Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010

Ég vil fá að kjósa....

Ég vil sem Íslendingur fá að kjósa um það hvort ég vilji að haldið verði áfram í þessum ESB viðræðum (aðildarferli) eða ekki....

Við Íslendingar höfum ekki efni á því láta þjóðfélagið okkar ganga eins og við vildum og er verið að skera illilega niður allstaðar á sama tíma og það er hægt að henda fullt af pening í gæluverkefni Ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttir...

Hvað er hægt að kalla þessa ESB umsókn annað en gæluverkefni örfáa einstaklinga í Ríkisstjórninni þar sem við Þjóðin höfum ekki enn þá fengið að segja vilja okkar á því hvort þetta sé það sem við viljum eða ekki...

Þjóðaratkvæðagreiðslu krefst ég áður en það verður haldið lengra í þessu ESB brölti...


mbl.is Fyrsti rýnifundur um landbúnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á næsta leit, þjóðin dregin á asna eyrum....

Að staðan skuli vera orðin svo í dag að það geti myndast skaðabótakrafa á hendur Ríkissins vegna hugsanlegra aðgerða Ríkisstjórnar er staða sem Ríkisstjórnin er sjálf búin að skapa og koma sér í......

 Það er ljóst að Ríkisstjórnin gerði hræðileg mistök með þessu vali sínu á hverjum skyldi bjarga og hverjum ekki... 

Almenningur er að bíða eftir Skjaldborginni sem þessi Ríkisstjórn var kosin til að koma með handa heimilum og fyrirtækjum Landsmanna.

Forsætisráðherra Íslendinga Jóhanna Sigurðardóttir ætti að skammast sín fyrir að væla um það að það hafi nú verið 16000 heimili í vanda þegar hún tók við og ekki NEMA 22000 heimili í dag....

Hvað eru mörg heimili flúin Land ?  Hvað eru mörg heimili búin að flosna upp vegna þessa mikla forsendubrests sem varð á öllu Landinu en ekki bara á vel völdum stöðum eins og ætla mætti eftir fréttum síðustu daga,,,

Þetta eru svo stór og alvaraleg mistök að það mun taka okkur Íslendinga marga áratugi að koma okkur út úr þessum erfiðleikum sem Ríkisstjórnin er búin að setja okkur í með þessari ákvarðanatöku sinni hverjum skyldi bjarga og hverjum ekki að ég krefst þess að hún sæti ábyrgð á þessum miklu mistökum sínum og víkji tafarlaust...


mbl.is Skuldaaðgerðir að skýrast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var það ekki...

Er það markmið Ríkisstjórnarinnar að þurrka algjörlega út störf og atvinnugreinar í Landinu...

Er hægt að kanna það hvort þetta sé liður í þeim breytingum á innkaupum ríkissins sem þarf að gera ef að Íslendingar fara í ESB...

Það er ekki laust við að það blikki á mann við lestur þessara fréttar...

Fyrir okkur Íslendinga þá hlítur það að skipta okkur mjög miklu máli að halda störfum og iðnaði í gangi hérna heima og ætti frekar að vera markmið Ríkisstjórnainnar að gera allt sitt til þess að efla og styrkja atvinnuveg innanlands en ekki erlendis.....

Það er ljóst enn og aftur að hag okkar Íslendinga er Ríkisstjórnin ekki að hafa að leiðarljósi og er ekki hægt lengur að það sé valtað svona yfir okkur Íslendinga á skítugum skónum af eigin Ríkisstjórn eins og mér finnst vera að gerast hérna einu sinni en...

Er ekki hægt að vekja upp kröftug mótmæli og koma þessari SVIKA Ríkisstjórn frá...


mbl.is Fjölda starfa stefnt í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er ekki í lagi....

Ríkisstjórnin á að sæta ábyrgð vegna þessa gjörnings sem gerður var vegna þess að hann er SIÐLAUS...

Sæta ábyrgð og víkja tafarlaust vegna þess að þetta er ekki í lagi.... 

Að það sé í lagi að borga 30 milljónir vegna forsendubrests sem varð á þeirri forsendu sem gefin er, það er að sá samdráttur sem orðið hafði á nýtingu heimilisins væri óviðunandi vegna þess að viðkomandi fékk ekki lengur að stunda kynferðislega misnotkun á skjólstæðingum sínum er ekki í lagi og ekkert við það í lagi...

Ef að þetta er í lagi þá á að senda 30 milljónir króna inn á hvert og eitt heimili í Landinu vegna þess að það eru þau sem að hafa orðið fyrir raunverulegum forsendubresti...

Ríkisstkjórnin á að sæta ábyrgð og koma sér tafarlaust frá vegna þess að þessi gjörningur er ekki í lagi....


mbl.is Einu sinni áður samið um greiðslu bóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óhugnarleg aðferð til að ráða ríkjum...

Það sem er óhugnarlegast við þessa frétt sem og þær fréttir síðustu daga sem við höfum lesið heyrt og séð, er það hvernig AGS í samvinnu við ESB toga yfirráð ríkja til sín á þeirri forsendu að þeir séu að hjálpa....

Ríki eru þvinguð til þess að setja skattgreiðendur sína í ánauð...

Svei og skömm....

Það lítur út fyrir að þetta kerfi sem  AGS og ESB er að nota þarfnist endurskoðunar vegna þess að ekki er það að gera sig....

Íslendingar mér finnst mjög mikilvægt að við séum meðvituð um þetta vegna þess að þetta er það sem koma skal ef við förum í ESB...

Það eru til aðrar skynsamari leiðir segi ég en að setja hvert Ríki á fætur öðru í ánauð til þess að einhver draumur um eitt stórt Ríki geti orðið til....

Íslendingar við eigum ekki að taka þátt í því að vera sett í ánauð vegna svona vitleysu eins og ESB og AGS líta út fyrir að viðhafa...

Ekkert ESB segi ég...


mbl.is ESB aðvarar Íra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vegna þess að forsendubrestur varð á heimilinu....

Faglega staðið að málinu segir hann....

Það er ekki hægt lengur að á sama tíma og það hefur EKKERT og ég segi EKKERT verið gert til þess að koma á móts við heimili og fyrirtæki landsmanna þó svo að allar staðreyndir sýni að mikill forsendubrestur hafi átt sér stað þar, að það sé hægt að greiða 30 milljónir til heimilis sem átti að gæta hag barna á þeirri forsendu að það hafi orðið FORSENDUBRESTUR á heimilinu vegna þess að upp komst að KYNFERÐISLEG MISNOTKUN á börnum átti sér stað og samningi við heimilið sagt upp vegna þess....

Það er ekki hægt lengur að Ríkisstjórnin starfi áfram...

 Það er ekki hægt lengur að bjóða okkur Íslendingum upp á svona vinnubrögð vegna þess að það er verið að draga þjóðina á asnaeyrum með svona vinnubrögðum....

Að greiða 30 milljónir til heimilis á þeirri forsendu að það hafi orðið forsendbrestur vegna þess að heimilið fékk ekki lengur að starfa á þeirri forsendu að beita skjólstæðinga sína kynferðislegri misnotkun er mikil fyrra, svo mikil að það er mjög alvaralegt að svona skuli gerast og eiga allir þeir úr Ríkisstjórn sem komu að þessu að víkja tafarlaust....


mbl.is Sakar Barnaverndarstofu um að leka póstunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Alþingi ekki rúið trausti núna...

Það myndi ég halda eftir þennan fund VG og niðurstöðu hans að Alþingi sé endanlega rúið traustri...

Ég segi bara hvernig er hægt að halda áfram samvinnu eftir þennan fund....

Það er ekki marktakandi á einu orði sem kemur út úr munni þessa manns vegna þess að logið hefur hann að okkur, haldið upplýsingum leyndum eins og hægt er fyrir okkur, að ógleymdum þessum stóru lygum hans þar sem lofað var að slá skjaldborg utan um heimili og fyrirtæki Landsmanna, logið að okkur um að óreiðuskuld eins og Icesave sé ekki okkar að greiða, og laug líka blákallt upp í opin andlit Landsmanna og sagði inn í ESB vill ég ekki fara....

Hafðu vit á því Steingrímur Jóhann að segja af þér þó ekki sé nema vegna þessa sem talið er upp hér að ofan áður en Þjóðin rekur þig með SKÖMM....


mbl.is Fjáraukalög rædd í næstu viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert ESB...

Það á að stoppa allar framkvæmdir tengdar ESB tafarlaust og leyfa Þjóðinni að segja hug sinn um það hvort hún vilji áframhald á þessar viðræður eða ekki...

Þjóðinni er búin að sjá nógu mikið inn fyrir glugga ESB til þess að geta myndað sér skoðun á því hvort þetta sé það sem hún vill eða ekki...

Ef að það verður ekki gert þá má segja að það sé mikil hræðsla við hugsanlegan vilja Þjóðarinnar sem ráði för hjá Ríkisstjórn, og ef að svo er þá á að draga þessa ESB umsókn tafarlaust til baka....


mbl.is Flokksráðið ræðir Evrópumál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki spurning að höfða mál....

 Af hverju var ekki farið strax í það að kæra af hálfu Fjármálaráðherra okkar Íslendinga...

Það var ljóst strax frá upphafi að þetta væri brot á okkur....

Það er sorglegt að horfa á stöðuna sem komin er upp vegna þess að það er hatur og óvild sem er að stjórna því að það er ekki tekin upp hanskinn fyrir okkur Þjóðina...

Það er sorglegt að það skuli ekki vera velferð og hagur okkar Íslensku Þjóðarinnar sem ræður...

Það er sorglegt að Fjármálaráðherra Íslendinga skuli ekki sjá að það er vegna orða hans sem þjóðin getur ekki leitað réttar síns eins og hún ætti að gera...

Það er ekki lengur hægt að líða það að hatur og reiði til orðsins SJÁLFSTÆÐI stjórni því að haldið verði áfram á sömu braut....

Það var aumingjalegt að heyra það í orðum Steingríms og Árna Þórs að það sé hatur en ekki velferð sem stjórnar leið þeirra...

Steingrímur er búinn að missa allt traust sitt vegna þeirra lyga sem honum hefur þótt betra að grípa til en segja sannleikann, og Árni Þór hefur aldrei hlotið traust vegna þess að honum þykir allt í lagi að vera siðlaus....

Bara þessi orð Steingríms "ég held að hún sé ansi seint fram komin" segir það sem segja þarf...

Aumingja Ríkisstjórn sem á að koma sér frá tafarlaust segi ég vegna þess að hún velur að sigla Þjóðarskútunni í strand vegna haturs á Sjálfstæðisflokkinn eins og kom bersýnilega í ljós á fundi VG í gærkvöldi frekar en að rísa upp með okkur Þjóðinni í að leita réttar okkar vegna þessa miklu brota sem framin hafa verið á okkur...


mbl.is Ekki líklegt að höfðað verði mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það á að setja Hörpuna á bið frekar....

Ég legg til að Tónlistarhúsið Harpan verði sett á bið frekar en að það verði fækkað leikskólum...

Að fækka leikskólum er fyrra vegna þess að það er biðlisti...

Að fækka leikskólum er fyrra vegna þess að það er verið að stilla þeim sem eru atvinnulausir upp við vegg, upp við vegg þannig að ef þau hafa ekki leikskólapláss fyrir börn sín þá er fólki sagt að þá sé ekki hugur með aðgerð hjá því ef að það kæmi vinna... 

Það er ekki verið að horfa í það að þeir sem eru á atvinnuleysisbótum munar um hverja krónu í öllum útgjöldum...

Þegar ég skoða þetta svona þá er um vítahring að ræða sem er verið að koma fólki í.... 

Niðurskurð þarf að taka annarstaðar myndi ég ætla, og þess vegna þá legg ég til að tónlistarhúsið Harpan verði sett í 3 ára framkvæmdarstopp eða svo, það er miklu meiri skynsemi í því myndi ég ætla...


mbl.is Mótmæla sameiningu leikskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband