Kúgun og ekkert annað...

Þarna er ESB að sína sitt rétta andlit og að þetta samband skuli gefa sig út á að velferð almennings og heildar sé málið hjá því er ljótt...

Virðing og traust fyrir hverju öðru hvar sem er, er það sem á að vera ekki kúgun og óstjórn eins og er hérna...

Íslendingar eiga að standa á sínu þó ekki sé nema vegna þess að við höfum verið að halda vel utan um okkar sjávarmið og gera þetta vel með því að gera reglulega rannsóknir á sjávarafurðum okkar og hegðun sjávarafurða innan okkar lögsögu sem hafa gert það að verkum að magn það sem við höfum leyft okkur að veiða ár frá ári ræðst af upplýsingum þeim sem rannsóknir hafa sagt okkur, þetta hefur gengið vel fyrir okkur held ég að óhætt sé að segja á meðan það erum bara við sem ráðum veiðum innan okkar lögsögu...

ESB ríkin eru ekki eins vel stödd með sín sjávarmið vegna ofveiði þeirra og satt að segja þá er ekkert sem segir okkur að það sé að breytast þar sem þeir beita hótunum og ægivaldi til þess eins eins að ná í nokkra fisksporða ef á heildina er litið...

Íslendingar krefjumst þess að okkur sé sín sú lágmarks virðing  að við vitum hvað við erum að gera og rannsóknir okkar segja...

 Ekkert ESB segi ég...


mbl.is „Hafa vondan málstað að verja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Noregur er líka á bakvið þessa meintu "kúgun".

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 29.8.2012 kl. 16:53

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Jón og ég er ekki alveg að skilja það frekar en að Grænland fái ekki að vera með, annars hafa Norðmenn fengið ríflega úthlut á Makrílnum ef ég er að muna rétt og þeir kannski hræddir um að þeirra hlutur minnki sem líklegt er að verði...

Það að Makríllinn er komin hingað og farin að hrygna innan okkar lögsögu ætti að segja þeim að hingað er hann komin til að vera í einhvern tíma í það minnsta og að á meðan svo er þá geta þeir ósköp lítið gert yfir því...

Þessar hótanir eru ekki að virka og allt þetta fólk ætti að gera sér grein fyrir því að það er gamaldags í hugsun  sinni að halda að þær virki...

Yfirleitt er það minnimáttarkennd sen fær einstaklinga til að grípa til yfirgangs eða hótana og oftast tengist að bíða lægri hluts...

Þetta fólk allt saman ætti líka að fara að hugsa alvaralega hvernig það mundi vilja að komið sé fram við það ef það væri í okkar sporum...

Það er ekki eins og við Íslendingar höfum staðið við strendur okkar og ákallað makrílinn hingað...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 29.8.2012 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband