyrir láni sínu á 1 veðrétti eignar...

 Meira að segja Helga ef það yrðu teknar það sem næmi 3 mánaða greiðsluafborgun á ársgrunni í vaxtarkostnað þá ættu allir að ráða við það og ávöxtunin á peningaláni því orðin ansi góð...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 29.7.2012 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband