Siðað samfélag...

Ja hversu siðað samfélag erum við...

Að fara eftir siðferði í þessum skattamálum er vanda verk. Að hækka skatta er ekkert nýtt fyrir okkur, en hvers vegna skattahækkunin þarf að vera svona mikil er annað mál. Ef að þessar skattakækkanir væru að skila sér inn á heimilin í einhverri mynd þá væri það kannski í lagi, en ég er hvergi á sjá það. Fyrir mér þá ósjálfrátt kemur Landsbankinn í huga mér, og fyrir mér þá er þetta spurningin um hvort Fjármálaráðherra á ekki við að skattar landsmanna duga ekki LÍKA fyrir tekjuþörf Ríkisins á kostnaði við yfirtöku þess Banka... Fyrir mér þá á þessi maður ekki að tala um siðað samfélag. Við Íslendingar erum ekki að fá þau skilaboð frá Ríkistjórn okkar að við erum siðað samfélag. Það á að troða Icesave á axlir okkar meðal annars vegna þess að Heimurinn er ekki alltaf réttlátur. Munur á réttlæti og ranglæti hefur nefnilega með siðferði okkar að gera, hvað við látum bjóða okkur þar í ranglæti eða réttlæti...

Það er spurning hvort það sé ekki hægt að láta þennan Banka ganga aftur til þeirra sem áttu hann vegna þess að hugsanlega er hann okkur of dýr. Nóg er á okkar könnu að greiða fyrir.   Kveðja. 


mbl.is Nauðsynlegt að hækka skatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband