Stendur með þjóð sinni.

Forseti Íslands er þjóðinni til sóma hérna.

Hann er ekki hræddur við að standa með því sem er rétt. Hann er Maður sem er með rétta sýn á þetta Icesave kúgunarmál sem við urðum fyrir. 

Hann er mikill Maður, það mikill maður að ef þetta voru bestu vinir hans sem ollu þessum hörmungum þá voru þeir ekki meiri vinir en það að knésetja heila Þjóð leyfir hann þeim ekki að gera.

Er hann ekkert annað en að segja sannleikann í þessu, við höfum verið undur miklum þrýstingi og er búið að beita okkur hinum ýmsu kúgunaraðferðum af þessum þjóðum með Ríkistjórn Íslands í farabroddi í von um að við viljum ekkert annað en að borga þetta Icesave, meðal annars vegna þess að það eigi að gera okkur svo gott og færa okkur svo bjarta framtíð liggur við að maður segi, í að láta það útúr sér að ef við borgum ekki þá gætum við dáið úr þorsta. 

Á sama tíma er það ljóst að núverandi Ríkistjórn verður að víkja tafarlaust.

Núverandi Ríkistjórn er búinn að vinna að þessari kúgun á okkur með bros á vör til að þóknast Bretum og Hollendingum í von um það takist að rassskella okkur svo fast að við borgum bara þetta Icesave klúður sem varð hjá þessum þjóðum í eftirliti og aðhaldi á fjármálamarkaðinum.

Ríkistjórn sem er búin að láta kúga sig er vanhæf fyrir okkur. Ríkistjórn sem er búinn að sýna okkur Íslendingum að við séum ekki vinnunnar virði en það sé aftur á móti ESB á að víkja tafarlaus úr sætum sínum sem Ríkistjórn Íslands. Ef við skoðum það sem Jóhanna sagði í gær á vef cnn. að það að Forsetinn hafi ekki skrifað undir tefji endurreisn okkar og að við verðum hluti af Evrópusambandinu sem 70% Íslendingar vilja ekki verða ef skoðannakannanir eru teknar gildar segir okkur hvar hugur Ríkistjórnar er, inn í ESB alveg sama hvað, en að það sé verið að beita okkur kúgunum hefur ekki verið aðalmálið hjá henni, reyndar ekki til umræðu af hennar hálfu.

Húrra Húrra Húrra... segi ég fyrir Forseta okkar Íslendinga Herra Ólafi Ragnari Grímssyni fyrir að vinna fyrir þjóð sína. Hann þarf ekki víkja vegna lélegra vinnubragða og svika við þjóð sína eins og Ríkistjórnin er búinn að verða uppvís að gera.  Pössum Sjálfstæði okkar sem og Fullveldi. Kveðja.


mbl.is „Það er verið að kúga okkur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ÓRG er að gera góða hluti núna.  Hann hefur gert iðrun og fylkir nú með þjóðinni.  Af hverju fylkja flokkarnir ekki með forsetanum og þjóðinni?  Hvað veldur?

Við hljótum öll að vera sammála um að við höfnum því að borga óreiðu-skuldir íslenskra einka-vina-væddra fjár-glæpamanna, sem enn fá að valsa óáreittir um allt valdakerfið og stofnanir ríkisins.

Við segjum auðvitað NEI, þingmenn allir hljóta líka að gera það...að lokum.  Eða vilja einhverjir þingmenn eingöngu ganga erinda fjár-glæpamanna, en ganga gegn forsetanum og þjóðinni?  Þeim verður aldrei stætt á því.

Við segjum öll NEI

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 17:43

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Ekkert annað en segja nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni Pétur Örn á mínum bæ og þegar það er búið þá er tekið næsta skref. Það er verður allt annar byr sem kemur þá með okkur þjóðinni.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 30.1.2010 kl. 22:27

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ég segi nei og um leið er ég stoltur af forsetanum að koma til baka og segja fjárglæframönunum stríð á hendur, við verðum að standa saman gegn þeirri ógn sem við stöndum frammi fyrir ógnin er Holland, Bretland, AGS og ESB verjumst!

Sigurður Haraldsson, 1.2.2010 kl. 02:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband