Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2012

VG grænni en ég hélt...

Já það er greinilegt að það styttist í kosningar...

VG eru búnir að vera í lykilstöðu í 3 ár, og í 3 ár hefur VG gert allt til að koma þessu hruni á bak heimilana í landinu þrátt fyrir fögur kosningarloforð um annað, og núna þegar styttist í næstu kosningar þá hljóta VG að lifa í þeirri von og trú að Landsmenn séu búnir að gleyma því hvernig VG lugu að Þjóðinni...

Allar þær aðgerðir sem gerðar hafa verið í fjármálum Þjóðarinnar frá því að VG tók við hafa miðast við að bjarga þeim sem að komu okkur í þessa stöðu en ekki þeim sem urðu fyrir barðinu á þeim...

VG eru grænni en ég hélt ef að þeir halda virkilega að einhver eigi eftir að trúa orði af því sem frá þeim kemur með sömu forystu og er...

Ef að þeir skipta ekki algjörlega um forystu fyrir næstu kosningar þá er ég hrædd um að VG séu fyrirfram að dæma sig úr leik...

 


mbl.is VG vill afnema verðtryggingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er tilgangurinn...

Hver er tilgangurinn eiginlega með því að fara þá leið að hafa ráðgefandi kosningu annar en sýndarmennska út í eitt....

Sýndarmennska út í eitt vegna þess að traust Ríkisstjórnarinnar til Þjóðarinnar er ekkert...

Það er verið að tala um Stjórnarskrá Þjóðarinnar og þar er meðal annars grein um að fullveldi Íslendinga sé í höndum okkar Þjóðarinnar sem Ríkisstjórnin vill taka út og setja aðra inn sem gefur Forsætisráðherra fullt leyfi til að afsala sér fullveldi okkar Íslensku Þjóðarinnar yfir til nágrannaríkja ef Ráðherra dytti svo í hug.

 Heldur Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir virkilega að Þjóðin eigi eftir að samþykkja það afsal steinþeigjandi og hljóðalaust og hvað þá að mæta til kosningu sem verður svo ekki meira mark takandi á en svo að Ríkisstjórninni ber ekki skylda til að fara eftir meirihluta hennar ef svo bæri við að niðurstaðan sé á skjön við vilja Ríkisstjórnarinnar...

Fyrir mér þá er verið að gera þessa breytingu á Stjórnarskránni aðallega vegna ESB umsóknar Íslendinga og það væri nú nær að byrja á því að fá vilja Þjóðarinnar á þeirri vegferð fyrst og vinna svo út frá þeirri niðurstöðu...


mbl.is Þingið brást stjórnlagaráði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimilunum ekki gert auðvelt...

Já það er alveg með ólíkindum að Ríkisstjórnin skuli ekki hafa staðið með heimilum Landsmanna í þessu máli og þau í það minnsta látin njóta vafans þar til endanleg niðurstaða í þessu öllu saman liggur fyrir...

Það sem mér hefur fundist varðandi störf Ríkisstjórnarinnar gagnvart þeim heimilin sem í erfiðleikum hafa lent með þessi lán vegna hrunsins er að þau hafa þurft að upplifa aðför að heimilum sínum frá fjármálafyrirtækjunum sem eðlilega hafa helst viljað fá allt sitt greitt í botn en það hefði kannski verið betra að bíða eftir að línur liggja alveg skýrar...

Í dag veit Þjóðin að Ríkisstjórnin lét húsnæðislánin til nýju bankana með góðum afslætti...

Í dag veit Þjóðin að Ríkisstjórnin ætlaði sér ekkert að gera fyrir heimilin og hafið mikla skömm fyrir það Ríkisstjórn.

Allar aðgerðir ykkar Ríkisstjórnar hafa miðast við að hjálpa bönkunum eins auðveldlega og hægt er að ná eins miklu og þeir geta, á sama tíma og þið Ríkisstjórn gerið heimilunum eins erfitt fyrir og hægt er liggur við að ég segi í að ná framm rétti sínum í leiðréttingu...

Hverslags framkoma er þetta eiginlega sem þið eruð að bjóða Þjóðinni ykkar Ríkisstjórn...


mbl.is Kvarta undan sýslumönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skjaldborgin í allri sinni mynd...

Já þetta er þessi blessaða skjaldborg sem Ríkisstjórnin lofaði landsmönnum í allri sinni mynd og það er ég ansi hrædd um að ef að Ríkisstjórnin hefði nú boðað sannleikann í því sem hún ætlaði sér í raun og veru fyrir heimili Landsmanna í sinni réttu mynd eins og hún er í dag fyrir kosningar þá væri þessi Ríkisstjórn ekki...

Skammist ykkar allir sem einn í Ríkisstjórninni sem og á Alþingi fyrir þessa stöðu og segið af ykkur tafarlaust um leið og þið viðurkennið að ykkur hefur mistekist alveg hrikalega það verk sem þið lofuðu Þjóðinni...


mbl.is Sofið í strætóskýlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er allt hægt ef....

Það er allt hægt ef að viljinn er fyrir hendi, og vilji er það sem mér hefur fundist vanta allann tímann frá því þessi blessaða Norræna Velferðar Ríkisstjórn tók við...

Vilji til að gera...

Þessi blessaða Ríkisstjórn ver sig með kjafti og klóm gegn því að verða að standa við gefin loforð og alveg greinilegt að það átti aldrei að standa við þau...

Vanhæf Ríkisstjórn segi ég sem greinilega reynir allt núna til að halda eigin sætum með því að kenna öðrum um eins og dæmið er að sína sig með uppsagnarbréfi til forstjóra Fjármálaeftirlitsins...

Það er Ríkisstjórnin sem ber alla ábyrgð segi ég og engin annar og ber henni að víkja tafarlaust. Ef að aðrir eru sekir hlítur það að vera vegna fyrirskipana frá Ríkisstjórninni....

Það er enginn vilji og hefur aldrei verið hjá þessari blessuðu Ríkisstjórn til þess að hjálpa Landanum sjálfum upp úr afleiðingum þessa hruns það er öllum orðið ljóst núna eftir síðasta leik Ríkisstjórnarinnar þar sem hennar eigin lög voru hrakin burt sem ólög í Hæstarétti ef hægt er að segja svo...

Þetta er vanhæf Ríkisstjórn sem á að taka ábyrgð á gjörðum sínum og víkja tafarlaust frekar en að kenna öllum öðrum um gjörðir sínar...  


mbl.is Niðurfærsla dýr ríkinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábyrgð Ríkisstjórnar...

Það er ljóst að ábyrgð Ríkisstjórnarinnar er mikil í þessu máli og reyndar svo mikil að Ríkisstjórninni er ekki stætt lengur án þess að endurnýja umboð sitt frá Þjóðinni...

Það er öllum mikilvægt að það sé haft í huga að þessi Ríkisstjórn tók við erfiðri stöðu á sama tíma og það er mikilvægt að allir geri sér grein fyrir því að þessi Ríkisstjórn var kosin sérstaklega til þess að verja heimili og fyrirtæki Landsmanna...

Það er ekki eins og að þessar aðstæður sem búnar eru að vera séu það sem við getum kallað daglegt brauð hjá okkur fyrir kosningar og með hliðsjón af kosningarloforðum þessara núverandi Ríkisstjórnar sem voru meðal annars skjaldborg utan um heimili og fyrirtæki Landsmanna og svo þessara gjörninga sem þessi Norræna Velferðar Ríkisstjórn er búinn að gera síðastliðin 3 ár sem allar virðast hafa haft það meginmarkmið að knésetja heimili og fyrirtæki Landsmanna þá er Þessari Norrænu Velferðar Ríkisstjórn ekki stætt lengur í sætum sínum...

Það er allvega alveg á hreinu hjá öllum þeim sem ég þekki og hafa verið áhorfendur af þessum leik Ríkisstjórnarinnar að hann er ekki gerður með velferð Þjóðarinnar í huga.....


mbl.is Fallin fyrirtæki gætu látið reyna á stöðu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Farið fram á hið ómögulega....

Það skyldi þó ekki vera svo að það sé verið að fara fram á það mikinn niðurskurð að hann sé jafnvel Grikklandi ofviða...

Íbúum Grikklands ofviða...

Það er verið að fara fram á að mánaðar innkoma almennings verði lækkuð í það sem næmi rúmlega 70,000 ísl.kr...

Að vilja hjálpa verður þá að vera hjálp sem skilar árangri og ég get hvergi séð að þessi hjálp sem AGS er að veita sé að skila árangri og kannski verður AGS að skoða betur tilgang sinn með þessari hjálp sinni vegna þess að hún er meiri ánauð á þá sem hjálpina þurfa en hjálp...

Að vilja hjálpa og geta hjálpað ætti alltaf að byggjast á því að viðkomandi sem hjálpina þurfi geti notið hennar til þess að koma sér aftur á réttann stað...


mbl.is Hætt við evrufund í Brussel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég vil sjá sigurvegara símakosningu fara....

Það er ekki laust við að mér finnist þetta vanvirðing við símakjósendur sem og strákana í Blár ópall sem mér fannst standa sig frábærlega vel og standa uppúr í hressileika.

Úr því að þeir unnu með afgerandi mun í símakosningunni frá Þjóðinni þá er ekki laust við að manni finnist óréttlátt að þeir fari ekki fyrir hönd okkar Íslendinga í þessa keppni...

Það er talað um 7 manna nefnd sem réði úrslitum og að hún komi úr tónlistaheiminum sú nefnd og úr því að það er búið að nefna svona mikið þá verður eiginlega að draga þessa nefnd fram í dagsljósið og láta hana svara fyrir forsendu þess að hún hunsi lagið sem vann með afgerandi mun í símakosningunni....

Ég vil sjá vinningshafa símakosningunar fara fyrir okkar Íslendinga hönd vegna þess að ég tel þá eiga miklu meiri möguleika á því að færa okkur stig í hús....


mbl.is Blár ópal fékk flest atkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvílík svívirða...

Þvílík svívirða við almenning segi ég bara...

Þetta er Ríkisstjórn sem lofaði öllu öðru en hún hefur unnið að og satt að segja þá finnst mér svo svívirðilega vera búið að ganga yfir almenning á Landinu öllu að það hálfa væri nóg.

Það er niðurskurður allstaðar í samfélaginu og svo mikill að það hefur ekki einu sinni verið hægt að búa almenningi mannsæmandi lífskjör...

Að það skuli vera starfandi Ríkisstjórn sem sjái ekkert athugavert við þetta ósamræmi í launamálum og finnast allt í lagi með þetta á sama tíma og sama Ríkisstjórn neitar almenningi um leiðréttingu láglauna upp í mannsæmandi kjör á þeirri forsendu að það sé ekki til peningur er BARA EKKI Í LAGI...

Mannsæmandi kjör þar sem almenningur ætti þó ekki væri nema fyrir afborgunum sínum nauðsynjar útgjöldum og mat að borða út mánuðinn...

Forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir er svo upptekin af þessu norræna samstarfi sínu að hún má ekkert vera að því að hugsa um Þjóð sína enda af hverju svo sem þar sem við virðumst vera svo rík Þjóð að við getum borgað þessi laun....


mbl.is Laun forsætisráðherra hækkuðu um 217 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðleysi finnst mér...

Ég verð bara að segja það að mér finnst fjárfestingar þessara sjóða sem mistókust svona hrapalega og ollu öllu þessu tapi ekkert hafa með þetta alþjóðlega efnahagshrun að gera og það er ekki hægt að kenna þessum ábyrgðarlausu fjárfestingum um....

Það er greinlegt að það voru ekki öruggar fjárfestingar og hvað þá langtíma fjárfestingar sem réðu förinni þegar þessar stjórnir voru farnar að selja bréf einn mánuðinn og kaupa þau svo næsta og jafnvel koll af kolli...

Það ætlar engin að bera ábyrgð á þessu frekar en öðru og réttast væri að allir greiðendur hvers sjóðs fyirir sig kæmu sér saman og yfirtækju sjóðina sína og byrjuðu upp á nýtt með sitt fólk innanborðs.

þetta eru Lífeyrissjóðir fólksins sem borgar í þá og það er asnarlegt að aðrir en þeir sem eiga sjóðina sjái um þá...


mbl.is Ekki tilefni til að víkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband