ESB.ESB og ESB... Hvað er í gangi eiginlega ?

Það er ekki lengur inn í myndinni hjá mér að það verði gerðir einhversskonar samningar við Breta eða Hollendinga, hvað þá að þessar þjóðir fari að sýna okkur einhverja samúð í örlæti eftir lestur minn á grein hennar Jakobínu Ingunn Ólafsdóttir við þessa frétt og vona ég að hún fyrirgefi mér, en ég get ekki án orða bundist eftir lestur hennar og hvet ég alla að lesa grein hennar Leyniskjal Ríkistjórnarinnar...

Í þýðingu hennar á einum skjölunum í viðbót sem nýlega hafa sloppið út eru ískaldar staðreyndir um hvernig Ríkistjórnin okkar er að láta okkur blæða vegna glæfralegrar framkomu við sig, og hvað fær Ríkistjórnina til að fara svona á bak við Alþingi og Þjóð er allveg óskiljanlegt...

Við skulum athuga það að þegar Ríkistjórnin samþykkir þetta  þá á þetta alveg eftir að fara í gegnum Alþingi... Af hverju ríkistjórnin skuli hafa látið berja sig svona til hlýðni af ESB og tekið skýra afstöðu með Bretum og Hollendingum verðum við að fá skýringu á tafarlaust áður en það verður haldið nokkuð áfram í þessu Icesave máli...

Það kemur fram að ESB nefndin og aðildarríkin samþykkja að ræða fyrirkomulag fjárhagsaðstoðar við Ísland í gegnum ESB-AGS og tvíhliða...  Það kemur einnig fram að Ísland samþykkir lagaskuldbindingar í tilskipuninni steyptar í lögfræðiáliti og það er ekki umsemjanlegt. En og aftur Ríkistjórnin er ekki með samþykki Alþingis þegar þetta gerist. ESB, Bretar, Hollendingar og AGS plotta sig saman.

Að Ríkistjórn Ísland samþykkir lagaskuldbindingar í tilskipuninni steyptar í lögfræðiáliti og það er ekki umsemjanlegt... þetta sem ég og við erum að lesa hér um á sér stað ef ég fer með rétt mál áður en þetta Icesave fer inn á Alþingi jafnvel fyrir kosningar... þetta er gert án samþykki Alþingis og þess vegna ólögleg aðgerð væntanlega á sínum tíma og þá en. Er þetta aðgöngumiðinn í ESB fyrir Jóhönnu og félaga...

Þetta er mjög alvaralegt mál, Ríkistjórnin er búinn að draga Íslendinga sem og Alþingi á asnaeyrum í þessu máli. 

Ég vænti þess og væntanlega fleiri að Ríkistjórn Íslands stígi fram áður en lengra er haldið og segi þjóð sinni sannleikann af hverju hún lét bjóða sér svona framkomu, útskýri fyrir okkur af hverju hún tók þessa einhliða ákvörðun að láta okkur Íslenska þjóð blæða út liggur við að ég segi... Það kemur fram að ESB virðist ráða ansi miklu í þessu öllu saman. Þetta er fjárkúgun sem hefur átt sér stað væntanlega... Ríkistjórn á að taka aðildarumsókn okkar til ESB tafarlaust til baka og segja af sér strax í dag. Það skiptir ekki máli hvaða afsökun hún kemur með, það réttlætir ekkert samvinnu Ríkistjórnar Íslands við aðrar þjóðir um að knésetja okkur án þess að segja okkur eða hafa leyfi til. Þetta er samvinna að landráði segi ég hreinlega, enda eru Bretar farnir að segja að við gætum borgað í rafmagni. Stöndum saman Íslendingar allir sem einn hér, það er verið að tala um hagsmuni okkar þjóðarinnar hér. Hvet ég alla til lestur greinar Jakobínu I.Ólafsd. sem ég vitna til en og aftur undir nafninu Leyinskjal Ríkistjórnarinnar.  Kveðja.


mbl.is Bretar og Hollendingar hætti einelti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ég spyr enn og aftur; hver réð þetta fólk í vinnu og fyrir hverja er þetta fólk að vinna, hér búa 300þúsund manns, er ekki hægt að gera neitt rétt og hvað þá að vanda sig aðeins

Jón Snæbjörnsson, 15.1.2010 kl. 08:15

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Ég kaus ekki þessa núverandi stjórn, en ljóst er að við erum ekki þau sem hún er að vinna fyrir. En það verður að gera eitthvað til að stoppa þessa vitleysu sem er verið að bjóða okkur upp á.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 15.1.2010 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband