Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011

Það var nefnilega það...

 Við Íslendingar eigum að draga þessa umsókn tafarlaust til baka vegna þess að forsendan fyrir henni er ekki rétt, ekki rétt að því leitinu til að umsóknin kostar mikinn pening á sama tíma og við erum ekki aflögufær, ekki rétt vegna þess umsóknin var ekki borin undir Þjóðina eins og henni var lofað og eru þessar ESB viðræður eða aðlögun þar af leiðandi ekki gerðar í sátt og samlyndi eins og ætti að vera og meiriluti Þjóðarinnar andvígur inngöngu í ESB...

 Þetta eru allt saman peningar sem við Íslendingar höfum fulla not fyrir í eigin samfélag og eins og staða okkar Íslendinga er í dag þá höfum við því miður ekki efni á því að styrkja ESB á sama tíma og meirihluti Þjóðarinnar á ekki ofan í sig eða á.

Það er ljóst að þetta mun kosta okkur fullt af pening og versnandi lífkjör á öllum sviðum og það erum við nú þegar farin að finna flest okkar þrátt fyrir að Ríkisstjórnin reynir að segja okkur annað...

 


mbl.is Beint framlag til ESB 13-15 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnina frá strax...

Þetta er hörmuleg staða sem uppi er og er ekki hægt að kenna einum eða neinum um hana nema núverandi Ríkisstjórn sem kosin var sérstaklega til þess að slá SKJALDBORG utan um heimili og fyrirtæki Landsmanna...

Þessi Ríkisstjórn var ekki kosin til þess að færa fjármálastofnunum skjaldborgina á kostnað heimila og fyrirtækja Landsmanna...

Þetta er áfellisdómur á Ríkisstjórnina og ber henni að segja af sér tafarlaust vegna þessa. Ríkisstjórnin er búinn að hafa á þriðja ár til þess að gera raunhæfa leiðréttingu fyrir heimilin og fyrirtækin en Ríkisstjórnin hefur ekki mátt vera að því vegna þess að allur hugur Ríkisstjórnarinnar er búinn að vera við ESB aðildarumsókn sem virðist vera allt hjá þessari blessaðri Ríkisstjórn.

Svo mikið allt að heimilum og fyrirtækjum Landsmanna er fórnað....

Það er ekki hægt lengur að láta þessa vittleysu vaða áfram og vegna þessara stöðu sem upp er komin þá á Ríkisstjórnin að segja af sér tafarlaust vegna þess að hún var kosin til þess að bjarga heimilum og fyrirtækjum Landsmanna og þessi frétt segir að henni er búið að mistakast alveg hræðilega ætlunarverk sitt og þar af leiðandi er henni stætt lengur...


mbl.is 110% leið nær ekki markmiðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðin þarf að geta treyst...

En og aftur það er komin tími á að Þjóðin segji vilja sinn um það hvort hún vilji í þetta ESB samstarf eða ekki með Þjóðaratkvæðagreiðslu....

VG heldur greinilega að Þjóðin sjái ekki í gegnum þennan leik sinn sem fær mig til þess að velta því alvaralega fyrir mér hvort VG séu svona grænir á bak við eyrun að það sé hægt að ljúga hverju sem er að þeim, og svo lengi sem það kemur frá forystunni þá trúa menn...

Ríkisstjórnin sjálf sagði að það yrði eingöngu um viðræður að ræða fyrir Þjóðaratkvæðagreiðsluna svo ég kalla eftir henni núna.

Það er lágmark að Þjóðin geti treyst Ráðamönnum sínum og með áframhaldi á þessum lygum og svikum í vinnubrögðum er það ekki að gerast...


mbl.is Innganga í ESB undirbúin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ringulreið og óvissa.

Það eina sem þessari blessaðri Borgarstjórn er búið að takast með góðu móti er að grafa undan öllu trausti og stöðugleika í Borginni og skapa ringulreið og óvissu í allar áttir og finnst mér störf hennar til háborinnar skammar.

Það ætti að vera takmark hvers einasta Borgarstjóra að vilja borgarbúum sínum það besta og ef þetta er það besta sem Besti flokkurinn hefur að bjóða þá vil ég hann frá...

Borgarstjóri Reykvíkinga er eina ferðina enn að haga sér eins og fífl á erlendri grund og finnst mér það miður af manni í hans stöðu.

Hann á að sína gott fordæmi og góða fyrirmynd og það er hann ekki að gera með orðum sínum erlendis þar sem hann segir að eitt af persónulegum markmiðum sínum er að eyðileggja þessa ímynd sem búinn hefur verið til af Leiðtoga....

Hvaða ímynd er hann að tala um veit það einhver...

Ég hefði haldið að Leiðtogi sé eitthvað sem kemur innan frá frá persónu sem hefur óeigingjarna forsjón í að vilja vel fyrir heildina, óeigingjarna fyrir-hyggju sem og umhyggju fyrir heildinni til svo ég nefni eitthvað og því er ekki fyrir að fara hjá þessum blessaða Borgarstjóra og finnst mér því miður...

Ég vil ekki Borgarstjóra sem lætur sig Tónlistarhús meira varða en dagvistunarpláss fyrir foreldra svo þeir geti stundað störf sín eða hvað þá skólaganga barna okkar. 

Ég kalla eftir Borgarstjóra sem sýnir Borgarbúum að þeirra velferð er númer 1. 2 og 3...


mbl.is Ótrúverðugar forsendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband