Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011

Þetta er ógeðslegt ef rétt reynist...

Ef rétt reynist þá er þetta grafalvaralegt mál svo það er eins gott að Fjölmiðlar allir reyni allt sitt til þess að finna sannleikann í þessu máli...

Þetta er svo alvaralegt ef rétt reynist að Jóhönnu Sigurðardóttir Forsætisráðherra sem og hennar Ríkisstjórn ber að segja af sér STRAX...

Þessi stefna sem Ríkisstjórnin tók varðandi hjálp til heimila og fyrirtækja er búin að fara svo ílla með fólk að það er ekki lengur bætanlegt....


mbl.is Jóhanna vildi ekki afskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Neyðarhjálp á okurvöxtum...

Það sem mig langar að vita og fá upp á borðið er hvernig Fjármálaráðherra Íslands að sjá okkur Þjóðina borga AGS til baka...

Seðlabankastjóri er búinn að vera duglegur í því að koma reglulega fram og tilkynna okkur að það sé til nægur gjaldeyrir í Landinu svo ég spyr þarf að taka síðasta hlutann 51 milljarða að láni úr því að allt er að ganga svona vel...

AGS er okurlánastofnun það getur hver heilvita maður séð ef að lántökuréttur kostar 150 milljarða af 257 milljarðakrónu láni...

Þjóðin á rétt á því að fá að vita hvernig Fjármálaráðherra er að sjá okkur Þjóðina borga þetta til baka og ef það er til áætlun sem er raunveruleg þá á að koma með hana upp á borðið annað er ábyrgðarleysi mikið...


mbl.is Markmið áætlunarinnar náðust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta það sem þjóðin vill...

Ég spyr bara hvort þetta sé það sem þjóðin vill...

Að selja Landið okkar fagra Ísland í smáskömmtum til útlendinga...

Ég segi nei við því að Landið okkar sé selt svona og mundi ég vilja að það verði sett í lög að útlendingar geti ekki komið og keypt upp jarðir hér á Landi smá saman bara vegna þess að það eru erfiðir tímar hjá okkur í fjármálum. Það er ekkert að því að leyfa útlendingum að kaupa sér húsnæði í blokkum og eigum við að leyfa svo...


mbl.is „Sumar jarðir virðast heilagri en aðrar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ónýtur flokkur...

Hann Steingrímur J. Sigfússon er búinn að eyðileggja þennan flokk segi ég...

Það er ljóst að það eru bara gungur þarna innandyra ef það er virkilega svo að allir innan flokksins VG fylgja forystunni.

Þetta segi ég vegna þess að VG er flokkur sem var kosin til vinnu af fólkinu í Landinu sem treysti orðum forystunnar...

Skjaldborg fyrir heimilin og fyrirtækin...

Ekki okkar skattgreiðenda að borga Icesave...

Ekkert ESB...

Allt upp á borðum...

Bara þetta sem ég hef talið upp hér að ofan hefur verið svikið svo ef það er einhver heil brú í þessum flokki yfir höfuð þá rís þessi flokkur upp núna og hendir formanninum út vegna þess að það er hann sem hefur eyðilagt þennan flokk með sviknum loforðum og það á ekki að líðast...


mbl.is Ætla að tryggja þjóðareign auðlinda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað vakir fyrir Ríkisstjórn...

Það er alveg ótrúlegt hvernig Ríkisstjórninni tekst að eyðileggja allt sem hún kemur nálægt...

Það er líka alveg ljóst að þetta frumvarp var dauðadæmt frá upphafi og með hliðsjón á því þá vil ég að við Þjóðin fáum að vita hverjir eru höfundar þessa frumvarps...

Þetta frumvarp er okkur Þjóðinni ekki til velferðar og heilla og það verður að horfa til þeirra þátta meðal annars þegar svona miklar breytingar eru í pípunum á einni af aðal Auðlind okkar Íslendinga...

Núverandi Ríkisstjórn er ekkert búin að gera annað en að grafa undan öllum stoðum í samfélaginu sem og öllu trausti og er ekki laust við að það sé farið að hvarfla oftar og oftar að manni þessi settning hvað er að...


mbl.is Vilja að frumvarpinu verði vísað frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einhverstaðar verður að byrja.

Ég er sammála Pétri Blöndal með það að unga fólkið okkar þarf að geta eignast þak yfir höfuð sitt...

Hvort fólk vilji leiga húsnæði eða eignast á að vera val.

Það sem ég vil sjá í þessum málum er raunveruleg lausn...

Raunveruleg lausn fyrir mér á húsnæðislánum er tildæmis lán á föstum vöxtum og ekkert meira....

Fastir vextir og ekkert annað.

Við skulum athuga það að húsnæði eldist eins og annað, hvort sem það er bíll húsgögn eða annað þá eldast hlutir og undir venjulegum kringumstæðum þá fellur verð á því sem eldra er, það er réttur lífshringur.

Ég vil sjá þróunina hér hjá okkur fara á þá leið að þeir sem vilja kaupa sér húsnæði geti það án þess að setja sig í ævarandi skuldarfangelsi og eftir því sem árin líða þá eignast fólk húsnæði sitt...

 


mbl.is Hjálpi ungu fólki að kaupa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Algjörlega sammála...

Mikið líst mér vel á þetta Sjálfstæða unga fólk okkar og svo sammála er ég því í að hagur okkar Íslendinga sé betur borgið fyrir utan ESB.

Við erum Sjálfstæð Fullvalda þjóð og höfum svo sannarlega þurft að vinna okkur út úr torfkofunum. Það er nú líka þannig með okkur Íslendinga að við höfum ekki mátt aumt vita eða sjá án þess að taka höndum saman  og gera kraftarverk ef því hefur verið að skipta, alveg eins og við Þjóðin höfum tekið höndum saman þegar óréttlæti gengur yfir okkur og sýnt hvað í okkur getur búið eins og gerðist þegar þjóðin tók sig saman ítrekað og hafnaði hverjum Icesave samningnum á fætur öðrum henni til greiðslu vegna þess að hann var og er ekki okkar Þjóðarinnar að borga.

 Það er marg ítrekað búið að sína sig að meirihluti þjóðarinnar vill ekki í ESB og til hvers þá að sóa dýrmætum tíma og fé í það sem meirihluti vill ekki...

Það er aumur málflutningur þeirra ESB sinna sem rísa upp núna og segja að ESB andstæðingarnir séu hræddir, það eru ESB sinnar sem eru búnir að vera skíthræddir allan tímann vegna þess að þeir hafa vitað af þessari meirihluta andstöðu og vegna hennar þá þorðu þeir ekki einu sinni að fara með ESB í Þjóðaratkvæðagreiðslu. 

Það er ekki sönn Sjálfstæðismanneskja sem er tilbúin að afsala sér sjálfstæði sínu og Fullveldi og hvað þá Þjóðar sinnar.


mbl.is Vilja að þingmenn íhugi stöðu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það skyldi þó aldrei vera svo...

Það skyldi þó aldrei vera svo að það sé meira froðusnakk í huga þeirra sem í ESB vilja fara þegar á hólmin er komið eins og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins bendir hér á...

Það er alla vegna ekki mikið fyrir þeim að fara núna nema að hræðsluáróðurinn hjá þeim um að við andstaðan séum hrædd heldur áfram jú...

Það á að draga þessa ESB umsókn tafarlaust til baka einfaldlega vegna þess að það hefur aldrei verið meirihluta stuðningur fyrir þessari aðild hjá Þjóðinni...

Hvernig hlutirnir eru búnir að vera frá upphafi tíma þessara Ríkisstjórnar og þá sérstaklega síðustu daga er búið að fá mig til þess að hugsa hver var aftur ástæðan fyrir því að þessi Norræna Velferðar vinstri Ríkisstjórn komst til valda...

Varð það eingöngu vegna vilja Þjóðarinnar í aðild að ESB eða hvað...

Eða var það vegna þess að þjóðin var að kjósa sér Ríkisstjórn sem átti að tryggja það að óreiðuskuldir þessar einkabanka sem voru farnir og að fara á hausin kæmu ekki á herðar okkar þjóðarinnar að borga...

Þjóðin vildi líka fá skjaldborg utan um Heimili sín og Fyrirtæki og henni var lofað þessu öllu og meira til bara ef hún kysi nú rétt...

Ríkisstjórnin er gjörsamlega búin að valta yfir þjóðina sín með fölskum loforðum og innan-tómum orðum að það hálfa væri nóg.

Þessir bankar voru fyrst rændir innan frá og við sjáum ekkert gerast í því og annað ránið er að gerast á eignum og fyrirtækjum Landsmanna í boði Ríkisstjórnar sem lofaði öðru og svo í ofanálag þá er öllu skellt á bak skattgreiðenda að borga bara...

Þessi Ríkisstjórn er gjörsamlega búin að grafa undan öllu trausti í Þjóðfélaginu með framkomu sinni og vinnu og eigum við Íslendingar að krefjast þess að hún víkji tafarlaust vegna vanhæfni hennar í að endurreisa Þjóðfélagið við og að boðað verði til nýrra kosninga hið fyrsta...

Það er hægt að setja já eða nei spurningu með um vilja okkar á áframhaldandi viðræðum við ESB og í framhaldi af niðurstöðu svars þá halda þeirri vegferð áfram eða draga umsóknina til baka...


mbl.is „Getur verið að þeir fyrirfinnist ekki?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En ekki hvað...

En ekki hvað meirihluti Borgarstjórnar virðist vera algjörlega út á túni...

Það sem mér finnst öllu verra þegar horft er yfir farin veg hjá þessari Gnarr Borgarstjórn er að henni hefur tekist að grafa undan virðingu og trausti til fólksins og er það ekki gott.

Virðing og traust er eitt af því sem verður að vera í heiðri sett.

Þegar staðan er orðin þannig að Reykvíkingar þurfa að horfa upp á það að tónlistarhúsið Harpan er sett ofar á lista í forgangsröðun en Heilbrigðisþjónustan eða menntakerfið að maður tali nú ekki um unga fólkið okkar þá er ekki í lagi og breytingar þörf...

Það er ekki í lagi ofan á allt annað að kæruleysið skuli vera svo mikið að það sé allt í lagi að við Reykvíkingar séum látnir borga sektargreiðslur vegna kæruleysi Borgarstjóra sem greinilega er búin að vera upptekin af þessu nýjasta verki sínu sem á fara að setja á legg...

Ég vil að við Reykvíkingar fáum nýja Borgarstjórn...


mbl.is Meirihlutinn í borginni harðlega gagnrýndur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei takk engan ís...

Að setja þessa ESB umsókn á ís á ekki að koma til greina nema Þjóðin í heild sinni samþykki það....

Að setja þessa umsókn á ís mun kosta pening og þar sem það hefur marg-ítrekað komið fram að MEIRIHLUTI Þjóðarinnar vill ekki í þetta ESB samfélag þá á ekkert annað að koma til greina en að Þjóðin sjálf svari því hvort þessi ESB umsókn verði sett á ís eður ei...


mbl.is Vill ESB-umsóknina á ís
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband