Vita ekki hvað Þjóðarbúið skuldar...

Að Ráðamenn okkar viti ekki hver skuldarstaða okkar þjóðarinnar er, er mjög alvaralegt og segir okkur Íslendingum bara eitt...

Segir okkur það að við erum með vitleysinga og hálvita við stjórnvöld sem eru annað hvort búin að ljúga að okkur Þjóðinni um rétta skuldarstöðu markvisst eða ómarkvisst, meðvitað eða ómeðvitað...

Hvort sem er þá eru  báðir möguleikarnir mjög alvaralegir þar sem við Íslendingar erum raunveruleg og ekki laust við að hrollur komi að manni vegna þessa stöðu sem uppi er, hrollur vegna þess að ósjálfrátt þá hugsar maður hver er tilgangurinn með því að segja ekki eins og er...

Ríkisstjórninni ber að fara vegna þessa tafarlaust, fara vegna þess að Ríkisstjórnin á að vinna fyrir okkur fólkið en ekki vogunarsjóðina, það erum við Íslenskir skattgreiðendur sem borgum þessari Ríkisstjórn laun...

Með hliðsjón af þeirri stöðu þá segi ég þessari Ríkisstjórn hér með upp og krefst þess að hún víkji tafarlaust...

Óskandi væri að fleiri væru á sama máli og ég hérna vegna þess að það erum við fólkið sem erum Þjóðin og landið Ísland okkar land...


mbl.is Má ekki vanmeta vogunarsjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Seðlabanki Íslands - Efnahagsmál nr. 4, febrúar 2011:

Hvað skuldar þjóðin?

Guðmundur Ásgeirsson, 27.10.2012 kl. 13:48

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég held að það sé ekki sök ríkisstjórnarinnar að skuldastaða þjóðarbúsins sé ekki þekkt.  Sökin er Seðlabankans og skýrist líka af því að menn vilja ekki viðurkenna hver hún er.  Ég hef ítrekað fjallað um þessi mál frá miðju sumri 2009 og þá voru menn í einhverjum draumaheimi.  Síðast fjallaði ég um þetta í pistlinum Erlendar skuldir þjóðarbúsins - Þrjár snjóhengjur upp á 3.600 - 4.400 milljarða sem ég birti á blogginu mínu fyrir tæpum hálfum mánuði.  Þar bendi ég líka á að vergar heildarskuldir skipta ekki máli heldur sá peningur sem annars vegar þarf að greiða og hins vegar sá sem við höfum í handraðanum til að greiða með.  Þar hallar verulega á hvað við höfum til að greiða með.

Marinó G. Njálsson, 27.10.2012 kl. 13:56

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Spurning er af hverju koma Ráðamenn svona fram við þjóðina Guðmundur, segja eitt og meina annað og þykjast svo ekki kannast við eitt eða neitt í þokkabót...

Þjóðinni er sagt allt annað en er...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 27.10.2012 kl. 13:59

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Marinó ég vil nú meina að Ríkisstjórnin eigi alltaf að hafa stöðuna hverju sinni, annað væri nú bara klikkun hreinlega þar sem Ríkisstjórnin er sá aðili sem á að sjá um okkar mál hvort sem það eru fjármál eða annað....

Það er komið nóg af þessum afsökunum að aðrir eigi að vita betur og bera ábyrgð, var ekki verið að dæma fyrrverandi Forsætisráðherra vegna skorts á eftirliti og aðhalds...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 27.10.2012 kl. 18:05

5 identicon

Það er síðan annar vínkill að mönnum finnist í lagi að eignarhald þriggja stærstu banka landsins sé í besta lagi óskilgreint.  Finnst mönnum það virkilega sannfærandi endurreisn fjármálakerfisins að þessir bankar starfi undir eignarhaldi sem er ekki þekkt, allavega af almenningi ?

Hvað er eiginlega átt við möntruna "...í eigu erlendra vogunarsjóða" ? 

Hverjir eru þetta og hverjir eru í reynd hinnir raunverulegu eigendur ?

Er þetta aðeins yfirvarp ?

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 28.10.2012 kl. 10:50

6 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Þetta er vissulega verulegt áhyggjuefni. Það er kominn tími til , að stuðningslið stjórnarinnar girði brækur sínar og taki til höndum í stað þess að níða skóinn af foringjum stjórnarandstöðunnar.

Kv.,KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 30.10.2012 kl. 09:51

7 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Björn og Kristján ég hef miklar áhyggjur yfir þessu fyrir hönd okkar Íslendinga vegna þess að mér finnst að Ríkisstjórnin sé að fórna okkur fyrir að vilja sá um okkur sjálf...

Þessi lánaform eru meira og minna ólögleg og staðan í dag þannig að almenningur verður að leita réttar síns fyrir dómstólum þrátt fyrir að það sé búið að dæma lánaformin meira og minna ólögleg. Það að sú staða skuli vera uppi að Ríkisstjórnin sem á vera að vinna fyrir okkur fólkið skuli taka upp hanskann fyrir þá sem ólöglega fóru að er mjög alvaralegt og er það staða sem verður að bregðast við hið allra fyrsta áður en allt sem við Íslendingar eigum fer í hendur þeirra sem ólöglega hafa staðið að sínum málum í boði Ríkisstjórnar Íslands...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 4.11.2012 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband