Hlægilegur í yfirklóri sínu...

Þessi Ríkisstjórn ætti að skammast sín fyrir það hvernig hún er búinn að fara með heimili og fyrirtæki Landsmanna og hafa vit á því að koma sér frá...

En það er ekki mikið fyrir vitinu að fara svo ekki von á því að þau stígi sjálf til hliðar...

Þykjast vera að gera fyrir þá sem borga þeim launin en vinna í raun fyrir aðra og spurningin kannski hvort þau séu að fá laun frá fleirum en okkur Íslendingum...

Að vinna fyrir okkur fólkið er ekki það sem við erum að sjá og þau vinnubrögð sem við erum að fá eru ekki þau vinnubrögð sem við kusum að unnin væru...

Að vinna fyrir okkur fólkið kallaði á annan forgang á sínum tíma og vinnubrögð Ríkisstjórnarinnar hafa öll miðast við það að við fólkið, heimilin og fyrirtækin í landinu værum sökudólgar á þessu hruni og því bæri að refsa okkur öllum en ekki þeim sem sökina eiga á þessu hruni...

Hversu margir eru búnir að missa heimili sín og fyrirtæki vegna þessa hruns og fá hugsanlega aldrei bætur eða leiðréttingu heldur sitja uppi með brotna sál vegna þess að það er ekki létt að vera fullur af vilja til að standa sig og leggja sig allann (alla) fram, en standa frammi fyrir því að dugir ekki til...

Það er umhverfið í dag í allri sinni mynd...

Það er hægt að snúa þessu við segi ég en til að svo sé hægt er að byrja á því að segja nei við spurningu 1 í Þjóðaratkvæðagreiðslunni á morgun og þá ættu okkur að verða allir vegir færir í að móta okkur mannsæmandi umhverfi til að búa í og setja okkur sjálf í forgang í uppbyggingu, ef já verður ofan á þá er þetta búið spil fyrir okkur að vera Sjálfstæð og Fullvalda Þjóð sem ræður sér sjálf og búið að vera að við getum búið okkur mannsæmandi umhverfi sjálf... 

 


mbl.is Lögin „tóku ekki rétt af nokkrum manni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hvernig Árna Pál tekst að túlka niðurstöðu dómsins sér í hag og snú þannig öllu á hvolf, gerir hann að verðugum arftaka Jóhönnu.

Árna lögin voru sett fyrir bankana, að ósk þeirra. Þau lög voru aldrei hugsuð til hjálpar lántakendum.

Það er ótrúlegt að það skuli geta gerst í réttarríki að stjórnvöld setji lög sem Hæstiréttur dæmir ólögleg, ekki einu sinni heldur tvisvar, að þau stjórnvöld sem að slíkri lagasetningu standa skuli sitja áfram.

Hversu stór þurfa brot stjórnvalda að vera, svo þau víkji?

Hafi verið ástæða til að draga Geir Haarde fyrir Landsdóm, er enn frekari ástæða til að draga núverandi stjórnvöld fyrir þann dóm. Málefnin eru fjölmörg.

Icesave og hvernig að því máli öllu var staðið. Valdbrot ráðherra sem hæstiréttur hefur þurft að grípa inn í og leiðrétta. Ólögleg lagasetning sem rétturinn hefur þurft að fella tvo dóma yfir og á sjálfsagt eftir að fella fleiri. Stjórnlagaþingskosningin og hvernig framhald þess máls var, reyndar má segja að allt það mál frá upphafi til enda sé eitt klúður, þó eftirmál kosningarinnar eigi kannski bara erindi fyrir Landsdóm. Þetta er bara brot þeirra lögbrota sem dómstólar eða þjóðin hefur þurft að leiðrétta af störfum stjórnvalda.

Þá eru ótalin öll þau pólitísku málefni sem þau hafa klúðrað, en eiga kannski ekki erindi fyrir Landsdóm. Má þar nefna hin ýmsu mál sem hafa verið unnin í sátt milli flokka og þingmann en síðan rústað í meðförum ríkisstjórnarinnar. Sem dæmi þar um er fiskveiðistjórnunin, rammaáætlunin og fleiri stór mál.

Ofaná allt þetta kemur svo hin dapra staðreynd að engu er hægt að treysta af hálfu stjórnvalda, hvorki munnlegu né rituðu. Um þetta eru allir þeir sem hafa þurft að eiga samskipti við þau, sammála. Breytir þar engu hvort um er að ræða atvinnurekendur, launafólk, sveitarfélög eða nokkurn þann annan sem þurft hefur að eiga samskipti við stjórnvöld.

Það er því virkilega spurning hvað stjórnvöld þurfi af sér að gera svo þau víkji. Þó er ljóst að ekki eru öll kurl komin til grafar um verk þessarar ríkisstjórnar og margt sem enn á eftir að vekja furðu okkar.

Gunnar Heiðarsson, 19.10.2012 kl. 09:36

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Gunnar þessi aðferðarfræði sem Ríkisstjórnin hefur notað er ógeðsleg í einu orði sagt og ekki farinn til þess að hjálpa Þjóðinni eins og þú segir...

Ég myndi halda að punkturinn sé komin og Ríkisstjórninni beri að víkja og ef hún sér ekki sóma sinn í því að fara, þá á Alþingi að lýsa yfir vantrausti á störf sín vegna þessa dóms og kalla eftir því að utanstjórn verði sett á fram að næstu Alþingiskosnum það var jú Alþingi sem samþykkti þessi ólög...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 19.10.2012 kl. 09:48

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála  ykkur, það er komið nóg af þessari ríkisstjórn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.10.2012 kl. 11:31

4 Smámynd: Sandy

Það er varla hægt að halda að þingið fari að koma fram með vantraust núna rétt fyrir kosningar þar sem bróðurpartur þingsins er innvinklaður í þennann sora.

Sandy, 19.10.2012 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband