Ástæður...

Leyndarmálið gæti náttúrulega verið sú mikla skömm sem það yrði fyrir Jóhönnu, Steingrím, og ríkistjórnina alla, að þau verði uppvís að því að það sem þau eru búinn að vera að gera hefur aldrei haft hljómgrunn frá meiri hluta þjóðarinnar.

Að Heimurinn komist að því að Íslendingar eru með fjármálaráðherra sem gaf sér það einn að kvitta undir reikning þennan ICESAVE í skjóli nætur 5 júni síðastliðinn, án samþykkis Alþingis, án þess að vera búinn að lesa það sem hann var að kvitta fyrir, sem hann varð uppvís af seinna og varð að viðurkenna þegar kom í ljós að Alþingi Íslendinga var nú ekki alveg tilbúið að samþykka þennan hroðalega reikning fyrir hönd þjóðarinnar er mikil hneisa og skömm fyrir fjármálaráðherra. Kom svo í ljós að fleiri einstaklingar innan ríkistjórnar hefðu gefið samþykki sitt án þess að vita hvað þeir voru að samþykkja. Og þetta fólk ætlast núna til að þjóðin trúi þeim og treysti fyrir því sem er henni fyrir bestu...Veruleikafyrring á háu stigi.

Að heimurinn komist að því að þau eru búinn að haga sér eins og asnar og jafnvel búinn að fá einhverjar fyrirgreiðslur frá honum og loforð út á það að þessi reikningur ICESAVE verði samþykktur, og þær hótanir sem þau eru búinn að beita Alþingi til þess að fá samþykki eru bara ekki að virka. Hversu mikil skömm eru það út á við að verða uppvís að svona vinnubrögðum...

Að verða uppvís að svona kæruleysi og svona vinnubrögðum nær náttúrulega engri átt, og gefur fólki sem gerir það ekki mikinn trúverðugleika.

En að krefjast þess að þjóðin borgi bara og leggi alla þessa ábyrgð á sig sem vitað er fyrirfram að hún muni ekki ráða við er fyrra.

Það er ekki heldur hægt að leggja þennan reikning ICESAVE á þjóðina í óþökk við hana, til að Samfylkingin fái inn í ESB.

Að Ríkistjórnin er langleiðina komin með að breyta regluverki þjóðarinnar að hætti ESB á bak við tjöldin er há alvaralegt mál, og engin smá skömm hjá þeim að þurfa að viðurkenna það að það sé ekki með samþykki hennar, og þjóðin vilji ekki inn í ESB.

Kosningar loforð VG var meðal annars EKKI INN 'I ESB. Svo ef að það er litið á þann hóp sem eftir stendur fyrir utan Samfylkinguna, þá er hann margfalt stærri sá hópur sem vill ekki inn í ESB, en sá sem vill í ESB.

Svo ef að það er verið að berja Alþingi  til að samþykka ICESAVE svo Jóhanna og félagar geti haldið áfram sínum breytingum fyrir ESB þá verður að stoppa það núna.

Það er ekki þess virði þetta ESB að þjóðin verði sett í ánauð....

En svona án gríns og gaman þá verður þjóðin að fá að vita, svo hún sé ekki að giska sér til.

Alþingi Hafnið þessum ICESAVE reikningi fyrir hönd þjóðarinnar, hún er að biðja ykkur um það, þjóðin er að segja við getum þetta ekki.

Þið eruð kosin þarna inn af þjóðinni.... Kveðja.

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband