Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2012

Meirihluti Þjóðarinnar á að ráða för...

Af hverju er Þjóðin ekki látin ráða för, við hvað eru menn hræddir spyr ég bara...

Skynsamast og eðlilegast væri að Þjóðin yrði spurð um hvaða skref eigi að taka næst í þessu ESB máli, þetta mikla mál er búið að valda því að annar armur Ríkisstjórnarinnar hefur ekki getað starfað að heilindum vegna þess að sá armur hefur ekki viljað í ESB og þar af leiðandi gefur það augaleið að sjónarmið hljóta að hafa stangast á hjá þessum ólíku flokkum...

VG mannið ykkur upp og standið við það sem þið sögðuð og lofuðu kjósendum ykkar fyrir síðustu kosningar þegar þeir kusu ykkur vegna þess að í ESB vilduð þið ekki fara, mannið ykkur upp og segið hingað og ekki lengra...


mbl.is Ekki heiðarlegt að halda áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skjálfti komin í Samfylkinguna...

Vitlausasta hugmyndin í þessu öllu saman var að fara af stað í þetta án þess að hafa umboð frá meirihluta Þjóðarinnar fyrir þessu...

Það er greinilegt að Samfylkingarfólkið er farið að skjálfa á beinunum ekki síður en VG enda ekki langt í kosningar og ekki von á góðum drætti hjá þeim frekar en VG og það vegna þessara aðferðarfræði sem Samfylkingin hefur notað óspart til að fá sín mál fram...

Aðferðarfræði eins og að gera fyrst og spyrja svo...

Aðferðarfræði eins og að þykjast vita allt um allt og vita svo ekkert og vera meira að segja algjörlega ólesin á það sem menn þykjast vita allt um...

Nú eða aðferðarfræði eins og hótanir sem reyndar báðir flokkarnir hafa notað óspart í von um að ná sínu fram...

Þjóðin kallar eftir forystu sem hefur hennar hag fyrir brjósti sér en ekki hag allra annara eins og þessi Ríkisstjórn er búin að sína að hún hafi og starfað samkvæmt því.

Þjóðin kallaði eftir réttlætingu henni til fyrir síðustu kosningar og er en að bíða eftir réttlætingu vegna þessa hruns sem átti sér stað og það er ekki að sjá að einn eða neinn af þessu banka-liði sé látin taka ábyrgð eins og heimilin, fyrirtækin og einstaklingarnir í Þjóðfélaginu hafa verið látnir gera og eru látnir gera...

Það sem Þjóðin hefur upplifað með þessa vinstri stjórn við völd er óheiðarleiki út í eitt og svo mikið vitum við Íslendingar flestir að svoleiðis samfélag viljum við ekki búa í...

Það er komin tími þó að fyrr hefði verið að fá nýja við stjórnvöld, nýja að sem kunna að segja satt og rétt frá og vinna með samfélaginu en ekki gegn því eins og verið hefur...


mbl.is Vitlausasta hugmyndin að hætta við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óvönduð vinnubrögð eina ferðina en...

Það er ekki laust við hrollur fari um mann við lestur þessara fréttar vegna þess að það er byrjað á verkinu áður en vitað er hvernig það verður fjármagnað...

Þó svo að menn hafi væntingar og vonir þá nægir það eitt og sér ekki, og í þessu tilfelli engan veginn vegna þess að einhverjir verða að borga og þegar farið er svona í hlutina eins og hérna er gert áður en kostnaðarhliðin liggur fyrir þá er eitt víst að reikningurinn lendir á herðum okkar skattgreiðenda, okkar skattgreiðenda sem erum ekki lengur aflögufærir því miður...

Það er byrjað á vittlausum enda eina ferðina en og svona óvönduð vinnubrögð á ekki að líða lengur vegna þess að þetta eru óvönduð vinnubrögð og það vill engin láta nafnið sitt við svoleiðis klúður eða hvað...

Annars virðist þessi vinstri Ríkisstjórn ekki kunna annað en að stunda óvönduð vinnubrögð...


mbl.is Fjármögnun ganga enn ekki tryggð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hroki að fara með fólk...

Eru menn að tapa sér í hroka og stælum...

Það sem á að gera og þarf að gera er að birta þessa skýrslu obinberlega og ef það er ekki hægt þá er það vegna þess að það er verið að fela eitthvað...

Ég vil fá að sjá þessa skýrslu og með réttu þá ætti að birta hana vegna þess að það eru jú við skattgreiðendur sem borgum...

Ég vil fá að sjá nöfnin á öllum þeim sem eru í öllum þessum nefndum vegna þess að ef þær fréttir sem við höfum verið að fá eru réttar þá eru þetta meira og minna allt saman sömu nöfnin í þessum nefndum sem sitja svo líka sumir hverjir við borðið hjá OR og ef svo er þá er ekkert skrítið að hlutirnir gangi ekki upp hjá þessum aðilum sem virðast bara hugsa um það að fá nóg af pening í sinn eigin vasa algjörlega burt séð frá því hvort þeir skili þeirri vinnu sem ætlast var til eða ekki og það er ekki nógu gott.

Reyndar er þessi staða bæði ljót og mikið slæm í ljósi þess að það virðist vera svo að það hafi verið logið að okkur Reykvíkingum til þess eins að geta haldið áfram sukki og svínaríi...

Það á að krefjast þess að þessi skýrsla verði birt obinberlega og í framhaldi á því verði tekin ákvörðun um það hvort krafist verði afsagna þessara manna eða ekki...


mbl.is Enn neitað um skýrslu um Hörpu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband