Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010

Þjóðareign, almannaeign eða ESB eign...

Mér hefur alltaf fundist þetta orðalag Þjóðareign og almannaeign mjög sérstakt og varhugavert þegar Jóhanna Sigurðardóttir fer að tala um Auðlindir okkar og hversu mikilvægt það sé að þær verði gerðar að Þjóðareign en núna talar hún um almannaeign.

Við skulum athuga það að um leið og þjóðin fer inn í ESB ef svo verður þá verða þessar auðlindir okkar ekki okkar lengur ef um almannaeign verður að ræða. Stefna ESB er að það verði eitt stórt ríki sem stjórnar öllum þeim sem eru innan þeirra banda, svo það gefur augaleið með auðlindir okkar hvort sem um rafmagn vatn eða fisk er að ræða að þær verða ekki mikið okkar ef í ESB verður farið...

Höldum vöku okkar það er mikilvægt núna, þetta er landið okkar og okkar auðlindir sem er verið að tala um...


mbl.is Auðlindir verði almannaeign
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Ólöf.

Mikið er ég ánægð með þessar kosningar hjá Sjálfstæðisflokknum og til hamingju öll saman.

Ég segi að núna er komin sterk stjórn með fullt að krafti og þor til að takast á við og berjast fyrir því sem að skiptir máli hjá okkur Íslendingum og það er við sjálf. Ég stend á því að það sé sá kraftur sem þarf að vera í formanni í henni Ólöfu Norðdal og hún þess vegna tilvalið efni sem varaformaður. Hún og Bjarni Benediktsson sem Formaður eru góð í forystu fyrir flokkinn segi ég.

 


mbl.is Ólöf Nordal fékk 70% atkvæða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veruleikaskerðing í gangi..

 Hverslags veruleikaskerðing er í gangi þarna var það sem að mér datt í hug við lestur þessa fréttar...

Jóhanna Sigurðardóttir tala um að tryggja áframhaldandi frið á vinnumarkaðinum !!! (hvaða frið segi ég) Hún talar líka um á sama tíma að það gætir vaxandi óánægju og óþreyju innan raða Launþega og atvinnurekanda og segir að sátt verði að vera um áframhaldandi endurreisn.....

Til að klingja svo öllu út segir hún það ekki valkost að efna til átaka í þeirri stöðu sem Ísland er í dag. Ég segi að hún hefði átt að hugsa leik sinn betur til enda áður en hún fór af stað með þessi fögru kosningarloforð sín vitandi um að það voru bara innantóm orð og hún hefði mátt gera sér grein fyrir því að svikin loforð voru það síðasta sem að Íslendingar þurftu fyrir síðustu kosningar...


mbl.is Óvíst hvort annað tækifæri gefist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur Jóhann Sigfússon.

Var það ekki Fjármálaráðherra sjálfur hann Steingrímur Jóhann Sigfússon sem skrifaði undir Icesave samningin í skjóli nætur og rómaði hann svo sem þann besta samning sem hægt væri að fá og væri svo voðalega góður fyrir okkur....

Það á að reka þennan mann úr flokknum strax og taka formannssætið tafarlaust af honum. Hann er ekki búin að vera að vinna að heilindum fyrir flokkinn það er alveg ljóst. Ef svo væri þá væri ekki þessi staða sem komin er upp....


mbl.is Draumsýn að flokkurinn lifi af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Standa fast saman núna...

Það er ljóst að Fjármálaráðherra er búinn að svíkja málstað sinn sem hann var kosin fyrir og flokkurinn því brotinn á fæti...

Þessi flokkur hlaut kosningu meðal annars vegna loforða sinna um að slá skjaldborg utan um fólkið í landinu og fyrirtækin og tryggja það að það væri ekki okkar að borga óreiðuskuldir annarra eins og Icesave....

Það var líka eitt af aðal loforðum þessa flokks að inn í ESB vildi hann ekki...

Það er búið að svíkja öll þessi loforð í dag og ekkert annað hægt að segja um það annað en svik. Það er komið 1 og hálft ár síðan þessu var lofað sem eitt af forgangsmálum svo það er ekki hægt að segja annað en svik, það verður ekki auðvelt fyrir þennan flokk að rísa upp nema gera almennilega tiltekt innandyra ....

Standið saman segi ég við það sem þið lofuðuð og fóruð af stað með segi ég og hreinsið til innandyra núna á meðan tækifærið er, svo það verði viðreisnarvon fyrir ykkur áfram í pólitík... það á ekki að bíða fram á haust með það eins og Árni Þór Sigurðsson leggur til, við skulum muna það að hann er einn af þeim sem þarf að henda út vegna spillinga ....


mbl.is Evrópumálin holgrafa flokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

3 Maðurinn...

Já það er spurning hvort það eigi ekki að setja hann Pétur B. inn sem 3 mann í formanninn. Sú staða er búin að vera að varaformaður er engin síðan Þorgerður Katrín steig til hliðar og formaðurinn búinn að vera einn. Þessi staða segir okkur að 3. mann veitti ekkert af að hafa við hlið formanns og varaformanns ef eitthvað kæmi upp á. Ég segi að Pétur er með bein í nefinu og starfi sínu fyllilega vaxinn og þar af leiðandi hæfur maður. Maður sem að ég myndi treysta fyrir forystu ef til þyrfti...Það er spurning um hann sem varaformann og Ólöf þá sem 3 manneskja þó erfitt sé að gera upp á milli því einhvernvegin þá er þessi staða þannig fyrir mér að þau öll 3 Bjarni Benediktsson Ólöf Norðdal og hann Pétur Blöndal eru öll mjög fær og góð og erfitt að gera upp á milli. En aðalmálið er að þau eru öll góð svo það á að setja þau öll í formann sem og varaformann og vara-varaformann. 
mbl.is Skorast ekki undan ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fara ofan í saumana á þessu...

Það á að fara ofan í saumana á þessu tafarlaust og það þá aftur ef það er það sem þarf...

Það er ekki hægt að við almenningur séum búin að vera afvegaleidd í sannleikanum á þessu ljóta máli og engin látin sæta ábyrgð á þessum ljóta leik sem leikin var í fjármálum nema við skattgreiðendur sem erum gerð að blórabögli fyrir þessu öllu saman af NÚVERANDI RÍKISTJÓRN... sem virðist teygja vald sitt svo langt aftur að eigin skýtur er farin að fljóta upp í andlitið til baka hjá henni Ríkistjórninni...

Eftir þessum fréttum að dæma þá er hægt að túlka þetta þannig að núverandi Ríkistjórn sé sú sem að byrjaði þetta ljóta ball og var stoppuð á miðjum dansleik og líkaði ekki vel. Fór í skotgröf sína (öllu til tjaldað sem til var í ljótum orðum-klækjum og öllum öðrum kennt um) til að fá að klára þetta einkaball sitt. Það á að fá nöfnin á þessum einstaklingum upp á borð... Tryggja það að allir þeir sem að komu þarna að í þessari spillingu séu hvergi að vinna ábyrgðarstöðu varðandi fjármál og verði teknir til saka fyrir þennan ljóta gjörning og verði dæmdir þannig dómi að þeir verði víti til varnaðar fyrir þá sem að hugsanlega hugsa það að leika þennan leik aftur einhvern tíma í ókomnri framtíð...

Það verður að setja núverandi Ríkistjórn til hliðar tafarlaust vegna þessa máls segi ég. Fyrir utan öll hin málin sem Ríkistjórnin er búin að vera uppvís að og ætti að vera farin frá vegna, þá er þetta það mál sem hefur með þessa miklu spillingu að gera og hugsanlega er verið að komast á endastöð á því hvar var farið út af sporinu sem leyfði þennan gjörning allan sem er búinn að setja okkur Íslendinga þangað sem við erum stödd í dag . Ljótt mál en gott að sannleikurinn sé að færast nær okkur í mynd á þessu öllu saman, það er nauðsynlegt fyrir okkur...

 


mbl.is FME skoðaði aldrei gengislánin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá fer kannski eitthvað að gerast...

Mikið líst mér vel þennan fund. Þessi orð Frelsi Ábyrgð og Umhyggja er það sem að velferð okkar Íslendinga á að snúast um. Framtíð okkar allra Íslendinga. Ég ætla að vona að flokkurinn (minn) komi með góða og trausta stefnu um framtíð okkar Íslendinga því það er það sem þjóðin þarf virkilega á að halda. Mér líst ekkert annað en vel á Formanninn sem og að hún Ólöf Norðdal verði varaformaður þó að ég hefði helst viljað sjá Þorgerði Katrín áfram, tilfinningin mín segir að þar verði komin góð forysta saman með Bjarna B. og Ólöf N. í forsvari fyrir framtíð hans sem Sjálfstæðisflokkur Íslendinga.

Að draga þessa umsókn til baka er náttúrulega það eina rétta í stöðunni einfaldlega vegna þessa miklu andstöðu sem er gegn þessari aðild. Fyrir utan það þá var farið með það loforð af stað að það yrðu 2 þjóðaratkvæðagreiðslur um þetta aðildarferli, og við vitum öll hvernig það endaði þegar til átti að koma og Forsætisráðherra var inntur eftir loforði sínu... EKKI TIL PENINGUR NEMA FYRIR EINNI ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLU lét hún frá sér fara.

En það er munur á því hvort umsóknin verði dregin til baka eða lögð til hliðar við skulum átta okkur á því og það á ekki að koma annað til greina en að draga þessa aðildarumsókn tafarlaust til baka sem og að setja stefnuna á að fara að snúa sér beint að okkur fólkinu og öllu því sem að okkur snýr...


mbl.is Leggja aðildarumsókn til hliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Segðu af þér tafarlaust...

Þetta er að verða spurning um það hvort það er ekki komin tími á að fara að safna undirskriftarlistum um vilja þjóðarinnar á tafarlausa uppsögn Ríkistjórnar vegna óhroða vinnubragða.

Það er ekkert annað en verið að fela eigin skít þarna segi ég og það er ekki hægt lengur að við látum það viðgangast... Er ekki búið að leggja nóg á herðar okkar nú þegar fyrir þessa Útrásarvíkinga-vini Ríkistjórnarinnar...

Það sem að við eigum að gera núna er að krefjast þess að allt bókhald Landsbankans nýja sem og gamla fyrir árin 2008, 2009 og það sem er af ári 2010 verði gert opinbert og sett upp á borð fyrir okkar augu. Þetta er okkar banki... Við eigum rétt á að vita í hvað allir þeir peningar sem að við erum að borga í skatta gjöld og vaskform fara... Allt það sem fer beint í vasa Ríkisins eigum við rétt á að vita í hvað fer... Þeir eru eða eiga að vera að vinna fyrir okkur...

Ég krefst þess en og aftur að þessi Ríkistjórn víkji tafarlaust frá störfum. Það er fáránlegt líka en og aftur að við sem borgum þeim laun skulum ekki geta vikið þeim frá störfum tafarlaust líka vegna lélegra og hræðilegra vinnubragða eins og þau sem urðu innan Utanríkisráðuneytisins og kom í fréttum í vikunni þjófnaður upp á 40 milljónir og hvað... ekkert heyrst meira um það, ég vil fá að vita hvaða maður þetta var og hver réði hann í því tilviki sem þar átti sér stað í Utanríkisráðuneytinu...


mbl.is „Engin bráðahætta á ferðum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppsögn...

Það er ljóst að hann er ekki ánægður með þennan dóm Hæstaréttar alveg burt séð frá því hvað hann segir annað.

Þessi Ríkistjórn var kosin til að bjarga heimilum LANDSMANNA meðal annars og tryggja það að óreiðuskuldir annarra yrðu ekki okkar að greiða. Þegar það kemur svo í ljós að öllu klúðrinu átti að skella á herðar okkar án þess að vissum og við sættum okkur ekki við svoleiðis vinnubrögð þá hvað... Það verða málaferli sem fara alla leið fyrir hæstarétt og vinnast þar með einsdæma sigri fyrir okkur Íslendinga myndi ég segja og þá þá lendum við í hverju... Jú það verður Ríkistjórnin sjálf sem bregst hin íllasta við... Ríkistjórnin gat rétt bönkunum þessi lán í nýjum töluvert mikið ódýrari pakka svo maður spyr sig AFHVERJU VAR EKKI HÆGT AÐ KOMA MEÐ ÞENNAN AFSLÁTT BEINT Á BORÐ TIL FÓLKSINS Í LANDINU SEM ERU GREIÐENDUR AÐ ÞESSUM LÁNUM SEM OG EIGENDUR... Þessi maður á að koma sér frá störfum hið snarasta segi ég og fær hann uppsögn frá mér...


mbl.is Fjarstæðukennd niðurstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband