Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

FÓLKS FLÓTTI.

Hvernig það var ákveðið,  að hinn almenni íslendingur í landinu skyldi borga þessa óreiðuskuld ICESAVE er mér mikið hugleikið..og fjármagnseigendur skuli sleppa..

þetta er mjög alvaralegt mál fyrir fólkið að missa eigur sínar, og er hægt að rekja þessa óðaverðbólgu beint í þessa banka vitleysu. svo maður spyr..að hverju er ekki komið meir á móts við heimilin í landinu..   maður spyr sig ósjálfrátt..hvað ef þær fjölskyldur sem eiga þessar eignir þarna , það er þessar 783 fasteignir...flytja nú úr landi.. því þetta er nú alveg örugglega ekki 783.manns..heldur hlítur þessi tala að hækka töluvert ef manneskjurnar sem búa í þessum eignum eru taldar..og höfum við efni á því að missa þetta fólk úr landinu...

Getur það verið að við íslendingar séum staddir í þessari skuldasúpu vegna þess að það var maður fenginn frá háskólanum til að vega það og meta, hvort fjármagneigendur ættu að taka þessa óreiðu á sig, eða hinn almenni skattborgari hér á íslandi.

Þessi staða er engan vegin ásættanleg fyrir okkur íslendinga á neinn hátt. Eins og er að sína sig núna.. segjum NEI...við þessu....það er lámark að fólkið haldi eignum sínum og fjölskyldu saman. Þessar aðgerðir ríkistjórnar ná engri átt...og þeim verður að breyta tafarlaust svo þetta gerist ekki...og svo ein spurning í lokinn..hver mun eignast allar þessar eignir...verða það íslendingar eða útlendingar....


mbl.is 783 eignir á uppboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óábyrgt fram úr hófi.

Enn og aftur..þetta er alveg ótrúlegt sem maður er að lesa hérna.  Ríkistjórn Íslands búinn að beita þvílíkum þvingunum á flokksbræður sína sem sitja með þeim til borðs, til að þessi reikningur ICESAVE verði samþykktur í formi láns.

Svo miklum að menn hafa sagt frá stjórn, labbað út eins og maður segir, stigið upp í pontu á alþingi og sagt skoðun sína á af hverju þeir eru ekki sammála, en samþykkja samt til að verða ekki sá sem veldur því að ríkistjórnin springi..þeir sem hafa ekki verið sammála Steingrími og Jóhönnu hafa kvartað undan því..að fá það framan í sig að verða gerðir ábyrgir fyrir stjórnarslitum ef þau samþykkja ekki vilja þeirra.

Það verður að stoppa þetta strax...Íslendingum ber ekki skylda að borga þetta ICESAVE..og þessi framkoma Jóhönnu og Steingríms núna til að knýja þetta lán fram nær ekki nokkri átt.. í hvaða  stöðu eru þau að setja alþingi núna...

Jú í þá stöðu sem ég hef verið að tala um í fyrri skrifum mínum....þessa aðferðafræði þeirra nefnilega.. stilla alþingi upp þannig að það verði að samþykkja svo þau sjálf verði sér ekki til skammar einu sinni enn. 

Núna hvet ég Alþingi til að hafna þessum ICESAVE og láta reyna á dómstóla leið.. þjóðin veit að hjá Jóhönnu kemur það ekki til greina..því þá kemst hún ekki í ESB..en fyrir mitt leiti og margra annara þá verð ég bara að segja að mér er svo alveg nákvæmlega sama um hvað Jóhanna vil og vil ekki.  Hún sem forsætisráðherra er ekki að hugsa um fólkið sitt og hefur engan áhuga á að gera það.. segi ég þetta vegna orða hennar sjálfrar AÐ HÚN HEFUR ENGAN ÁHUGA Á EFNAHAGSMÁLUM ÞJÓÐARINNAR. og sem sitjandi forsætisráðherra þegar hún segir þetta, er óábyrgt fram úr hófi , og á hún þá að segja sig frá embætti sínu til að geta þó allavega leyft einhverjum sem hefur áhuga á starfi sínu að starfa.  Hingað og ekki lengra segi ég. Þjóðina vantar að fá að vita hvenær ICESAVE verður tekið fyrir á Alþingi aftur...svo hún geti hafið mótmæli á ný ef hún vil.

Eins langar mig að vita frá einhverjum marktækum.. Hversu mikið þurfum við Íslendingar á þessu láni frá AGS að halda.. þurfum við að taka þetta allt.. Ríkisstjórn Íslands lifir greinilega ekki í takt við þjóð sína . Því þetta allt sem er búið að gerast í þjóðfélaginu og leggja á herðar hennar er of mikið fyrir hana.. og hún sjálf er ekki að sjá sig ráða við stöðu sína eins og hún er orðin hjá mörgum.. að verða hjá öðrum, allt farið hjá sumum og kemur ekki til baka...svo les maður líka að ráðamenn bankanna krefjist BÓNUS..

Núna segi ég.. og vonandi fleyri..ÉG MUN TAKA HATT MINN AÐ OFAN, FYRIR ÖLLUM ÞEIM ALÞINGISMÖNNUM SEM STANDA MEÐ KOSNINGARLOFORÐUM SÍNUM OG VORU KOSIN FYRIR ... ÞETTA ER EKKI OKKAR AÐ BORGA....


mbl.is Hver bendir á annan í Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NÚNA VANTAR SVÖR...

Það er búið að draga þjóðina á ASNA eyrum.. þessi ríkisstjórn er rúinn öllu trausti segi ég, og af hverju ég segi það...JÚ...einn daginn þá er þjóðin látin halda það að hún sé nú  bara í nokkuð góðum málum.. alla vega ekki svo slæmum að hún þurfi öll þessi lán sem var búið að sækja um...og hver var staðan þá þegar okkur þjóðinni bárust þessar fréttir..JÚ.. RÍKISTJÓRNIN búinn að missa mark sitt og halli komin á hana..og hver var ástæðan..JÚ..þjóðin sjálf farin að gera sér grein fyrir því að þessi skuldarklafi sem er verið að setja á hana muni aldrei ganga upp...skatta hækkanir,  matvöru hækkanir, öll þjónusta hækkar, og laun lækka. ICESAVE er skellt á okkur, þó svo að seinni afgreiðsla þess eigi eftir að fara fram á alþingi, skellt á okkur algjörlega gegn vilja okkar, sem táknar þá meiri skattahækkanir á okkur, og á sama tíma, rísa hinar ýmsu raddir vel menntaðra manna og fræðinga fram, og segja okkur að það muni aldrei geta gengið að við gætum borgað þetta. þeir segja okkur líka að ICESAVE sé ekki okkar að greiða, en ríkistjórnin er greinilega sökudólgur á þessu klúðri þarna, og í staðin fyrir að viðurkenna það fyrir okkur þá gerir hún okkur sökudólga þar og kennir okkur um að hafa bruðlað. Lánin frá AGS eru ekki góð.. og það veit þjóðin um, og hafa verið miklar óánægju raddir um töku ríkissins á þessu láni.. en þjóðin er róuð niður að sama skapi  með lygum um að þessi lán verði sko ekki notuð.. þjóðinni sagt að þau muni liggja inni á vöxtum, sem eru jú reyndar minni en hún þurfi sjálf að borga fyrir að hafa lánið....og þegar hér er komið hjá mér í þessum skrifum þá fer ég ósjálfrátt að spyrja mig hvort ríkistjórnin haldi virkilega að almenningur sé ekki að sjá í gegnum í þessa leikfléttu hjá þeim...og hvort ríkistjórnin sjálf sjái þessa fléttu sína enda.

EN ÞETTA ER ALLT gert til að halda svikulli ríkistjórn saman....og núna þegar það er búið að fara þvílíkt á bak við þjóðina til að ríkistjórnin geti fengið lánin sín, og staða fólksins ætti að batna vitandi að það er komið lán í geymslu sem ætti að geta hjálpað til við að búa til stöðuleika í þjóðfélaginu, en nei...þetta átti nefnilega aldrei að geymast þetta lán, eins og er að sína sig núna. 

Svo ég spyr núna...hvar á að fá peninga til að borga þessi AGS lán....og til að borga vextina af því..

Hvar á að fá peninga til að borga ICESAVE þjófnaðinn...og vextina að honum...

Stöðugleikasáttmálinn enn í upplausn, og ekkert nema stundar frestanir aftur og aftur þar, frestanir á einhverjum loforðum sem verða svo aldrei. . þessi ríkistjórn ætlar ekki að gera neitt fyrir fólkið sitt..EKKI NEITT segi ég, því ef hún bæri hag okkar landsmanna fyrir brjósti sér þá væri ÍSLAND ekki statt þar sem það er í dag. Ég vil nýjar kosningar núna..fá ríkistjórn sem þykjir vænt um fólkið sitt, er tilbúinn að rísa upp fyrir það, telja kjark í hana, og leiða hana inn til velfarnaðar, en ekki til  óskapnaðar sem núverandi ríkistjórn er að gera.

 


mbl.is Nota forðann í afborganir lána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það var nefnilega aðferðarfræðin.

Einhvern veginn kemur þetta mér ekki á óvart..þetta er búið að liggja í loftinu...og samt setur mann hljóðan liggur við. Þvílík framkoma ríkistjórnar við þjóðina, svo algjör að að hún er að verða sér til skammar og minnkunar. Íslendingar lesa í fréttum hver staða þeirra er, frá ráðherrum sínum, þar sem þeir meira að segja tala í kross..Hann segir..íslendingar vilja ekki ganga í ESB.. Hún segir það er þjóðin sem ræður í þjóðaratkvæðagreiðslu... Og þá kemur Hr.Bjarni Benediktsson alþingismaður í pontu,,og mikið varð ég fegin að sjá hann, því hann er þó málefnalegur og kann sig.. og heyrði ég að hann talaði fyrir því að meiri hluti þjóðarinnar vildi ekki inn. þetta segja þau á fundi erlendis. Sama dag og stöðugleikasáttmálinn er í upplausn. En allar kannanir sína afdráttarlaust að þjóðin vill ekki inn í ESB. Forsetisráðherra neitar þjóð sinni um þýðingu á spurningarlistanum, og hvað þá, að þjóðin fái einhverja kynningu á honum, svo sem um hvað spurningarnar væru, nei þjóðin skyldi bara lesa hann á netinu ef hún vildi.. og það á ensku..hverslags framkoma er þetta...þetta er brot á þjóðinni. hún hlítur að eiga rétt á að hann verði þýddur, þó of seint sé, og ennþá meiri rétt á að svörin verði þýdd líka.

Þetta er allt saman búið að valda mér miklum heilabrotum, því hvernig sem ég skoða þessa aðferðarfræði sem ríkisstjórnin er að nota þarna , og væntanlega hlítur hún að sjá sér einhvern hag í henni , og þessari skuldarsetningu á fólkið sitt sem á endarlaust að bæta ofan á sig, þó hún geti ekki meir, þá get ég ekki nokkur staðar séð þessa aðferðarfræði vera að ganga upp fyrir þjóðina. Ég er aftur á móti farinn að velta því fyrir mér hvort ríkisstjórnin sé ekki að geta horfst í augu við fólkið sitt, og sé hreinlega hrædd við að horfast í augu við þá staðreynd að þjóðin vill ekki inn í ESB..

 Kosningaloforðin muna allir. Og þau voru ekki þessi staða sem búið er að setja þjóðina í.   Að við skulum heyri það sagt eftir fjármálaráðherra okkar að það sé eiginlega búið að ganga frá ICESAVE, og þjóðin þar með sett í skuldakafald... Á EKKI AÐ GETA VERIÐ , Á MEÐAN ALÞINGI Á EFTIR AÐ GREIÐA ÞESSU SAMÞYKKI SITT er ekki búið að ganga frá ICESAVE...fjárlaganefnd á eftir að skila sinni vinnu...NEMA þetta sé aferðarfræðin sem Jóhanna og Steingrímur nota..fara á bak við sitt fólk á meðan er verið að gera..svo þegar búið er að gera.. þá er fólkinu þeirra stillt upp, því neitað um að fá að standa með því sem það var kosið fyrir, og það látið samþykkja alla þessa vitleysu sem þau eru búinn að gera SVO ÞAU VERÐI NÚ EKKI formönnum sínum, og ÖÐRUM ÞJÓÐUM TIL SKAMMAR...

Ég vil að við fáum þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB núna, áður enn þjóðin eyðir meiri pening sem hún á ekki til, í einhvað sem hún vill ekki jafnvel.

Eru ekki fleiri sammála mér í því.. Að óska eftir þjóðaratkvæðagreiðslu núna.. Það á ekki að vera hægt að valta svona yfir launagreiðendur sem þjóðin er hér, af launþega sem ríkisstjórnin er . Ríkisstjórnin á að virða þjóð sína og vilja hana, Ríkisstjórnin á að hugsa um íslenska fólkið..og hag þess....Ríkisstjórnin vinnur fyrir okkur, og hún er ekki að standa sig á neinu sviði.


mbl.is Á methraða inn í ESB?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þau kunna að bjarga sér fyrir horn..en hversu lengi.

það er nefnilega það..ný drög að stöðugleikasáttmála...og hvað svo...það er verið að hafa þjóðina að...ja að hverju..ég spyr núna ... í hvaða skipti er ríkistjórnin að skella einhverjum skyndihugmyndum fram á borð að lausnum til fólksins í landinu á síðustu stundu , til að bjarga sér fyrir horn frá upplausn, og svo stenst ekki steinn yfir steini í þessum hugmyndum og lausnum sem kemur frá þeim .. hvaða tíma er ríkistjórnin að kaupa sér með þessari framkomu..og að ríkistjórn láti stöðuleikasáttmálan ekki hafa meiri forgang eins og staðan er í þjóðfélaginu í dag er algjör vanvirðing við þjóðina..sem er samt nógu góð til að borga þeim laun enn. það verður að segja þessari ríkistjórn upp strax..og fá stjórn sem er tilbúinn að vinna fyrir fólkið í landinu.  ÉG SPYR...HVAÐ VAR SVONA MERKILEGRA OG ÞÝÐINGARMEIRA AÐ VINNA AÐ...en stöðugleikasáttmálinn...sem hefur púls þjóðarinnar í höndum sér . Hverslags framkoma er þetta...
mbl.is Fundað um yfirlýsingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óásættanleg þessi aðferðarfræði sem er verið að beita.

Það sem formaður bændasamtakanna er að segja þarna er mjög alvaralegt og verður að kanna þetta betur.

Hverslags vinnubrögð eru þetta einu sinni en...en eins og allt annað sem kemur frá ríkistjórn..     ólesin, fljótfærnis vinnubrögð..aldrei hugsað um afleiðingar og hvert leiðir, og allt yfirbragð virðist vera í endalausri samkeppni við......ja við hvað spyr maður.. af hvaða tíma eru þau að missa af..

Bændasamtökinn ættu jafnvel  að athuga það hvort þau geti ekki kært þessi vinnubrögð til ESB...


mbl.is Bændasamtökin fóru ekki yfir svörin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og þar innan dyra eiga hagsmunir fólksins að vera...

Að horfa á alþingi í morgun og hlusta, þá fæ ég sorg í hjarta fyrir hönd íslendinga ef þetta icesave verður samþykkt. Endalaust kennt þessum flokki um  þetta og þessum flokki um hitt ...allt snýst um að enda þetta mál er sagt...að enda þetta mál á þennan hátt ef samkykkt verður..er fyrir hvern spyr ég í hag....

Af hverju ræða þau ekki um áhrif þessa máls sem þetta mál icesave er að hafa á fjölskyldurnar í landinu og á eftir að hafa ef fram fer sem er..

Nýjasta hjá fjármálaráðherra núna er lífeyrir landsmanna ..að lífeyrissjóðir borgi icesave með lífeyrir landsmanna til að borga stuld Björgúlfs feöga á sparnaði breta og hollendinga......ekki nóg að fólk missi eigur sínar herði sultarólina á beltinu enn frekar, sem hefur þó takmörkuð göt...láti af öllum, já öllum lífsgæðum líka heldur er nýjasti vasi ráðherra lífeyrir fólksins í landinu fyrir efri ár þess....

Ég spyr bara....finnst fólki þetta allt í lagi...er það tilbúið að sjá á eftir lífeyrir sínum í þetta...

Ég held að við ættum að fara að spyrja okkur....fyrir hvern er hann að vinna...okkur fólkið eða hvern.. það er augljóst að það er ekki hagsmunir fólksins þarna..skyldi fjálaganefnd eiga að reikna icesave dæmið út frá því að gert sé ráð fyrir að lífeyrir landsmanna þar til....


mbl.is Icesave til fjárlaganefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþingi kallar..

er að mæta saman aftur hlé.. allir þeir sem eru sammála því að icesave eigi allavega að fara fyrir dómstóla áður en við erum skikkuð til að borga..mætum og sínum alþingi samstöðu þar. Lilja segir jafnframt að það þurfi mótmæli frá fólkinu til að AGS verði endurskoðað...gefum alþingi þennan stuðning sem það þarf..mætum þau okkar sem geta núna þó seint sé og byrjum að sína að við líðum ekki þetta einræði. 

Stöndum saman í þögn og horfum á þetta fallega hús til að byrja með... 


mbl.is Þung orð falla um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna lofaði þjóðinni þjóðaratkæðagreiðslu um þetta ef..

það á að geyma afgreiðslu og uppgjör á þessu þar til það er komið í ljós hver heildarskuld verður, það er allar eigur gerðar upptækar og búið að koma þeim í verð, allur peningur komin fram sem var komið undan og gerður upptækur. Þegar komið er í ljós hvað eftir stendur þá má athuga hvort þjóðin vilji borga þetta...Jóhanna þú lofaðir fólkinu þínu þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta ef samstaða næðist ekki og það er það mikil klofningur í landinu um þetta..svo stattu við orð þín kona og farðu að sína fólkinu að þú sért að vinna fyrir það en ekki ESB. eða AGS. Fólkið sem er að borga þér laun.
mbl.is Umræða um Icesave hafin á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öllu fórnað.

Já var það ekki...Þjóðin á ekki fyrir reikningum sínum, mat sínum, eða hvað þá fyrir öðru sem til fellur við rekstur heimilis.

En það er til peningur til að borga þessa vexti..af láni sem þjóðin er látin halda að sé óhreyft á reikning. Látin halda segi ég , því það flaug sagan að það hefði verið notað til að styrkja krónunna okkar blessaða. En jafnframt hefur blessaður fjármálaráðherra okkar komið fram og sagt þjóðinni að lánið sé óheyft..liggi á vöxtum sem séu okkur svo góðir, en borgum til baka hærri vexti fyrir að hafa lán á reikning...ÓTRÚLEGT..en satt.

Á sama tíma les maður..Ísland eitt af 22 aðildarríkjum sameinuðu þjóðarinnar sem hafa greitt aðildargjöld sín þetta árið.  HVAÐ BORGAÐI ÍSLAND MIKIÐ..fylgir ekki sögunni bara hvað aðrir skulda mikið og að Ísland sé eitt af 192 ríkjum sem eiga aðild að samtökunum en aðeins 11,4 prósent skuldlaus. Gott og blessað...þessi skuld frá..en hvað með fólkið ykkar Jóhanna og Steingrímur..       þjóðin horfir á þetta..það er til peningur fyrir þessu..en ekki til peningur til að hækka launin hjá þjóðinni, þjóðinni sem er búinn að taka nú þegar á sig hverja skerðinguna á fætur annari, og getur hreynlega ekki tekið meir á sig..en veit samt af öllum hækkunum á öllu sem skellur á fljótlega.. mikil skerðing í viðbót fyrir lífskjör okkar,en svo á eftir að koma icesave skerðingin líka..Atli Gíslason sagði í viðtali við Pétur Blöndal í morgun  uss suss Pétur, ekki tala þjóðina niður...

Nei það er betra að ljúga að þjóðinni, að hún geti einhvað sem fyrirfram er vitað að hún geti ekki. Allar tölur segja sitt og skuldarstaða þjóðarinnar segir að hún ráði ekki við þetta..en að vísu ef icesave væri eina skuldin okkar sem er stór, svo stór að ísland ætti í sjálfu sér í fullu fangi með hana..en hún er ekki eina skuldin..að vísu skuld sem er ekki okkar enn og ætti aldrei að verða..en það er þessi fyrirvari um  samþykki alþingis sem ræður því hvort þessu verður skellt á okkur. Þessa AGS lánatöku verður að endurskoða , stoppa strax, þjóðin getur ekki meir en hún gerir. Allar staðreyndir tala og raunveruleikinn líka og hann segir að þjóðin hafi ekki efni á þessum lánatökum hjá AGS. Hafi ekki heldur efni á því að borga þennan icesave reikning í formi láns frá bretum og hollendingum..sem er ekki skuld flestra íslendinga, en sumra þó því miður, og það á að gera þá ábyrga. Af hverju ríkistjórn kýs að koma svona fram við þjóð sína er allveg óskiljanlegt og á ekki að líðast undir neinum kringumstæðum.

Eina sem ríkistjórn hefur gert liggur við að ég segi er  að skuldsetja okkur upp fyrir haus...var kosinn til valda vegna hruns sem átti sér stað , var kosin til að bjarga heimilum í landinu , halda skjaldborg utan um þau..en hver eru skilaboð ríkistjórnar í dag...jú þið fólk gott..eigið að þegja bara og borga, svelta meira og þegja líka..missa eigur ykkar allar líka enn bara að þegja..þegja og þegja. Allt gert fyrir fyrirtækin til að þau geti sukkað aðeins meir..en við gott fólk kjósendur sem voru nógu góðir til að kjósa, hvort sem það var að kjósa þau sem eru til valda eða aðra..eigið bara að þegja og borga hvort sem þið getið eður ei.Þetta var þetta ekki það sem okkur var lofað...jú allir vissu að Jóhanna vildi í ESB en Steingrímur ekki..en allir voru sammála um að icesave var ekki okkar að borga...eins og komið hefur í ljós..en samt..það er komið fram að það var aldrei við fólkið sem áttum að hafa forgang og það gengur ekki..þetta er ekkert annað svik við þjóðina og það er ekki hægt lengur að bjóða henni þetta. Að réttlæti skuli ekki ríkja hér og vera með ríkistjórn sem kemur svona fram okkur segir eitt enn meinar annað gengur ekki..

Það er til peningur til að gera þetta allt..en ekki til að mæta þörfum heimilanna ....

Jóhanna Sigurðardóttir, þú lofaðir þjóð þinni þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta icesave ef til þyrfti..og nú þarf það að gerast..það er það mikið í húfi fyrir okkur íslensku þjóðina, og þið ríkistjórn eruð að fara fram á að við fólkið í landinu borgum þessa óreiðuskuld, svo það er réttur hennar að kjósa um það hvort hún geti, treysti sér , og vilji borga þetta.   Stöndum á sjálfstæöi okkar sem sjálfstæð þjóð og látum ekki bjóða okkur þessa vitleysu, sem þetta er og ekkert annað.


mbl.is Greiðum tvo milljarða til AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband