Þykist vita betur...

Hann segir að Icesave deilan sé of flókið mál til að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu...

Segir hana of flókna spurningu... varar jafnframt við afleiðingum ef Icesave verður hafnað, þetta er hann að segja í annarri frétt hér neðar á mbl.

Það er núna verið að tala um Icesave deilu... Deilu á milli hverja spyr ég ? Óreiðu skuld var þetta í upphafi og ekki nokkur vafi á því hver átti þá óreiðuskuld, Reikningur kom svo, lán síðan, svo samningur, lagagerð og núna deila, Icesave óreiðuskuld nokkra manna sem áttu einkarekstur er búinn að fá öll þessi nöfn.

Deila milli Ríkistjórnar og þjóðar.. JÁ. 

Deila milli Rikistjórnar Íslands og Breta og Hollendinga annarsvega, já gæti verið að myndast núna þar sem Ríkistjórn okkar er ekki að takast að rassskella okkur til hlýðni...

Við hinn almenni Íslendingur rændum ekki þessum peningum frá eigendum sínum, þeirra sem fjárfestu í þessum Icesave reikningum, svo hvernig má það vera að þetta sé deila eða reikningur okkar Íslenska almennings frá upphafi.

Þegar menn eru búnir að flækja mál svo langt frá upphafi að þeir sjálfir ráði ekki lengur við yfirsýnina yfir málinu þá eiga þeir að hafa vit á því að víkja.

þegar menn nenna ekki lengur eða vilja ekki lengur sjá málið frá upphafi þá eiga menn að víkja. 

Þegar menn telja sig vita betur en allir aðrir þá eiga menn að víkja, en þegar svo er komið fyrir mönnum þá hafa þeir sjálfir ekki vit á því að vita hvað er hverjum fyrir bestu, og þarf þá utanaðkomandi afl að koma til til að víkja mönnum frá sem telja sig vera Guð...            Kveðja.

 


mbl.is Ekki of flókið árið 2003
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband