Fjárlaganefnd á að fara í frí.

2 umræðu á Alþingi um ICESAVE á ekki að ljúka fyrr en fjárlaganefnd hefur skilað niðurstöðu og Alþingi samþykkt.

 Það er stór spurning hvort fjárlaganefnd sé ekki bara orðin vanhæf með þetta mál. Vanhæf vegna kæruleysis í vinnubrögðum, pressu, þreytu og álags yfir þessu máli. Langir vinnudagar langt fram á kvöld, vannærð vegna þrælkunnar vinnu ráðamanna sinna, og Jólin að koma.

Þessir menn halda ekki lengur huga við efni á fundum sínum,( blogg Sigmundar Ernis) svo það ætti að leysa þessa menn frá þessu máli, og senda þá í gott frí.

Ég efa ekki að það sé hægt að fá hæfa góða einstaklinga þarna úti sem eru til í að koma að þessu fyrir okkur, sem eru tilbúnir fyrir lítinn pening og þessarar erfiðu stöðu okkar sem við erum í vegna þessa máls, sem hægt er að biðla til um aðkomu að þessu, og vilja bera hag okkar þjóðarinnar fyrir brjósti sér, sem gætu myndað góðan hóp af fagmönnum, sem gæti verið hópur lögfræðinga, hagfræðinga, viðskiptafræðinga og fleiri. Utan úr bæ, þetta geta ekki vera innandyra menn vegna  vantrausts sem er komið hjá þjóðinni. Miða við þá tölu sem þarf jafnvel 6 menn. (Hugmynd) og láta þá klára þetta mál fyrir Íslands hönd. Það þarf vönduð og góð vinnubrögð hér, og það má ekki líðast að þetta stærsta mál okkar hingað til verði unnið meira með annari hendinni áfram, eins og margir myndu segja.

Það verður að gefa þessu þann tíma sem þarf, þetta er það stórt mál fyrir okkur, og svona mál vinnast ekki á 2 tímum, eða nokkrum dögum, það er hverjum heilvita manni það ljóst, og við skulum vona að ráðamenn okkar séu þar í hóp.

Svo gefum okkur frekar að þeir séu orðnir of þreyttir, og öll vitum við hvað gerist eða flest okkar þegar langir vinnudagar eru farnir að renna í eitt, álagi linnir ekki, og ekki sér fyrir endan á ef vel á gera, svo það þarf að gefa þessum mönnum frí, og kalla aðra að.

Fáum góða vinnu á þetta, rétt á að vera rétt, nú ef niðurstaða á eftir að leiða það í ljós að okkur ber að borga, þá er komin grunnur til að setjast niður og skoða hvernig á gera það, en taka á því þegar að því kemur.   Kveðja.


mbl.is Ágreiningurinn leystur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband